Gull-augu dagsins 12.09.12

Betra seint en aldrei!Andlit eða augu dagsins 12 sept. Eitthvað sem mér finnst aldrei klikka eru gyllt augnlok og brún skyggð glóbuslína.
Það er svo ótrúlega einfalt, ef maður er á hraðferð en langar að vera með sæta augnmálningu- að skella smá gylltum augnskugga yfir allt augnlokið og blanda svo ljósbrúnum og dökkbrúnum í glóbuslínuna til að gera lúkkið aðeins dýpra og meira edgy.
Venjulega, þegar ég nota aðra augnskugga á augnlokið (sérstaklega ljósa) að þá nota ég nokkrar týpur af ljósum skugga, til að fá svona sérstakt effect (bjartari miðju eða bjartari innri augnkróka o.s.frv.) því það gefur lúkkinu alltaf aðeins meira líf. En þegar maður er með gylltan augnskugga þarf bara ekkert annað! Þessvegna elska ég þetta lúkk, ótrúlega fljótlegt, einfalt og samt aðeins "meira" en everyday augnmálningin manns.
Enn og aftur er ég myndavélalaus- svo símamyndavélin þurfti að duga- vona að það valdi ekki of miklu vonbrigðum fyrir ykkur, lesendur kærir.


Að lokum langar mig að þakka ykkur sem komið og heimsækið bloggið mitt!
Er ótrúlega þakklát fyrir þann fjölda sem kíkir hingað inn daglega og á eiginlega bágt með að trúa því að svo margir hafi áhuga á að fylgjast með mér :)
Þið megið endilega vera duglegri að smella á like ef ykkur líkar við færslurnar, svo ég sjái hvað er vinsælast eða hvort þið fýlið yfir höfuð það sem ég er að gera á þessu bloggi.
Ef ykkur lýst svo ekki á megið þið líka endilega kommenta á færslurnar og láta mig vita hvað mætti betur fara- ég blogga að sjálfsögðu mér til yndisauka en einnig með þá von í brjósti um að einhver ykkar fái einhverjar góðar hugmyndir eða upplýsingar í gegnum síðuna og því er frábært, ef þið hafið einhverjar skoðanir á gangi mála, ef þið látið mig vita :)
Það gleður mig líka svo óendanlega mikið að fá komment frá hinum og þessum lesendum, hvort sem það eru spurningar eða bara litlar kveðjur- ótrúlega gaman og mótíverar mig í að vera duglegri að blogga! :)


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

6 ummæli :

 1. En hvað þú ert sæt á þessum myndum elskan! Er að fíla ljósu lokkana þína :) Og svona gyllt lúkk er rosa flott, kannski ég setji metnaðinn aðeins hærra og skelli í svona næst þegar ég vil vera fín :)
  Sakna þín beibí!
  Kveðja, Jónína

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk gullið mitt! Sakna þín líka :*
   Þú átt inni hjá mér eins og eitt förðunarsession, svona með tilliti til þess að þú leiðbeindir mér þegar ég setti á mig augnskugga í fyrsta skipti! :)

   Eyða
 2. Hæhæ mér finnst svakalega gaman að skoða bloggin þín en stundum finnst mér smá vanta að þú gerir svona útskýringar hvernig þú gerðir :)

  kv. ein sem kann ekki að mála sig

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir! :)
   Heldurðu að það yrði hjálplegra ef ég myndi setja inn myndir, skref fyrir skref af því sem ég geri? :)
   Takk fyrir feedbackið!

   Eyða
  2. Já skref fyrir skref væri frábært ! Það er alltaf lang auðveldast að skilja það :)

   Takk kærlega fyrir að taka svona vel í þetta !

   Eyða
  3. Frábært! Ánægð með að fá hugmyndir- alltaf hægt að bæta sig :D

   Eyða