Nýtt í safninu (afmælis)

Það er svo gaman að eiga afmæli!
Sérstaklega þegar maður fær pening og getur keypt það sem manni langar í heeeh!

Ansi margt af óskalistanum farið að skríða í fang mitt- gjörið svo vel- ef þið viljið sjá!
(Ástæðan fyrir því að ég geri þessi blogg er að mér sjálfri finnst gaman að skoða svona hjá öðrum, til að sjá hvað fólk er mest að kaupa og afhverju það er að kaupa hlutina- mér finnst það hjálplegt.)


1--> Wonderstruck ilmvatnið frá Taylor Swift- mjög vinsælt ilmvatn síðustu mánuði og þar sem ég hef skyndilega þróað með mér gífurlegan áhuga á ilmvatns-söfnun varð ég að eignast þetta! (Fékk einmitt Fame ilmvatnið frá Lady Gaga í afmælisgjöf frá ma&pa svo það er á leiðinni líka) En já Wonderstruck er unaðs-ilmur og svo finnst mér flaskan svo ótrúlega falleg (ekki leiðinlegt að geta stillt upp fögrum ilmvatnsflöskum á baðherberginu)- en já, ég á eiginlega engin ilmvötn svo þetta var kærkomin viðbót og ég elska lyktina- smá viðbrigði frá body-spreyunum sem ég er vön að nota alltaf.

2-->Ben Nye Banana púðrið- þetta var á óskalistanum mínum!! Hef sagt það áður og segi það enn ég er algjör bandwagoner þegar kemur að trendum og núna eru allir að missa sig yfir þessu púðri eftir að makeup artistinn sem málar Kim Kardashian (Mario Dedivanovic) sagðist nota það yfir baugahyljarann hjá henni. Þegar ég keypti púðrið var það low in stock worldwide- og uppsellt á mörgum stöðum en ég fann sem betur fer síðu sem átti slatta eftir. Ég hef ekki ennþá prófað það (var að fá það) en ég skal update-a ykkur um hvað mér finnst!

3--> Rimmel lasting finish varalitur í litnum Sugar Plum- varalitur í dekkri kantinu með plómu undirtóna, tilvalin í hausttrendið sem eru dökkar varir!

4--> Rimmel match perfection illuminating baugahyljari sem hylur og birtir yfir- sama og í seinasta svona bloggi, ákvað að kaupa mér backup því ég ELSKA hinn! Verð að sýna ykkur fyrir/eftir myndir af þessu á andlitinu á mér.

5--> Sárvantaði plokkara þannig ég keypti bara eitthvað sett frá mister mascara- það fylgdi annar miniplokkari með sem er fínt að stinga í veskið :) So far so good!

6-->Maybelline color tatto í litnum On and on bronze! Veit ekki hversu lengi ég hef beðið eftir að koma höndunum yfir color tattúin frá maybelline- kremaugnskuggar sem er annaðhvort hægt að nota eina og sér eða sem grunn undir aðra augnskugga. Er búin að vera að prófa þá á hendinni á mér, í bland við hina og þessa augnskugga og er sjúklega spennt að nota þá! Eru að koma virkilega vel út :)

7--> Maybelline color tatto í litnum Eternal Gold.

8--> Maybelline dream lumi touch hyljari og highlighter til að setja undir augun- þessi vara er notuð til að hylja og aðallega birta yfir undirauga-svæðinu, hylja bauga og fínar línur og láta mann líta út fyrir að vera sjúklega vel sofinn haha! Gegnir semsagt sama hlutverki og vara frá Yves Saint Laurent sem heitir Touche Éclat en sú vara hefur unnið til verðlauna og er mikið notuð af virtustu förðunarmeisturum heims. Nema hvað- orðið á götunni er að þessi penni frá Maybelline sé að gera það nákvæmlega sama og Touche Éclat og sé jafnvel betri!?! Uhh... allt í lagi að prófa allavega því hann er margfallt ódýrari en penninn frá YSL!

9--> Maybelline Illegal lengths fibre maskarinn- þessi hefur fengið ansi mikið umtal um að lengja og vera frábær. Ég er eins og fyrr sagði alltaf til í að prófa allt sem er hype og svo er ég með eitthvað maskara fetish, get endalaust fjárfest í nýjum maskörum. Á eftir að prófa þennan, en ég hef á tilfinningunni að hann verði let down- eins og svo margt sem ég ákveð að skella mér á sökum vinsælda í youtube heiminum...hahah læt ykkur vita

Er að spá í að sýna ykkur hvernig ég skyggi og highlighta á mér andlitið og sýna ykkur þá hvernig ég nota vörur eins og rimmel match perfection hyljarann, maybelline lumi touch... já og bananapúðrið umtalaða!
Keep your eyes peeled!

Takk allir sem eru farnir að vera duglegir að kommenta og like-a! Elska að fá komment- gerir alla vinnuna sem fer í að halda úti svona bloggi margfalt þess virði! :)

Endilega kíkið á Glimmer&Gleði á facebook! Smá könnun í gangi þar líka (sem allir eru eitthvað rosa feimnir að svara.... hún fjallar samt ekki um kynsjúkdóma eða neitt slíkt sko)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

11 ummæli :

 1. Ég elska elska þennan maskara, hentar mér ekkert smá vel. Mögulega sá besti sem ég hef prófað.

  SvaraEyða
 2. Eru colour tattoo komnir til Ísl? Keypti nokkra í Florida og þeir eru æði.. sérstaklega góðir sem eyeliner :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Vá ég hef aldrei heyrt um að nota þá sem eyeliner! Þvílík snilld- verð að prófa það!
   Og já þeir eiga að vera til í Hagkaup fyrir sunnan :)

   Eyða
  2. Túrkislitaði og grænu eru sérstaklega fallegir sem þykk eyelinerlína og örþunn svört með :)

   Eyða
  3. Oh nú sé ég eftir að hafa ekki keypt neina skæra liti! Þessi turkis er svo ótrúlega flottur!

   Eyða
 3. Hvar færðu svona Rimmel match perfection illuminating, er búin að leita allsstaðar !!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég hef bæði verið að kaupa það á asos.com og feelunique.com :)
   Báðar síður senda frítt til Íslands og eru með frábæra þjónustu!

   Eyða
 4. thanks for sharing.

  SvaraEyða