Meira nýtt frá e.l.f.(Nei hættu nú alveg!)

Jájá síðasta sendingin í bili komin frá e.l.f. verð að fara að hemja mig.
En ég pantaði bara það sem mig vantaði brááðnauðsynlega... plús svona smá auka þú veist.
Here goes! (Já og ég pantaði frá UK í þetta skiptið... svo freistandi þegar það koma tilboð og free shipping helgar og svona)

Litaður varasalvi í litnum Peach. Er sátt með þennan, gefur svona smá lit (hægt að fá meiri lit með því að byggja hann upp) og heldur vörunum á manni rökum og djúsý (já þú vilt djúsý varir). Liturinn er sumarlegur og sætur, og persónulega finnst mér ég bara frísklegri þegar ég poppa honum á, fá svona smá flush af lit í varirnar, eins og ég sé heilbrigð (If you dont have it, fake it). HAHA

Litaður varasalvi í litnum Rose- segi það sama um þennan og þann fyrri. Últra sætur og rakagefandi, þessi gefur aðeins meiri lit, en ég fýla það! Hötum ekki sólarvörnina? Hver vill brenndar varir?

Liquid liner í svörtu! Keypti tvo slíka, enda holy grail vara sem vart er hægt að plumma sig án! Spurning um að ég skelli svona í gjafaleikinn sem ég ætla að reyna að koma af stað bráðum, er með slatta af dóti sem ég vill gefa en hef bara ekki hugmynd um hvað ég á að láta ykkur gera til að komast í "pottinn"- endilega gefið mér hugmyndir ef þið hafið þær. 

Augnhárabrettarinn- sá ódýrasti á markaðnum og líklega sá besti. Uuhh vá, ég er búin að vera ástfangin af mínum dýra tweezerman brettara... afhverju prófaði ég ekki e.l.f. fyrst? Brettir augnhárin eins og enginn annar! Fegin að ég pantaði hann. Fylgir aukagúmmí með líka.

Hyljara og highlighter duo-ið sem ég elska svo heitt er mætt aftur í snyrtitöskuna, enda möst til að ná björtum og flekk lausum undiraugum (burt með baugana fólk- það er sumar!)... tók þetta kanski í aðeins of ljósum lit svo ég  jaðra við að vera sjálflýsandi undir augunum eins og Kim Kardashian hin eina og sanna er svo þekkt fyrir- en ég rétt slepp. (Hver elskar samt ekki Kim, ég skal alveg vera eins og hún sko)

Ohh elsku make up mist & set spreyið frá e.l.f... Á í svo miklu ástar/haturs sambandi við þetta sprey. Fyrst af öllu er þetta auðvitað snilldar sprey! Heldur málningunni á langt fram á nótt (you know you need it!) fyrir utan hvað þetta gerir málninguna manns miklu frísklegri og náttúrulegri (svo maður sé ekki púðurfés eða meik-grímufés) -- gefur manni svona svolítið af náttúrulega glansinum aftur- án þess að vera greasy. Möst yfir e.l.f. HD púðrið til að gera það amazeballs.
Aftur á móti.. (Já ég get ekki bara komið með jákvæðar umsagnir um allt sem ég blogga um því miður) Spreyið, eins og ég hef sagt áður, lyktar svo illa að ég dey alltaf í nokkrar sek á meðan ég spreya því. (Full dramatískt okei) En málið er sko að þessi brúsi er minn þriðji, ég er búin að panta þrjá brúsa- frá sitthvoru landinu, með margra mánaða millibili, og umbúðirnar eru meira að segja update-aðar- en lyktin er ennþá algjör vibbi. En hún var alveg toppuð núna- þetta sprey er margfalt verra en hin tvö sem ég átti. Ég held fyrir nefið þegar ég notað það, sem er tricky, en þetta er bara svo mikið þess virði.
Lítill fugl hvíslaði því að mér að spreyin ættu að vera lyktarlaus og að ég gæti fengið nýtt í staðin, en ég trúi ekki að ég sé svona ótrúlega óheppinn að lenda þrisvar á gallaðri flösku? Einhver annar prufað þetta sprey og fundið vonda lykt? Veit allavega að þetta er mjög algeng skoðun á meðal fólks á youtube- þekki ekki marga persónulega sem hafa prófað samt.
Sama hvað lyktina varðar- spreyið er allan tíman þess virði! Get ekki hætt að nota það <3

Mascara primer frá e.l.f- Finnst hann breyta heilmiklu! Er reyndar með svo frábæran maskara núna- en ég held að þetta sé algjörlega að gera gæfumuninn :)

Keypti aðra túpu af augnskugga primernum þeirr- ég mun aldrei hætta. Þessi primer er bara oof góður fyrir lífið, auk þess kostar hann rosalega lítið. Var að klára hinn minn, eftir að hafa átt hann í rúmt ár! (Notaði reynda UD primer potion svolítið mikið í millitíðinni svo það er ekki að marka).

Theraputic conditioning balm fyrir varirnar í Strawberry Creme- góð líkt, megamjúkar varir, engin litur en ýkt nærandi og gott á þurrar og sólbrenndar varir. Þetta fer á varirnar daglega, oft á dag- lýst vel á þetta!

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest2 ummæli :

  1. "Hötum ekki sólarvörnina? Hver vill brenndar varir?" HAhaha nú rifjaði ég upp þegar ég brann á vörunum þegar við vorum í sólbaði á ísó og við vorum svo hissa og alveg sannfærðar um að það væri bara ómögulegt að það væri hægt !! xD lol......
    Allaveganna geggjað blogg þetta.. :D hataða hvað þú ert alltaf að selja mér það sem þú ert að skrifa um .............. makes my money disappear !
    <3

    Kv SJúlla

    SvaraEyða