Brúnt Smokey!

Ég afsaka mikið af einföldum færslum upp á síkastið, allt komið á fullt í skólanum og svolítið erfitt að gefa sér tíma í stærri blogginn þar sem þau taka venjulega mikinn undirbúning og tíma í býgerð :)
En mér dettur í huga að það sé skárra að setja eitthvað hér inn annað slagið í stað þess að láta langan tíma líða á milli.
En hér gefur allavega að líta brúnt/gyllt smokey lúkk sem ég dundaði mér við um daginn- ég er aðeins að reyna að setja mig inn í þetta "smokey" dæmi. Ég er óhrædd að nota allskonar liti og allskonar svoleiðis flipp, en ég hef ekki verið mjög dugleg að æfa mig að gera smokey eða að sporta því- einfaldlega vegna þess að mér finnst það ekki fara mér, finnst alltaf eins og ég sé með einhversskonar grímu yfir augunum haha!
En það klikkar ekki að þegar ég fer út á meðal fólks með dökkt smokey lúkk, fæ ég langflest hrósin- held að flestum finnist þau lúkk flottust, þannig það er líklega eitthvað sem ég þarf bara að venjast svo mér líði ekki alltaf eins og ég sé á leið í innbrotsleiðangur haha!
Lúkkið hér fyrir neðan er samt "mýkra" en svart smokey- notaði dökk og ljósbrúna liti til að "smóka þetta út".

En hér er allavega eitt dunderí sem kom svosem ágætlega út:


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli