Uppáhalds í September!

Jæja elskur!
Enn einn mánuður á enda og það þýðir aðeins eitt; uppáhalds vörurnar!
Það er ekki vandræðalaust að hemja sig þegar maður splæsir í uppáhalds-blogg, í fyrsta lagi eru flestar vörurnar búnar að vera uppáhalds í nokkra mánuði (s.s. hafi komið hingað inn oftar en einu sinni) og í öðru lagi á ég alltaf allt of mikið af uppáhalds... Hverju búist þið eiginlega við frá svona makeup junkie eins og mér? haha!

Ég ákvað samt að reyna að vera ekki að endurtaka mig endalaust, þó svo að sumt hafi áður komið fyrir í uppáhalds (það sem ég meina s.s. er að ég er hætt að setja BB kremið í uppáhalds, þó svo ég vildi auðvitað að ég gæti fjallað um það í öllum bloggunum mínum hahaha!)

En uppáhalds bloggið þennan mánuðinn er með pínu öðru sniði en aðra mánuði- endilega segið mér hvort þið fýlið þessa uppsetningu betur en hina eða ekki (ein mynd af öllum vörum í staðinn fyrir sér mynd af hverri vöru fyrir sig)1. John Frieda- Go Blonder lightening sprey- þessi elska er aftur komin í uppáhalds, tók pásu frá þessu í sumar til að leyfa hárinu aðeins að fá hvíld og var svo að fjárfesta í nýrri flösku um daginn. Man all over again afhverju ég elska þetta svona mikið- virkar svo ótrúlega vel til að lýsa hárið og ég er að verða algjör blondína!

2. 120 color palette frá BH cosmetics (2. útgáfa)- Setti mér það markmið í þessum mánuði að reyna að nota bara þessa palettu þegar ég málaði mig- aðeins að reyna að hvíla Naked paletturnar haha! Það tókst nú bara þónokkuð vel og ég er enn á ný orðin alveg sjúk í alla fallegu litina sem hún hefur að geyma!


3. Babydoll- Yves Saint Laurent- Gamalt og gott ilmvatn sem ég enduruppgötvaði í þessum mánuði! Frískleg en jafnframt "fullorðins" ef svo má að orði komast. 


4. Maybelline Falsies maskari- Þessi var reyndar í síðasta uppáhalds-bloggi líka, enda er ég ekkert lítið ánægð með þennan maskara! Allan þennan mánuð er ég búini að nota BARA þennan og enga aðra með, sem er ótrúlegt afrek þar sem ég er vön að nota minnst 3 maskara saman, oft upp í 5 eða 6! Lengir og þykkir og er bara fráb!


5. e.l.f. wet gloss- lash and brow mascara- er búin að vera að elska augnbrúna partinn af þessari vöru, glært gel sem maður setur á augabrúnirnar eftir að maður er búin að mála þær og þá haldast þær eins og maður vill hafa þær allan daginn- einskonar hársprey fyrir augabrúnir! Love it!


6. NYX jumbo eye pencil í litnum Milk- er búin að nota hann mikið þennan mánuðinn undir BH cosmetics augnskuggana og hann gerir þá bara svo ótrúlega vibrant og fallega! Breytir sko alveg hellings!


7. Hot Pots frá Coastal Scents í litnum Redwood- Eeeeelska þennan lit! Svo ótrúlega fallegt að setja hann í glóbuslínuna til að fá smá litbrigði og svo set ég kanski smá brúnan eða gránn yfir, þannig að það sjáist bara svona pínu rauður skuggi í kringum lúkkið. (Sjá mynd)


Redwood er efsti liturinn í þessu looki!
Takk takk!


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli