Óskalisti (Makeup Cravings!)

Ég rakst á óskalistafærslu á blogginu hennar Andreu um daginn! (Mæli með síðunni hennar, hún er skemmtileg!) Ég er hrifin af óskalistum og ég mundi þá skyndilega að ég hef verið að punkta niður í símann minn, svona upp á síðkastið, allskonar hluti sem mig langar svooo mikið í!
Og ég ákvað að það væri kanski bara sniðugt að deila með ykkur því helsta sem mig þyrstir í úr snyrtivöruheiminum í dag.
Listinn er langur og ég verð að velja og hafna- en hér að neðan eru helstu hlutirnir! (okei já ég þurfti að skilja heeelling eftir svo þetta yrði ekki lengsta blogg mannkynssögunnar)
Það verður að koma fram líka að ég er algjör "hype-drusla" (excuse my language) og ég er alltaf æst í allt sem allir eru að tala um! (Hingað til hefur það alveg staðist skoðun svo það er í allt í lagi hoho)

Ben Nye Bananapúðrið- sem allir eru að nota til að setja baugahyljara í dag. Gult púður, svo svæðið í kringum augun verður ekki alveg hvítt (Heldur Kardashian gult- þetta púður er eitt af aðalatriðunum í ljósa undiraugna lookinu hjá Kim Kardashian)- birtir yfir án þess að vera draugalegt. Langar að prufa!


Bourjois Delice de Poudre súkkulaðibronzerinn-Ég er bronzer-aholic þessa dagana! Þessi hefur fengið gríðarlega góða dóma og er vinsæll meðal bjútýbloggara, hann lítur út eins og súkkulaði OG LYKTAR eins og súkkulaði.. uu ha? Leymméraðprófa, súkkulaði contour hér kem ég!

Maybelline 24 hour color tattoos- kremaugnskuggar/augnskuggagrunnar, væri gaman að eiga nokkra fallega liti til að láta augnskuggana sem maður er vanur að nota "poppa" enn meira! Hafa fengið mikla athygli svo ég er alveg til í að láta á þá reyna. Afhverju eru þeir ekki komnir til Íslands? :( (eða hef ég rangt fyrir mér? Allavega ekki komnir á Akureyri) Plís segið mér að þeir séu hér einhversstaðar!

Mary Lou Manizer luminizer frá theBalm- highlighter fyrir andlitið sem hefur fengið slatta af umfjöllun fyrir að gefa andlitum gordjöss glow og mig bráðvantar andlits-highlighter og held að þessi sé barasta efst á óskalistanum! Krúttlegar umbúðir líka- svoltið hrifin af theBalm vörum uppá síðkastið.

Rimmel Lash Accelerator maskari- uppáhalds maskarinn minn í lífinu! Minn er búinn svo þessi er efst á maskaraóskalistanum núna, en eftir því sem ég best veit fæst hann ekki á Íslandi (shocker). Þarf að fara að útvega mér einn slíkan. 

Too Faced Better Than False Lashes maskari- Ajj bara því ég er maskarasjúklingur þá langar mig svo að prufa! Fyrst setur maður svarta maskarann, svo hvíta nylon/trefja rykið (eða hvað sem þetta er) sem á að setjast framan á augnhárin og gera þau massíft löng, og svo setur maður meiri svartan maskara yfir! Er rosa forvitin um hvernig þetta kæmi út á mínum stuttu augnhárum.

Macadamia Natural Oil Deep Repair Mask- Er búin að vera sjúk í hárumhirðu seinustu mánuði (enda hefur hárið á mér vaxið meira á þessu ári en svona seinustu 5 árin þar á undan! hahah) og meðal annars finnst mér snilld að nota hármaska, ég nota venjulega einhverja ódýra bara- en væri til í svona real deal vöru. Ég á Healing hárolíu frá þessu merki sem er sko búin að gera kraftaverk á mínu hári! Svo mig langar að prófa maskann frá þeim (svo er hann líka mega hype-aður- sem þýðir að ég þrái hann).

Benefit Erase Paste- Extra vel þekjandi hyljari- fyrir þessa daga þar sem andlitið á manni ákveður að vera með móral. Hef heyrt svo góða hluti af þessum hyljara- og ég á engann hyljara sem virkilega stendur sig eins og hetja á ögurstundu, þessvegna langar mig að prófa þennan. 

Hahahahah einum of fyndið- þessi mynd flæktist með í sama folder og óskalistamyndirnar voru í og þar af leiðandi uploadaði ég henni óvart á bloggið með hinum myndunum! Finnst hún of góð til að taka hana út- en PSY er ekki á óskalistanum mínum. 

Hoola bronzer frá benefit- Þar sem ég er sjúk í að skyggja á mér andlitið (enda má ég rosa mikið við því) þá langar mig í Hoola bronzerinn, er alltaf að sjá einhverja nota hann sem contour púður á youtube- og hann virðist náttúrulegur og ekki of appelsínugulur. Svo ég er game!

Rimmel Match Perfection Illuminating Concealer- Baugafelari sem birtir yfir augnsvæðinu (Kardashian style) og hjálpar þreyttum námsmönnum að virðast líflegri! Ég verð að fara að hætta að tala um Kardashian highlighting aðferðirnar. Annað hvort er ég að segja að þær séu of mikið, eða að ég vilji vörur sem hjálpa mér að ná svipuðu lúkki. Held að innst inni þrái ég bara of heitt að vera Kim Kardashian.

Inglot Custom paletta- Mig langar svo að eignast Inglot augnskugga- það er hægt að sérsmíða sína eigin palettu á síðunni þeirra og það verður með því fyrsta sem ég geri þegar ég tími! Augnskuggarnir eru víst bara fáránlega mjúkir og góðir- alveg hágæða og svo fær maður svo mikið fyrir lítinn pening (miðað við gæði). Verð að eignast!

Lorac Pro Palette- Oh Lordy! Líklega væntanlegur gallharður keppinautur Naked palettunnar frá Urban Decay. Fleiri skuggar, fjölbreyttara litaval og víst geggjuð gæði. Sé fyrir mér að þetta sé að fara að verða mega hype á næstu mánuðum! Fyrr enn varir verða allir komnir um borð í Lorac skipið- og það væri ekki slæmt að vera þar á meðal!

Nude Tude palettan frá theBalm- maður á aldrei of mikið af Nude palettum! Það er bara þannig! Mér finnst þessi svo krúttleg og ég elska nöfnin á snyrtivörunum frá theBalm. Margir flottir og víst flestir góðir augnskuggar sem væri ekki leiðinlegt að eiga í safninu. 

Paris Hilton ilmvatnið!- Fékk svona ilmvatn í afmælisgjöf fyrir að verða 6-7 árum! Og þetta var laaang mesta uppáhaldið mitt í langan tíma- það er því skemmst frá því að segja að það er ekki dropi eftir í flöskunni og ég hef leitað af þessu ilmvatni um víðan völl en aldrei fundið það aftur. Þar til um daginn! Ég sá það á einni af uppáhalds netverslunar síðunum mínum og hef tekið gleði mína á ný, þetta fer pottþétt í körfuna næsta þegar veskið leyfir! 

Real Techniques burstarnir- Í draumaheimi myndi ég náttúrulega kaupa mér alla burstana frá þeim, en mig langar allramest í stóra púður burstann, kinnalitaburstann, hyljaraburstann og meikburstann. Þessir burstar hafa verið að fá ótrúlega góða dóma, eru fallegir og svo eru þeir líka á ýkt góðu verði! Langar sjúklega mikið í nokkra svona í burstasafnið.

Rimmel Stay Matte Pressed Powder glært púður- Maður þarf alltaf að eiga púður til að "loka" farðanum áður en maður skýst út í daginn, bæði svo farðinn haldist lengur og maður sé ekki háglansandi. HD púðrið mitt frá e.l.f. er aaalveg að klárast- og mig langar að prufa eitthvað nýtt, Rimmel stay matte púðrin hafa fengið mikla umfjöllun og því væri forvitnilegt að vita hvort það er í alvöru eins frábært og allir segja. 

Time Balm hyljari frá theBalm- Hyljari í svipuðum dúr og Erase Paste hyljarinn frá Benefit hérna ofar. Hefur fengið svona lala dóma- nokkuð góða og svo einhverja ekkert spes inn á milli. Ætli það fari ekki eftir fólki. Mig langar allavega að prófa- og mér finnst Time Balm ótrúlega krúttlegt nafn á hyljara. Virðist vera eitthvað hyljarasjúk þessa dagana. 

Að lokum! Viva La Juicy ilmvatnið frá Juicy Couture- fékk prufu af þessu ilmvatni þegar ég var úti í New York og nammi namm! Ótrúlega frískleg og góð lykt, langar rosa í full size þar sem prufan var ekki lengi að hverfa!-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

2 ummæli :

 1. Maybelline skuggarnir voru að koma til landsins sá ég á facebook síðunni hjá Maybelline - Reykjavík þannig að það ætti þá ekki að vera langt í að þeir komi norður :)

  En ótrúlega skemmtilegt bloggið þitt alltaf, kíki inná reglulega til að athuga hvort það sé komið eitthvað nýtt :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Jess er það! Einsgott að fara að safna! haha :)

   Og takk kærlega fyrir! Alltaf gaman að fá svona komment :)

   Eyða