Andlit dagsins 12.10.12

Ákvað að smella hér inn eins og einu andliti dagsins svona aðeins til að lífga upp á síðuna og koma í veg fyrir að creepy myndin hérna að neðan hræði fólk í burtu! ;) hahah

Ég ætlaði að taka skref fyrir skref myndir til að sýna ykkur hvað ég gerði- en ég var á hraðferð og svo notaði ég bara tvo augnskugga; einn á augnlokið og einn í allt hitt (blandað hátt upp og á neðri augnháralínu) svo að skref fyrir skref verður að fá að koma seinna :)
Á augun notaði ég:
- Augnprimer frá e.l.f.
- Ljósasta augnskuggann úr Taupe Smoke (fjórskugga palettunni frá maybelline) á allt augnlok
- Rauðbrúna augnskuggann (nr.3) úr Taupe Smoke (fjórskugga palettunni frá maybelline) í glóbuslínu og blandað upp og út á við- og á neðri augnháralínu.
- Maybelline master precise eyeliner
- l'Oréal intense liquid liner á efri vatnslínu
- Maskara primer frá e.l.f.- Telescopic maskarann frá l'Oréal og Maybelline falsies feather maskarann.


Á andlit notaði ég:
- Lioele Triple The Solution BB krem
- Rimmel perfect match illuminating concealer undir augu
- e.l.f. High Definition púður undir augu
- Rimmel Stay matte púður á restina af andliti (ELSKA ÞETTA PÚÐUR!)
- e.l.f. eyebrow kit á augabrúnir
- Beauty Rush varasalvi í Pink Sugar frá Victoria's Secret
- Delice de Poudre bronzer frá Bourjois til að skyggja og dekkja andlitið
- Kinnalit úr 10 kinnalita palettunni frá Coastal Scents

Að lokum vill ég minna á facebook síðu Glimmer&Gleði svo þið getið fylgst með þegar nýjar færslur koma inn og slíkt :) 

Og svo vill ég þakka viðtökurnar enn og aftur undanfarnar vikur! Þið eruð ótrúleg- og ég er ótrúlega þakklát fyrir hvern einn og einasta gest sem kíkir á síðuna mína og vonandi finna allir eitthvað skemmtilegt til að skoða :) Fylgist svo með á næstunni því ég pantaði nýlega vörur fyrir gjafaleik sem ég ætla að hafa hér á síðunni til að þakka ykkur almennilega fyrir ;) Svo það blogg kemur upp um leið og ég fær vörurnar í hendurnar! 

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

2 ummæli :

 1. Alltaf svo gaman að skoða bloggin þín :) Hef kannski ekki komið því á framfæri, en keep up the good work!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk æðislega! :)
   Finnst ótrúlega gaman að fá svona komment (og bara öll komment!) :)

   Eyða