Top 3 Bronzers!

Mér finnst gaman að skoða "topplista" hjá fólki- til að sjá hvaða vörur eru í uppáhaldi, án þess að sjá bara eina. T.d. ef maður sér bara eina vöru sem fólk er að missa sig yfir- og sú vara kanski akkúrat hentar manni ekki, eða maður getur ekki nálgast hana eða eitthvað- þá er gaman að sjá svona það sem situr með í efstu sætunum.
Ætla að byrja á að sýna ykkur 3 uppáhalds bronz-púðrin mín og svona "söguna" haha! Hef lent í slæmum og góðum bronzerum í gegnum tíðina- en þessir sitja svona efstir í augnablikinu.

Ég nota bronzer bæði til þess að fá lit í andlitið- en einnig til þess að skyggja hluta af því (undir kinnbein, kjálka, nef o.fl)- öll púðri hér að neðan virka í báðum þessum tilfellum.

e.l.f. countouring blush and bronzing powder- Eins og sést glögglega nota ég bronzer hlutann af þessari tvennu mun meira en kinnalitinn (hann er fallegur, en sést einhvernveginn ekkert sérstaklega vel á mínum húðlit, nota hann stundum sem highlighter)- Ég elska þennan bronzer! Einskonar eftirherma af Laguna frá Nars (sem er hér að neðan) og er bara ansi líkur. Ég nota þennan til þess að skyggja kinnar og kjálka (mjókka andlitið) en ef ég nota hann til að skyggja nefið fæ ég litlar bólur á það (er með viðkvæma húð á og í kringum nefið) Ódýr bronzer sem gerir það sama og Laguna- en helsti munurinn er kanski að maður verður að fara varlegar með þennan, hann er aðeins dekkri en Laguna og það er aðeins meiri vinna að blanda honum á húðina. Nota þennan flesta daga vikunnar og hann er algjört uppáhald- mun kaupa aftur og aftur og aftur. 

Laguna bronzer frá Nars- þessi er töluvert dýrari en e.l.f. bronzerinn og þessvegna nota ég hann bara "spari" á allt andlitið (til að skyggja og fá lit í andlitið) en ég nota hann hins vegar daglega til þess að skyggja nefið á mér og mjókka það (fyrst ég get ekki notað e.l.f. bronzerinn í það). Get voða lítið sett út á þennan bronzer annað en það að hann er rándýr og illfáanlegur á Íslandi- að öðru leyti er hann líka í algjöru uppáhaldi og er notaður mjög spart þessa dagana, þar sem það er ekki hlaupið að því að splæsa í nýjann. 

Bourjois Délice de Poudre bronzerinn- þennan keypti ég fyrir ekki svo löngu á asos.com en mig hafði lengi langað í hann ( er stanslaust að reyna að finna staðgengil fyrir Laguna á lægra verði) og ég varð strax mjög hrifin af honum. Þennan nota ég daglega til þess að setja lit á andlitið á mér (á eftir BB kreminu sem gerir mann svolítið fölan)- og ég fókusa aðallega á ennið, gagnaugun, kinnar, kjálka og háls. Það er einnig hægt að nota hann til að skyggja- en hann er aðeins ljósari en þessir tveir hér að ofan, svo það yrði þá létt skyggin (sem hentar vel svona dags-daglega t.d. í skólann o.þ.h.)

Hvaða bronzera/sólarpúður/contour púður eruð þið að nota? :)


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr PinterestEngin ummæli :

Skrifa ummæli