Skref fyrir skref: Golden Bronze!

Það er könnun í gangi á facebook síðu Glimmer&Gleði þessa stundina- en þar er ég að spá hvernig þið viljið helst að ég útskýri hin ýmsu lúkk. Í augnablikinu eru flestir sammála um að ég eigi að taka upp vídjó og tala inn á það til að útskýra allt nánar. Í sannleika sagt er það líklega effektívast ef ykkur langar að læra eitthvað nýtt, eða endurgera lúkkin sem ég geri því þar get ég útskýrt mjög vel hvað ég er að gera og afhverju.
Samt einhverjir sem vilja skref fyrir skref myndir- þannig ég er að hugsa um að gera þetta bara í bland.
Núna ætla ég allavega að vera með skref fyrir skref myndir, því einhver bað mig um að sýna hvernig ég gerði makeup-ið á vinkonu minni í "föstudags makeup blogginu" hér rétt fyrir neðan.Vona að þetta skiljist- og takið eftir að þetta kemur allt öðruvísi út á mér en henni því við erum með svo ólík augnlag, augnlok og augu yfir höfuð :)Ég byrjaði á sjálfsögðu að setja primer yfir allt augnlok- ég notaði augnskuggaprimer frá e.l.f.  1. Eins og sést hér vinstramegin á myndinni byrjaði ég á að taka dökkbrúnan lit (vel dekkri en húðliturinn minn) og blanda honum í glóbuslínuna og vel upp í átt að augabrún. Allt í lagi þó hann blandis aðeins niður á augnlokið- en þess þarf ekki. 2. Því næst tók ég enn dekkri brúnan með gylltri/bronze shimmer áferð og þjappaði því á ysta þriðjung augnloksins og í glóbuslínu. Enn og aftur, allt í góðu þó það fari aðeins niður á augnlokið- en ekki þekja það.


 3. Næst tók ég fluffy blöndunarbursta og blandaði þessum dökkbrúna shimmerlit upp á við og út á við svo að það yrðu engar harðar línur og litirnir "fade-i" út. (Þið sjáið muninn á mynd 2 og 3, fyrir og eftir blöndun).


 4. Í þessu skrefi tók ég gylltan augnskugga (half baked úr Naked palette-hægt að nota hvað sem er) og setti hann yfir all augnlokið (með fingrunum, þá sést hann extra vel) svo tók ég fluffy blöndunar-burstann aftur og blandaði þessum gyllta bæði upp og út (mjög lauslega) svo að það kæmi svona örlítill gylltur glans á dekkri augnskuggana líka.


 5. Næst tók ég mjög ljósan shimmer lit (getur verið hvernig sem er, en minn er með bleikum tónum) og notaði sem highlight í innri augnkróka. Blanda aðeins inn í átt að gullinu svo það séu engin skýr mörk á milli litanna.

6. Í sjötta skrefinu tók ég blöndu af dökku litunum tveimur og settu á ysta þriðjung neðri augnháralínunnar (og tengdi við efri partinn af lúkkinu). Þetta lokar lúkkinu og gerir það meira smokey. Ég tók svo gyllta litinn og setti í miðjuna á neðri augnháralínu. S.s. ljósasti liturinn fer á nánast sama stað uppi og niðri, gyllti fer á nánast sama stað uppi og niðri og svo fer dekksti á nánast sama stað uppi og niðri- ef þið skiljið hvað ég á við :)


7. Í þessu skrefi tók ég mjög ljósan kremhvítan og alveg mattan augnskugga á fluffy augnskuggabursta og setti hann beint undir augabrúnirnar og blandaði honum aðeins lauslega niður í dökkbrúna litinn. Þetta sést ekkert- en gegnir því hlutverki að blanda dökkbrúna litinn svo hann fade-i vel út (enn og aftur að útiloka allar harðar línur).


 8. Næst er það eyeliner að eigin vild- mér finnst flottast að hafa væng- svo ég skellti í svoleiðis og setti svo líka eyeliner á efri og neðri vatnslínu.


 9. Seinasta skrefið er svo að skella á sig eins mikið af maskara og maður getur (og helst gerviaugnhárum) og taka svo helling af myndum ;)Smellið á like ef þið haldið að þetta útskýri eitthvað fyrir ykkur! :)
Ég vona að þetta blogg hafi hjálpað eitthvað- veit ekki hvort ég get túlkað þetta eitthvað betur í myndum en ef þið eruð með betri hugmyndir þá endilega verið ófeimin við að láta mig vita. Maður getur alltaf bætt sig!

Það er klárt mál að mér stekkur aldrei bros! haha hvað er að-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

2 ummæli :

  1. Þetta kom frábærlega út ! Gott fyrir svona förðunarplebba :)

    kv. Hildur

    SvaraEyða