Nýtt í safninu!

Keypti mér smá Rimmel goodies um daginn þegar Rimmel var á afslætti á asos.com (elska asos, panta mjög reglulega föt þaðan og þeir senda frítt til íslands).
Og svo var ég dregin út í leik Maybelline á facebook og fékk mér til mikillar gleði sendar nokkrar vörur frá þeim :)
Svo er eitthvað smá auka sem mig vantaði, en ég ætlaði bara að sýna ykkur ef þið hefðuð áhuga.


Frá Rimmel:
>2x Stay Matte pressed powder- finishing púður svo maður haldist mattur í gegnum daginn og svo    farðinn haldis sem lengst á manni. Get ekki sagt neitt annað en að ég sé himinlifandi með þetta púður! Mjög ódýrt og óóótrúlega gott- lítur vel út á húðinni minni og mér sýnist það muni endast ansi lengi miðað við önnur púður sem ég hef verið að nota.
> Rimmel Match Perfection Illuminating concealer- baugahyljari sem er með svona "brightening" eiginleikum, svo hann birtir yfir augnsvæðinu og highlight-ar það á sama tíma og hann hylur. Kemur ótrúlega vel út sem highlighter á andlitinu, þó ég myndi persónulega nota einhvern aðeins meira þekjandi baugafelara undir ef maður vill hylja baugana algjörlega (ef maður er með mjög dökka bauga það er að segja). Annars hæstánægð með þennan- vantaði eitthvað svona sem birtir almennilega yfir!

Frá Maybelline:
> Falsies Feather maskarinn- uppáhaldsmaskarinn minn seinustu mánuði hefur verið Falsies maskarinn sem kom á undan þessum (sem er ekki feather) svo ég var megaspennt yfir þessum (sérstaklega því ég vaaar að klára hinn). Er bara búin að prófa hann einu sinni og hann er hinn fínasti- ekki næstum eins mikið volume og upprunalegi Falsies maskarinn- en það er svosem lítið hægt að segja þegar ég hef bara prófað hann einu sinni, venjulega bíð ég eftir að maskarar þorni aðeins svo ég sé sátt með þá.
Þessi maskari lætur mig hins vegar líta út fyrir að vera með heelling af augnhárum! Hann skilur þau svo vel í sundur.
> Master Precise eyelinerinn- nánast eins og tússpenni, með mjög mjóum og löngum broddi, örugglega fullkomið til að gera vængjaðan eyeliner- á eftir að prófa hann en hlakka til. Prófaði hann á hendinni á mér og hann hreyfist ekki þegar hann þornar, algjörlega fastur- sem er snilld, þýðir að hann ætti að endast vel á djamminu og svona ;)
> Maybelline eyeshadow quads í Taupe Smoke og Charcoal Smoke- Ótrúlega sætar fjórlita augnskugga palettur með skref fyrir skref leiðbeiningum um hvernig á að ná flottu smokey lúkki. Ótrúlega sætir og haustlegir liti, hlakka til að leika mér með þær. Mjúkir og góðir skuggar.

Rest:
> Johnsons Baby Shampoo- til að þvo förðunar burstana mína.
> Nivea Aqua Sensation rakakrem- lifi ekki einn dag án rakakrems, það er bara þannig!


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli