10 vörur sem ég myndi kaupa aftur!

Það eru oft allskonar skemmtileg tögg í gangi á bjútýpartinum á youtube- og upp á síðkastið hefur verið vinsælt að telja upp þær 10 vörur sem þú myndir fara beint og kaupa aftur ef allt snyrtidótið þitt myndi hverfa.
Ég hélt það væri kanski gaman að gera slíkan lista, en á honum eru þær 10 vörur sem ég myndi tvímælalaust kaupa aftur.


1. Nivea Aqua Sensation rakakrem (í rauninni hvaða rakakrem sem er, en þetta er það sem ég er að nota núna)- ég myndi ekki geta málað mig ef ég hefði ekkert rakakrem, svo þetta er nokkuð krúsjal partur í snyrtivörusafninu.
2. Lioele Triple The Solution BB kremið. Er búin að lofsama þetta svo mikið að ég þarf ekki að útskýra þetta neitt sérstaklega; allavega, þekur, gefur raka, lítur vel út og er bara algjört uppáhalds- get ekki ímyndað mér snyrti-rútínuna án þess.3. E.l.f. High Definition púðrið- Til að "festa" undirfarðann (BB krem, hyljara o.þ.h.) Finnst þetta púður svo gott því það er litlaust, ég er svo fljót að verða mjög dökk í framan ef ég nota litað púður því ég kaupi alltaf of dökkt! haha- svo lítur HD púðrið svo vel út á húðinni- does the job!4. Nars Laguna Bronzer- Nota þetta daglega, og finnst þetta ótrúlega mikilvægt! Liturinn er einhvernveginn þannig að ég get notað hann til að "Bronza" upp allt andlitið og fá smá sunkissed look í það aftur eftir að ég hef sett á mig BB krem/meik- en ég get líka notað hann sem "contour"- eða til að skyggja andlitið (kinnar, nef, enni, kjálka o.s.frv.). Algjört uppáhald!5. Coastal Scents 10 Colour Blush Palette- náttúrulega snilld að vera með 10 mismunandi kinnaliti í boði við hin ýmsu lúkk, og ef maður er bara að kaupa 10 vörur aftur, er sniðugt að kaupa eina sem er ten in one ;) Svo eru þetta ótrúlega fallegir og góðir litir.6. E.l.f. makeup mist & set- Þetta væri ofarlega á "kaupa aftur" listanum, þar sem farðinn minn lítur ekki næstum jafn vel út ef ég nota ekki þetta sprey- sérstaklega því HD púðrið getur skilið eftir svona hvíta "slykju" (fann ekkert fallegra orð) á andlitinu þegar það er ekki alveg sest inn í húðina- en þetta sprey flýtir því prósessi og maður lítur ekki út fyrir að hafa dottið í púðurdós ;) Svo á þetta að hjálpa farðanum að haldast lengur- hef ekki gert neinar vísindalegar tilraunir, en farðinn minn helst allavegana alltaf þokkalega vel.7. E.l.f. Eyebrow Kit (gel og púður)- Nota þetta á hverjum einasta degi til þess að setja upp augabrúnir, sem er bráðnauðsynlegt í mínu lífi þar sem augabrúnirnar mínar eru ósýnilegar- og eins og er alltaf sagt; augabrúnirnar ramma andlitið ;) Svo það er einsgott að hafa þær vel hirtar og mótaðar. Þetta Kit auðveldar manni þá vinnu gífurlega mikið!8. Urban Decay Naked 2 palette- Ókei að velja á milli Naked 1 og Naked 2 tók smá tíma- en ákvað að lokum að velja númer 2, því ég hef notað hana mest upp á síðkastið. Frábært úrval af litum- og möguleiki að gera allt frá mjög einfaldri dagsförðun upp í full blown smokey með palettunni. Ég nota þessa líka nánast daglega, svo það væri vont ef hún hyrfi.9. E.l.f. Liquid Liner- Væri nú ekki mikið kát án vængjaða eyelinersins míns sem ég sporta í 90% tilfella sem ég mála mig- og e.l.f. blauti eyelinerinn er tilvalinn í fljótlegan væng sem endist út daginn.10. Maybelline Falsies- Maskari er náttúrulega það mikilvægasta til að klára lúkkið í fallegri förðun. Ég átti mjög erfitt með að fylla ekki bara seinustu 3 sætin af maskara, því mér finnst yfirleitt ekki nóg að hafa bara einn- en ef ég þarf að nota bara einn, þá er það Maybelline Falsies því hann kemst næst því að láta líta út eins og ég hafi stungið hausnum ofan í fötu af maskara og þrifið svo allt andlitið (að augnhárunum undanskyldum).


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest1 ummæli :

  1. Fyrst ég er dottin í bloggið og komment :) Hvað er BB krem? Búin að heyra mikið talað um þetta núna og þegar ég spurði hvað þetta væri fékk ég ekki svar því þær voru svo sjokkeraðar að ég vissi ekki hvað þetta væri. Það er til í Loreal er það ekki?

    SvaraEyða