Litagleði!

Fannst tímabært að taka upp 120 lita palettuna mína frá BH Cosmetics í morgun þegar ég var að mála mig, enda ótrúlega mikið úrval af sjúklega flottum og góðum augnskuggum!
Ég sá að tvær línur af litum voru nánast ósnertar, dökkgrænu litirnir og möttu bláu/lavender litirnir svo ég ákvað að prófa að leika mér eitthvað með þá. (Var samt að fatta á meðan ég skrifa þetta blogg, að seinasta "litagleði" lúkkið mitt var með nánast sömu litum hahah! Var greinilega sofandi þegar ég málaði mig þá, enda gerði ég það um miðja nótt).

Var því miður ekki með neina aðra myndavél en símann minn og þessvegna (eins og venjulega) eru litirnir ekki næstum eins fallegir eins og þeir eru í raunveruleikanum. Og efsti blöndunarliturinn (fyrir ofan glóbuslínu) sést ekki einu sinni á þessum myndum. En það verður að hafa það! Samt skemmtilegt lúkk :)Ég notaði:
- e.l.f. eyeshadow primer (frá augnhárum upp að augabrúnum)
- Jumbo Eye Pencil í Milk (Hvítur grunnur, yfir allt augnlok upp að glóbuslínu.
- Mattur lavenderblár yfir mitt augnlok. (120 color palette)
- Mattur ljósblár í innri augnkróka ( 120 color palette)
- Mattur dekkri blár á ysta hluta augnloks (120 color palette) (einnig á neðri augnháralínu)
- Dökk grænn mattur beint í glóbuslínu og blandað út á við með ljósari möttum grænum. (120 color palette) (einnig yst á neðri augnháralínu)
- Smá mattur hvítur undir augabrúnir sem highlight- rétt til að birta yfir (sést lítið á myndum) (120 color palette)
- e.l.f. liquid liner á efri augnháralínu og út í væng.
- l'Oréal intense liquid liner blýantur á efri vatnslínu
- Jumbo Eye Pencil í milk á neðri vatnslínu.
- e.l.f. mascara primer
- Maybelline Falsies maskari

Upp með litina stelpur! (Ein aðeins of sein í sumarfýlingnum)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli