Sedona Lace Vortex Brush Set!

Eins og svo margt förðunaráhuga fólk veit- er lykilinn að fallegri ásetningu og fallegu lúkki (hvort sem um er að ræða andlit eða augu) almennilegir förðunarburstar.
Að vera með góða bursta gerir alla "málningarvinnu" margfalt auðveldari og fallegri. Að sjálfsögðu fer þetta eftir persónulegum smekk hvers og eins en ég við vitum flest að góð verkfæri auðvelda manni oft vinnu og það er ekkert öðruvísi þegar það kemur að förðun.

Ég er persónulega burstasjúk. Til að byrja með átti ég kanski einhverja tvo bursta sem ég notaði í alla mína augnförðun, ég var nú bara nokkuð sátt við þá og sátt við útkomuna sem þeir gáfu en svo fór ég að prófa nýja bursta sem gegndu mismunandi hlutverkum og sá að það eru svo margir burstar til sem geta auðveldað manni lífið svo mikið og gert förðunina svo miklu fallegri.
Almennilegir burstar eru samt dýrir, og sérstaklega ef maður er alltaf að kaupa bara einn og einn, svo ég fjárfesti í mínu fyrsta burstasetti- sem innihélt 13 unaðslega bursta.
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvaða merki ég ætti að kaupa, hvernig sett, hvaða dóma þeir fá, allt svona er mikilvægt því ég vildi ekki henda 10.000 krónum í eitthvað sem stæðist svo ekki væntingar.

Ég ákvað að lokum að skella mér á Sedona Lace Vortex burstasettið því þar eru allir burstarnir sem ég þráði mest og settið er frekar óhefðbundið- að því leytinu til að í flestum öðrum standard burstasettum eru ekki svona "einkennilegir" burstar. En þetta sett var sett saman af bjútýbloggara, sem byggði það á nákvæmlega því sem henni fannst best til að búa til sem fallegasta förðun og því sem henni fannst áberandi vinsælast meðal annarra bjútýbloggara, settið sló í gegn og var uppsellt lengi vel (og er einmitt uppselt í dag en kemur aftur 15. júlí). Það var annað hvort þetta eða Sigma, og ég fann bara ekki sett hjá Sigma sem innihélt alla þessa bursta sem mig langaði í, fyrir utan að þetta var algjörlega að standast samanburð við Sigma burstana samkvæmt flestum sem ég fylgist með á Youtube.

Settið

Jumbo Fan- FB01 (Face brush)--> Þessi bursti er einn af mínum uppáhalds (ætti kanski ekki að segja þetta því þeir eru flestir uppáhalds)- þetta er þykkur væng bursti, mun massífari en flestir burstar í svipuðum stíl og ég nota hann mest til þess að setja Highlighter púður á andlitið (kinnbein, nef, aðeins á enni o.fl.).Hann væri líka góður til að "setja" blautt meik, semsagt með púðri, sérstaklega ef maður notar fínt HD púður yfir allt andlitið. Hann er algjör draumur og svo er hann bara svo ótrúlega fönký og fallegur að ég elska hann. 

Dome Contour- FB 03 (Face brush)--> Þessi bursti er bara tær snilld frá A til Ö. Ég var pínu efins til að byrja með, fannst hann eitthvað svo lítill og stífur, en prófaði hann svo í skyggingu á andlitinu (hann er hannaður til þess) og hann er svo fáránlega góður, ég get ekki hugsað mér að nota neitt annað í andlits-skyggingu. Hann er lítill svo hann passar fullkomlega undir kinnbeinin til að búa til smá línu frá eyrum og í átt að munnvikum, til að skyggja nefið og ennið og kjálkan og og og... hann er bara frábær. Svo er hann mátulega stífur sem gefur manni skýra línu, en gerir manni um leið kleift að blanda vöruna inn í húðina án þess að "ofblanda". Í mínu setti er þessi allavegana möst-have, þar sem ég skyggi alltaf þegar ég mála mig sökum óviðráðanlegra bollukinna. Það er einnig mælt með honum í blautt meik fyrir þá sem vilja þekja vel.

Flat Top Buffer- FB 07 (Face brush)--> Þessi bursti er ætlaður í meik, hvort sem það er blautt meik, púður meik, kremað meik eða hvað. Og Oh My Lord hvað hann gerir góða hluti! By far langbesti meikbursti sem ég hef nokkurntíman prófað. Áður en þessi kom til sögunnar var ég að nota e.l.f. flata púðurburstan (svipaður og þessi bara ekki eins þéttur og mjúkur) og ég var hæstánægð með hann (og elska hann ennþá) en þessi stal senunni algjörlega. Í alvörunni, það er mjög erfitt að fá eins fallega ásetningu á meiki eins og með þessum bursta að mínu mati, allavega líður mér eins og listamanni með hann í hönd. Svo er hann svo mjúkur og frábær bara! ( Ef hann er smá rakur við notkun verður ásetningin fáránlega auðveld og rugl falleg (ef hún gat verið betri!!))

