Sokka-snúður!

Langaði til að sýna ykkur hvernig á að gera lítinn sætann sokkasnúð í hárið, svona fyrir þær sem hafa enn ekki fjárfest í hársnúðagerðar-kleinuhring úr plasti (er það ekki annars rétt nafn á þessu?) haha!Ég er alltaf einhvernveginn á leiðinni að kaupa svona dótarí til að búa til fínan snúð í hárið, en ég á bara aldrei leið hjá slíkum fyrirbærum- eða ef ég á leið hjá, þá er ég búin að gleyma því að mig langi í svoleiðis.

En sem betur fer (örugglega í fyrsta skipti sem einhver talar um þetta á jákvæðan hátt) eru sokkar mjög duglegir að hverfa t.d. í þvottavélinni og svona, og þegar maður situr uppi með einstæðan sokk- er þá ekki einsgott að nota hann bara í eitthvað skemmtilegt?

Svo getur maður valið bara þunnan sokk eða þykkan sokk- allt eftir því hvernig maður vill að snúðurinn verði!

Fyrst: Finndu sokk (helst hreinann þú veist) og klipptu tásurnar af honum:Næst: Rúllaðu sokknum upp í kleinuhring:NæstNæst: Smelltu kleinuhringnum á fyrirframtilbúið tagl (hvort sem það er allt hárið, eða hluti af því):NæstNæstNæst: Vefðu hárinu utan um og festu með ömmuspennum (best að snúa því svona utanum):Og þá endar þetta einhvernveginn svona:


Að lokum!
Takk æðislega fyrir komuna allir nýjir gestir- fékk ótrúlega góð viðbrögð við facebook like-síðunni sem ég gerði fyrir Glimmer&Gleði í nótt.
Nú er mögulegt fyrir þá sem ekki eru vinir mínir á facebook að sjá um leið og ég set inn nýjar færslu með því að like-a www.facebook.com/glimmeroggledi  :)

Og takk bara allir sem koma og kíkja hingað- þið eruð ótrúlega mörg og ég er alsæl!


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest1 ummæli :

  1. Snilld, snilld, snilld! Ég fatta einmitt aldrei að kaupa mér svona græju þannig að ég ætla beint í það að klippa tásurnar af stökum sokk og prófa þetta!:) P.s. Þú ert ótrúlega sæt!
    Kv. Jónína

    SvaraEyða