Neglur dagsins 21.10.12

Ég er algjör dundari- þetta dundaði ég mér við á Laugardagskvöldið- á meðan jarðskjálftahrinurnar dundu á Akureyri! Ótrúlega mikið fjör!
Svartur grunnur, multicolor gyllt glimmer á allar neglur nema á miðju neglurnar (löngutöng beggja handa) þar er silfrað multicolor glimmer (og stærri þríhyrningar).
Þríhyrningana myndaði ég bara með límbandi (passa að undirlakkið sé 100% þurrt) og svo setti ég svart naglalakk upp í þríhyrninginn og helti svo glimmeri úr dollu yfir. Endaði svo að sjálfsögðu á glæru yfirlakki til að festa allt saman.

Ég fýla þessar neglur!
-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest6 ummæli :

 1. Þær eru mega flottar! Ég er búin að vera svo löt í naglahirðu upp á síðkastið, mér þykir þú dugleg! Þarf að fara að skella í eitthvað svona flott :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha já þetta dettur alltaf niður hjá mér inn á milli- en svo dett ég í eitthvað stuð. Líka bara svo þægilegt ef maður er að horfa á mynd eða eitthvað, þá getur maður bara dundað sér í rólegheitunum :)

   Eyða
 2. Ég pantaði mér Lioele BB kremið eftir að hafa lesið um það hér. Er ekkert smá ánægð með það!

  SvaraEyða
  Svör
  1. En frábært að heyra! :)
   Hvernig seturðu það á? Með bursta eða höndunum?
   Ég var að uppgötva það um daginn að ef ég þvæ mér um hendurnar upp úr heitu vatni, þurrka þær og nudda svo BB kreminu á milli fingranna á mér á meðan þeir eru enn heitir þá bráðnar það alveg fáránlega vel inn í húðina og áferðin verður ennþá fallegri en ef maður er með kaldar hendur! :)
   Bara svona ef þér finnst það einhverntíman ekki vera að blandast nógu vel inn í húðina eða vera nógu mjúkt :)
   Elska þetta krem!

   Eyða
 3. Ég set það bara með höndunum. Finnst einmitt best að setja það á beint eftir sturtu eftir að ég hef sett dagkrem. Set bara oggupons, tæplega pumpu. Það sést varla að ég sé með nokkuð í andlitinu en ég hef fengið að heyra umtalsvert oftar undanfarið að ég líti vel út og svona. ;) Ég set þetta alltaf á mig núna, jafnvel þó ég sé ekkert á leiðinni út! Bara skemmtilegra að vera með svona fína húð. :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já nákvæmlega sama hér! Fyrst ætlaði ég alltaf að vera að spara, en svo þarf maður svo lítið hvort sem er að þetta endist manni ótrúlega lengi :)
   Gaman að heyra að þú fýlir það!

   Eyða