Tulip Contour- FB 03 (Face brush)--> Þessi bursti, hann er bara svo einkennilega fallegur og mjúkur, held ég hafi aldrei snert svona mjúkan bursta fyrr á lífsleiðinni. Þessi er í ótrúlegu uppáhaldi, hann kemur sér vel á ýmsum sviðum og er talað um að hann væri fullkomin til að skyggja t.d. kinnarnar, eða highlighta kinnbeinin og margt fleira. Ég nota hann til þess að setja á mig andlitspúður, ég nota HD púðrið frá e.l.f. (glært og örfínt púður) þessi bursti nær bara svo vel á öll svæði, snilld til að setja púður undir augun, kringum nefið, bara allstaðar og ásetningin verður falleg, ég nota hann líka í bronzer, til að létt skyggja allt andlitið áður en ég tek dökkt skyggingarpúður til að skyggja mig í klessu. Ég elska þennan bursta, og hann finnst nú ekki í hvaða bursta setti sem er. 

Angled Detail-EB 23 (Eye brush)--> Ósköp venjulegur skásettur augnbursti sem hentar ótrúlega vel í vængjaðan krem eyeliner eða smáatriði (eins og að koma þunnri línu af augnskugga á neðri eðaefri augnháralínu) Hann hentar einnig vel til að fylla inn í augabrúnirnar, hvort sem notað er gel eða púður. Allir verða að eiga að minnsta kosti einn slíkan (þó ég eigi 5 stykki og finnist það hvergi nærri nóg) því þessi burstar eru svo góðir á svo mörgum mismunandi sviðum.

Universal Blender- EB 09 (Eye brush)--> Ég ELSKA blöndunarbursta, þessi burstar eru lang mikilvægastir í hverju einasta augn lúkki sem ég geri. Þeir gera allt svo miklu auðveldara og flottara að mér finnst þeir algjörlega ómissandi. Þessi bursti er ótrúlega góður, ég á nokkra blöndunarbursta sem ég skiptis á að nota, og þeir eru misþykkir, misstífir og ég nota þá í mismunandi hluti en þennan nota ég oftast til þess að setja augnskugga yfir allt augnlokið, og svo nota ég annan blöndunarbursta til að "blanda" augnskuggan út og gera útlínurnar fallegri. Þessi er samt tilvalin í það hlutverk líka, en ég hef bara um of marga bursta að velja og mér finnst gott að geta verið með mismunandi bursta fyrir mismunandi liti. Hann er líka tilvalin til þess að blanda dekkri augnskugga í glóbuslínuna (já ég lærði loksins íslenskt orð yfir þetta augntóftar-bananalínu dæmi) Þessi bursti er möst í svona setti.

Flat Synthetic- EB 11 (Eye brush)--> Svona synthetic burstar eru frábærir í allt blautt, eða kremað eins og hyljara, kremaugnskugga eða primer og augnskuggagrunn. Hann er flatur og stífur svo hann sýgur vöruna ekki upp í sig held leggst varan utan á burstan sem þýðir að maður er ekki að eyða helling af vörunni til einskis. Þessi er frábær í hyljara, en ég nota hann langmest til að setja kremaugnskugga á augnlokin (áður en ég set púðurskugga yfir) og hef ég mest notað þennan í Nyx Jumbo augskuggablýantinn í litnum Milk, og er að elska hann, gefur svo mátulega mikið af vörunni.

Pointed Crease- EB 15 (Eye brush)--> Þessi bursti er með örmjóum toppi, er ótrúlega mjúkur og er frábær til að fókusa dökka skugga í glóbuslínuna, án þess að það fari að blandast niður á augnlok eða upp að augabrúnum. Mér finnst hann bestur til að setja mjög dökka liti í glóbuslínuna og jafnvel til að gera beina línu sem blandast ekkert niður á augnlokið (cut crease look). Frábær bursti!

Bent Liner- EB 19 (Eye brush)--> Ég elska elska elska vængjaðan krem/gel eyeliner! Ég er með svoleiðis í 99% tilvika þegar ég mála mig og þessvegna var þessi bursti himnasending, auðveldar manni að fullkomna "vængina" og býður upp á mjög þunna og nákvæma línu. Það að hafa hann beygðan á toppnum er svo til að auðvelda manni ásetninguna enn frekar. Must have fyrir krem og gel eyeliner sjúka!

