OPI Skyfall!

Betra seint en aldrei kæru vinir!

1. október kom út ný hátíðar/vetrar lína frá O.P.I. sem er inspíreruð af komu nýjustu James Bond myndarinnar Skyfall.
Línan inniheldur 12 gullfallega liti og svo eina rándýra týpu af yfirlakki. Ég er aðeins of spennt fyrir þessum litum (en hef bara alls ekki efni á því!)

Þarna gefur að líta fegurðina. Það eru nokkur sem eru mjög ofarlega á óskalistanum mínum þarna, þó mér finnist þau nú öll eiginlega bara geggjuð að þá eru þetta svona helstu; Golden Eye, Casino Royal, You Only Live Twice, Tomorrow Never Dies, The Living Daylights og The World Is Not Enough. 

Ég fæ nettan jólafýling við að skoða þessi naglalökk. 
En þetta er ekki allt! Með þessari Skyfall línu fylgir Limited Edition yfirlakk sem inniheldur 18 karata gullflögur. Lakkið heitir The Man With The Golden Gun og kostar hvorki meira né minna en tæpar 6.000 kr.-! Jújú eflaust gaman að eiga það í safninu sínu ef maður er naglalakkáhugamanneskja, afskaplega falleg og einstök gullin flaska og allt!- En ég færi seint að eyða 6.000 krónum í yfirlakk- hvað finnst ykkur? 

Fékk að stela mynd frá kynsystir minni á Google.
Í fljótu bragði minnir þetta yfirlakk hættulega mikið á cracked naglalökkin- sem hafa gengið sitt skeið að mínu mati, allavega í bili en þau koma alltaf aftur, það getum við verið 100% viss um ;) En hvað varðar þetta gull yfirlakk er ég ekki alveg að falla í stafi. Auðvitað smekksatriði þegar öllu er á botnin hvolft en ef þú ætlar að borga 6.000 krónur fyrir yfirlakk ætti það að hafa smá wow-factor. (Þó ég reikni með að flestir séu að kaupa þetta bara sem collectors item). 


Ég ætla ekki að fullyrða neitt, en eftir því sem ég best veit er þessi lína ekki komin í sölu á Íslandi (eeeendilega leiðréttið mig ef ég er að bulla).
En hvort sem hún er komin eða ekki að þá hlýtur hún að fara að detta inn fyrir jólin!
Það segir ekkert HALLÓ JÓLIN ERU KOMIN! eins og fullar búðir af nýjum O.P.I. lökkum!

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest
2 ummæli :

  1. Línan er allavegana komin í Hagkaup í Skeifunni, var að fjárfesta í Golden Eye. Get ekki beðið eftir að prufa :)

    -Hildur

    SvaraEyða