Uppáhalds í Júlí (seint)

Ætla að sýna ykkur það sem hefur verið aðal uppáhalds í júlí- þó það sé kominn miður ágúst (betra seint en ennþá seinna!!)
Í júlí var ég svolítið að enduruppgötva gamlar vörur sem ég hef átt lengi en ekkert verið að nota af viti fyrr en bara upp á síðkastið- og svo nýjar í bland :)

Elsku besta Lioele Triple The Solution BB kremið mitt<3 Að sjálfsögðu er það í uppáhalds (og á örugglega eftir að vera það aaansi lengi!) Ef ég set eitthvað á andlitið á mér, þá er það þetta- hef ekki snert meik síðan ég fékk þetta og að öllu gríni slepptu hefur húðin á mér aldrei aldrei aldrei verið eins góð og hún er núna! Finn og sé mikinn mun og meira að segja kærastinn minn (sem tekur aldrei eftir neinu svona) hafði orð á því að húðin á mér væri eitthvað svo "slett og hrein" eins og hann orðaði það. Skemmir ekki fyrir að þetta endist rosalega lengi og lítur svo ótrúlega vel út á húðinni.  

e.l.f. augnhárabrettarinn sem ég hef talað um í nýlegu bloggi- ótrúlegur, minn var reyndar eitthvað skakkur svo hann var farinn að skera gúmmíið í sundur, en ég beyglaði hann bara til baka og setti nýtt gúmmí og hann er grínlaus algjör töfrabrettari! Nær ótrúlega mikið af augnhárum og meiðir ekki- krullar líka svo ótrúlega hratt og vel. (Sjúklega ódýr líka!)

e.l.f. HD púðrið- hvítt (eða "glært") púður, sem ég set yfir BB kremið svo förðunin haldist pottþétt allann daginn, fínt til að matta lúkk og fer inn í allar fínar línur og fyllir upp í þær (ekki mjög sjáanlega, en ég tek eftir mun á myndum). Fínt "setting" púður- þegar maður þarf ekki að bæta lit ofan á förðunina. 

e.l.f. contouring blush and bronzing powder- þetta var líka í seinasta uppáhaldi, þá aðallega útaf bronzernum en þetta var í sérstöku uppáhaldi í Júlí því ég var mikið í útilegum, og þá var fínt- í staðinn fyrir að þurfa að vera með eina dollu af kinnalit og aðra af bronzer- að hafa þetta bara í setti og geta skellt þessu yfir BB kremið rétt til að fríska upp á sig og fá smá "sunkissed glow". Gott að vera bara með algjörlega minimal makeup kit í útilegu. (Já það má mála sig í útilegu, suma daga).

Icing bronzer- Bronzer sem er ótrúlega ljós og gylltur og ég hef því að mestu notað hann sem highlighter á kinnbein og á nefið. Kemur ótrúlega flott út og þá sérstaklega ef maður er úti í sólinni, gefur fallegt gyllt og frísklegt glow. Svo er þetta risa dolla sem mun örugglega endast mér út ævina haha! (Keypti þetta fyrir ári í New York og hef notað mikið, en það sér varla á)

e.l.f. mascara primer- Þessi maskara primer er mjög þunnur og sést ekkert megavel þegar maður setur hann á augnhárin og þessvegna hélt ég að hann væri ekkert sérstakur, en vá, hann breytir alveg helling! Ég er líka algjör maskara jönký og elska löng, þykk og clumpy og massíf augnhár- og elska þar af leiðandi allt sem hjálpar mér í áttina að slíku lúkki (sem þetta gerir svo sannarlega!).

Maybelline Falsies Volume Express- Prufaði þennan maskara í fyrsta skipti í júlí og hann hræðir svo sannarlega þegar maður tekur burstann fyrst upp úr dollunni, mega clumpy og blautur- en mér finnst þannig maskarar akkúrat æði (veit um marga sem þola ekki svona maskara) hann gerir augnhárin megaþykk og er með trefjum í sem setjast framan á augnhárin og lengja þau- elskann!

Escada Island Kiss- Mmmm.. elska Escada ilmvötn, og þetta var fullkomið í sumar- maður lyktaði eins og ávaxtakarfa- elska svona sæta ilmi á sumrin- vafalaust eina ilmvatnið sem ég notaði í júlí!

Gamla góða Naked palettan nær aftur sæti á uppáhaldslistanum- að þessu sinni var hún mikið notuð sökum ferðalaga. Ég var í burtu meirihlutann af júlí- og þó ég hneigist oftast í átt að því að yfirpakka (pakka ÖLLU snyrtidótinu mínu) að þá var ég voða dugleg og náði að hemja mig að mestu leyti. Þessi var tilvalin í langferðalög og útilegur, ef mann vantaði eitthvað smá extra að þá var allt í boði í þessari elsku- og óþarfi að hafa neitt annað augnskuggakyns með í för. Algjör draumur eins og venjulega. 

Coastal scents 10 kinnalita palettan- enn og aftur liður í því að ofpakka ekki þegar ferðast er á milli landshluta- frábært að hafa úrval af nokkrum frábærum litum á einum stað- fyrirferðalítið en býður upp á marga valmöguleika. 

Að lokum er það e.l.f. litaður varasalvi með sólarvörn- er búin að vera sjúúúk í þessa síðan ég fékk þá! Ég er með varasalva fetish og nota ótrúlega mikið af honum yfir daginn- þessir eru svo frábærir því þeir gefa manni lit í varirnar- léttan, ekki of áberandi heldur svona frísklegan lit. Finnst þetta eiginlega möst eftir að ég set á mig BB kremið, því það þekur svo vel að ef það fer aðeins inn á varirnar hverfa þær nánast, tilvalið að ná lit í þær aftur með þessum varasölvum og um leið veita raka og sólarvörn :)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest2 ummæli :

 1. Mig langar svo mikið í BB krem! Hef ekki ennþá komið mér í það að fá mér svoleiðis.. Hefurðu prófað einhverjar fleiri tegundir en þessa?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu nei! Hef ekki prófað nein önnur :)
   Var heeeeeiillengi að velja hvað ég ætti að kaupa og endaði svo á að velja þetta, og langar bara ekkert að prófa neitt annað af því ég elska þetta svo mikið! hahah :D

   Eyða