Top 3 kinnalitir!

Nú er komið að 3 uppáhalds kinnalitunum mínum, því ég er nýlega orðin kinnalitasjúk.
Svolítið fyndið því það er ekki langt síðan að ég var skíthrædd við kinnaliti- helst kanski því ég kunni ekki að nota þá og var alltaf hrædd um að líta út eins og trúður eða eitthvað álíka skemmtilegt.
En eftir að hafa kynnt mér bestu aðferðirnar við að nota þá, og séð úrvalið af litum sem eru í boði þá er ég alveg pínu húkt- og finnst alltaf eitthvað mikið vanta ef ég gleymi að setja á mig kinnalit.

Þessir þrír eru í helstu uppáhaldi þessa dagana:


10 lita palettan frá Coastal Scents (sem allir ættu að eiga)- fremstu liturinn í neðri röðinni er búinn að vera mjög lengi í uppáhaldi- hann er ekki of "in your face" bleikur- sem þýðir að hann er frábær í flýti- maður þarf ekkert of mikið að vanda sig eða eyða miklum tíma í að blanda honum á kinnarnar því hann er frekar neutral. Hann er líklega í uppáhaldi einmitt þess vegna- auðvelt að smella honum á í flýti bara rétt til að fá smá lit í kinnarnar áður en maður heldur út í daginn. 

Næsti uppáhaldslitur er einnig úr 10 lita palettunni frá Coastal Scents- en það er aftasti liturinn í efri röðinni. Þetta er svona einskonar brenndur/ryð rauður litur- mjög haustlegur og fallegur og algjörlega sjúkur þegar hann er komin á kinnarnar! Fullkominn haust/vetrar litur- aðeins dekkri og "rjóðari" en litirnir sem ég er vön að nota. 

Desire frá Nars- þessi lítur út fyrir að vera klikkaður! Ótrúlega skær neon bleikur einhvernveginn- en hann er það ekki þegar honum er blandað létt á kinnarnar (samt auðvelt að vera of mikil brussa og skella of miklu á- þá er maður sko með neon bleikar kinnar, ef einhver er heitur fyrir því lúkki). Ég nota þennan aðallega svona spari- en mér finnst hann algjör snilld ef ég fer eitthvað út á kvöldin t.d. á djammið o.þ.h. vegna þess að hann er svona aðeins ýktari en hinir uppáhalds kinnalitirnir- sem þýðir að hann sést betur þegar það er orðið dimmt og svona- mér finnst fínt að hafa allt aðeins ýktara fyrir djamm- svo það sjáist inn á myrkum skemmtistöðum að maður lagði fram vinnu til að vera með beat face á djamminu! [skál fyrir töffaralegum orðatiltækjum (fyrsta skýring lesist)] hahah

Hvað eru uppáhalds kinnalitirnir ykkar? :)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr PinterestEngin ummæli :

Skrifa ummæli