Ný "snyrti-aðstaða"!

Get ekki fyrir nokkurn mun lýst því hvað ég er sjúklega spennt yfir nýjustu breytingunni á snyrtiaðstöðunni minni! Loksins komin með hellings pláss bæði fyrir allt dótið mitt og svo pláss fyrir mig til að athafna mig, og það fyrir framan glugga svo ég fái pottþétta birtu þegar ég  mála mig :)

Ætlaði bara að sýna ykkur fyrir/eftir myndir af set-öppinu ef þið skylduð hafa áhuga:


Fyrir- ég var bara með þessa litlu hillusamstæðu og engan annan stað til þess að mála mig- óþæginlega lág hilla og vont að sitja við hana þó hún geti geymt helling af dóti- svo í þokkabót eeeengin birta þarna. 


Eftir- er ennþá með hillusamstæðuna en núna líka með skrifborð sem ég get sitið við (og beint fyrir framan gluggann sem er frábært!). Allt annað líf- langt síðan ég hef verið svona spennt yfir einhverju hahah! Vona að bætt aðstaða þýði meira af lúkkum fyrir bloggið ;)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr PinterestEngin ummæli :

Skrifa ummæli