J.Lo inspíreraðar varir og áramótaupphitun!

Okei, ekki eru allir eins- en þegar maður hefur svona mikla unun af meiköppi eins og ég, er ekki óeðlilegt að maður fari að ákveða farðanir langt fram í tímann eða að prufa hitt og þetta, með einhvern ákveðinn atburð í huga- jafnvel þó það sé langt langt langt í hann.

Ég segji það satt að ég var liggur við farin að pæla í áramótaförðun fyrir næstu áramót á nýársdag. Makeup never leaves my mind- það er alveg á hreinu!

Svo sá ég nýlegt video með Jennifer Lopez og Flo Rida- Goin' in en í myndbandi sportar ofurskvísan J. Lo þessum líka megatöff "Bling-vörum". Hennar eru að vísu nokkrum númerum meira töff en mínar, en úr þessu myndbandi fékk ég hugmyndina.
Ekki það að ég muni nokkurntíman sporta þessum vörum á djamminu, hvort sem það er um áramót eða ekki- einfaldlega vegna þess maður getur ekkert mikið tjáð sig með fullan munn af "demöntum".

Svo langaði mig að leika aðeins með glimmerið mitt- því maður notar glimmer svo sjaldan, og ég hugsaði með mér að það væri tilvalið að reyna að fá hugmyndir fyrir áramótin- þetta er allavega hugmynd- þó ég sé hrædd um að ég reyni eitthvað drastískara á sjálfum áramótunum. (Mínus varirnar auðvitað).


Ég notaði:
- e.l.f. primer yfir allt augnlok og upp að brúnum.
- Jumbo eye pencil í Cottage Cheese yfir allt augnlok
- Verve úr Naked2 í innri augnkróka (hvítur/silfraður)
- Tease úr Naked2 í Glóbuslínu og blandað út á við (Fjólugrár/Taupe litur)
- Busted úr Naked2 í Glóbuslínu og blandað út á við til að dekkja og gera meira smokey (dökk fjálublár)
- Blautur glimmer eyeliner frá Golden Rose yfir allt augnlok (í staðinn fyrir glimmerlím)
- Gyllt multicolour glimmer frá ARboutique yfir allt augnlok.
- e.l.f. liquid liner á efri augnháralínu og út í væng.
- L'oréal intense liquid liner blýantur á efri og neðri vatnslínu.
- Maybelline Falsies maskara.
- Random gerviaugnhár frá ARboutique með demöntum.
- Demantarnir á vörum og við augu eru af Hello Kitty símahulstri sem ég pantaði á ebay- þeir voru alltaf að detta af, svo ég tók þá bara alla og sett í box til að nota í förðun :)-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

6 ummæli :

 1. Með hverju festirðu steinana á varirnar?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já, mig svona grunaði það :) Þurrkaði það ekkert varirnar eða var óþægilegt að taka af?

   Eyða
  2. Nei- rann eiginlega bara af og svo bleytti ég bara þvottapoka í vatni og renndi yfir varirnar og svo vaselín eftirá og þær voru fínar! :)
   Mig klæjaði reyndar smá þegar ég var að setja fyrstu steinana á varirnar, en það hætti svo alveg.

   Eyða
  3. Ok, ég er svo mikið að fara að prófa þetta með rauðum steinum! Klárlega komin með áramótavarirnar!

   Eyða
  4. Lýst vel á þig! Væri ekki verra að fá svo að sjá :D

   Eyða