Creepy Doll lúkk fyrir Halloween!

Sæl elskulegu!
Ákvað að nýta Sunnudaginn minn í að skella í eitt Halloween lúkk, bæði til insprera einhverja þarna úti sem vantar hugmyndir fyrir halloween og einnig mér til yndisauka!
Þetta var ótrúlega skemmtilegt- en um leið tók þetta mig allan daginn, þar sem ég var að spinna þetta af fingrum fram og það var ýmislegt sem þurfti að laga eða endurgera eða breyta o.s.frv.!
Nokkuð sátt með þessa frumraun í Halloween förðun bara!

Og ekki örvænta! Ef ykkur langar að endurgera þetta lúkk, eða gera eitthvað svipað- því ég tók þetta allt upp á vídjó sem kemur inn á næstu dögum þegar ég er búin að klippa það til og gera fínt :)En hérna er útkoma- fylgist með næstu daga til að sjá hvernig maður nær þessu lúkki ;)
Þá er bara að halda áfram að æfa sig- var bara að prófa einhverjar frumlega tilraunir til að fela augabrúnirnar og búa til sár og svona... ekkert fullkomið en þetta er sammt skemmtilegt og einstaklega creepy í myrkri! 

CREEP

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest


6 ummæli :

 1. Hahaha ojj! Vá hvað þetta er mikil snilld hjá þér, þú ert svo með þetta! :)
  Kv. Jónína

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk elskan! :*
   Kann ótrúlega vel að meta stuðningskommentin þín! Takk Takk Takk! :D

   Eyða
 2. Hæhæ - langaði að vita hvar þú ert að panta BB cream ið hjá Lioele Triple ? býst sterklega við því að þú sért að panta það af netinu :) - er þetta lengi að koma til landsins og ertu að borga mikinn toll ?

  bestu kveðjur
  edda

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég pantaði mitt á www.prettyandcute.com - þessi síða er með öll vinsælustu asísku BB kremin og allskonar fleira skemmtilegt.
   Hér er linkur á Triple the solution sem ég keypti mér: http://www.prettyandcute.com/Lioele-Triple-the-Solution-BB-Cream-SPF30-pa-p134.html

   Eins og sést þarna að þá kostar BB kremið sjálft ekki nema 3552 kr.-
   Sendingaarkostnaðurinn á síðunni til Íslands er 635 kr.-
   Ég er ekki alveg pottþétt á því hvað tollurinn var mikill en mig minnir að hann hafi verið um 1800 krónur og að í heildina hingað komið hafi ég borgað samtals 5500-6500 krónur.
   Vörurnar voru komnar mun fyrr en ég reiknaði með, held það hafi tekið um viku að koma til landsins (þeir segja 5-10 business days).

   Auðvitað svekk að sending og tollur kosti svipað og kremið sjálft- en ég hugsaði mér mér að þetta væri ódýrara en að kaupa meik á Íslandi- þar sem BB kremið mun í flestum tilvikum endast svolítið lengur. ( Allavega hjá mér) :)

   Takk fyrir að kíkja! :)

   Eyða
 3. Ásthildur frænka8. október 2012 kl. 16:52

  VÁ! Snillingur!

  SvaraEyða