Neglur dagsins 18.08.12

Ég er loksins farin að nenna að dunda mér við að lakka á mér neglurnar aftur- var ótrúlega mikið í því hérna um árið en svo einhvernveginn var ég hætt að nenna því.
Tók penslana upp aftur og skellti í þríhyrningatrendið sívinsæla. Ætla að skella í þetta aftur með öðrum litum því þessir eru báðir svo dökkir að það sést ekkert rosa vel hvernig mynstur er á nöglunum.
Sýni ykkur hvernig endurgerðin verður en hérna eru allavega neglurnar:

Málaði þær fyrst rauðar, beið svo þar til þær voru 120% þurrar og bjó þríhyrninginn til með límbandi og fyllti uppí hann með silfraða lakkinu. Mikilvægt að taka límbandið af um leið og maður er búin að lakka hverja nögl fyrir sig, svo lakki rifni ekki með ( ef það nær að þorna).

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr PinterestEngin ummæli :

Skrifa ummæli