Capped Lip Brush- LB 25 (Lip brush)--> Þessi bursti er ótrúlega sniðugur, hann rennur ofan í silfurlitaða hylkið og svo er lok sett þar ofan á. Þetta er auðvitað snilld fyrir varalitabursta, þar sem þeir verða klístraðir og kremaðir sem býður auðvitað bakteríunum í heimsókn. Þegar maður vill hafa varalitabursta í veskinu sínu, án þess að hann verði sjoppulegur og safni að sér bakteríum, þá er svona hylki auðvitað algjört möst. Um burstan sjálfan hef ég ekki mikið að segja, enda nota ég ekki oft svona bursta í varalitina mína því ég nota oftast mjög ljósa varaliti þar sem ég þarf ekkert endilega "fullkomna ásetningu". Mér sýnist þetta samt vera hinn fínasti bursti, ósköp venjulegur varalitabursti. 


Detailed Shader- EB 21 (Eye brush)--> Þessi bursti er líklega í minnstu uppáhaldi hjá mér, mér finnst hann aðeins of stífur og augnskuggarnir púðrast svolítið af honum. Hann er ætlaðir á minni svæði þegar verið er a gera augnförðun, t.d. á fólki sem er með lítil augu eða til að komast vel inn í glóbuslínuna og þessháttar svæði. Hingað til hef ég aðeins fýlað hann sem "smudge" bursta, þegar ég þarf að blanda út dökka augnskugga á nerðri augnháralínunni í t.d. smokey lúkki. 

Brow Spoolie Duo- EB 17 (Eye brush)--> Mér leist ekkert á þennan tvöfalda augnbrúna bursta til að byrja með. Maskaragreiðan er jú snilld, ég nota alltaf svoleiðis til að blanda út púður og gel sem ég nota á augabrúnirnar. En skásetti burstinn leit út fyrir að vera bara drasl, hárin í honum eru stíf og hörð en burstin sjálfur mjög breiður og "útum allt". Ég ákvað samt að gefa honum séns og prufa hann í augnbrúna púðrið mitt og viti menn! Þeir voru ekki alveg í ruglinu þegar þessi var hannaður, því það að hafa hann svona stífan og breiðan og harðan gefur ótrúlega náttúrulegt og eðlilegt lúkk þegar maður notar hann í augnbrúnapúður. Þeir verða ekki eins "teiknaðar" og líta frekar út eins og þær innihaldi meira af hárum í staðin fyrir að vera "bara litaðar".  Mjög sátt með þennan bursta.

Synthetic Blender-EB 13 (Eye brush)--> Algjörlega uppáhalds augnburstinn minn í settinu, og uppáhalds blöndunarburstinn minn bara af öllum sem ég á! Hann er hannaður til þess að vera fullkomin í hyljara og augnskuggagrunni eða kremaugnskugga (og hann er fullkominn í slíkt)- en ég prufaði að nota hann til að blanda út dökka augnskugga í smokey lúkki og vá! Hann er algjör draumur! Ég hef alltaf verið mjög ánægð með mína blöndunarbursta (og er enn) en þessi er bara á öðru level-i, datt ekki í hug að það væri til bursti sem gerði manni svona auðvelt fyrir að gera hið fullkomna Smokey lúkk! Elska hann!

Þetta er þá komið- þetta burstasett býður yfir höfuð upp á topp gæði og margir af þessu burstum eru orðnir ómissandi í mínum augum eftir að hafa prufað þá.
Settið kostar eitthvað í kringum 10.000 krónur, en það er ótrúlega gott verð fyrir svona gæða bursta! Burstar eru mjög dýrir í dag, og að geta fengið 13 bursta á þessu verði og í þessum gæðum er bara ótrúlegt! Sé ekki eftir einni einustu krónu og myndi grínlaust ekki útiloka það að panta annað svona sett sem back up (þegar ég er orðin rík og allt það).


-Kata! (P.s. sorrý hvað ég hef verið MIA undanfarið- no excuses, reyni að koma sterk inn núna)
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest 


3 ummæli :

 1. Jeeeei! Loksins nýtt blogg! :D Þú náðir alveg að selja mér þetta sett. Ég keypti mér Real Techniques bursta í janúar og hingað komnir kostuðu þeir alveg 14 þús og voru bara 9 talsins (það var reyndar með tolli og svoleiðis). Ég er mjög ánægð með þá en ég held að ég prófi þessa næst þegar ég á pening, líst vel á þetta :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ohh mig langar svo að prófa Real Techniques! Fá allstaðar svo mikið hrós! En já þessir eru geggjaðir :D

   Eyða
  2. Já, ég mæli alveg með þeim.. Ætla sko að kaupa mér fleiri ef/þegar ég fer til Englands, fást í Boots og eru alveg bara frekar ódýrir. Sett eins og ég keypti mér kostar 21 pund, sirka 4000 og það voru fjórir burstar í öðru þeirra og fimm í hinu og þeir eru mjög góðir :)

   Eyða