Hot Pots frá Coastal Scents

Sælir kunningjar mínir!

Ég sagði frá því í þarsíðasta bloggi að ég hafi fengið meira frá Coastal Scents en bara kinnalitina, og nú er komin tími til að sýna ykkur þann varning.
Þannig er mál með vexti að mig langaði að byggja mínar eigin augnskugga palettur, með augnskuggum sem eru jafnstórir og svipað góðir og MAC augnskuggarnir (þó það jafnist eflaust fátt á við MAC) því ég er bara ekki að tíma að kaupa helling af MAC skuggum í einu og ekki hef ég þolinmæði í að byggja paletturnar upp hægt og rólega, sérstaklega þegar ég veit að þarna úti eru til augnskuggar sem sumir hverjir standast auðveldlega samanburð við MAC. (Hvað stendur MAC eiginlega oft í þessu bloggi, svolítið mikið um MAC hérna... MAC.)

Allavega! Ég hef rannsakað málin vel og vandlega og hafði fest augu á Makeup Geek augnskuggunum sem hún Marlena Youtube bjútýgúrú og eigandi Makeup Geek fyrirtækisins þróaði sjálf og er að selja (ef þið kannist ekki við hana þá eruð þið að missa af miklu! Google it!). Þeir fá ofboðslega góða dóma, eru jafn stórir/þungir og MAC skuggarnir og eru víst (þó ég hafi sjálf ekki borið þá saman) víst af sömu gæðum og MAC skuggarnir! Ég ætlaði semsagt að smella mér á nokkra slíka, en eftir að hafa sett nokkra slíka í "körfuna" mína á síðunni þeirra, skrapp ég aðeins inn á Coastal Scents og rak þar augun í nokkuð sem þeir kalla "Hot Pots".
Þetta eru semsagt augnskuggar af sömu stærð og MAC skuggarnir, passa í svoleiðis palettur (sem maður byggir sjálfur) og eru til í ótrúlega mörgum litum á fáránlega lítinn pening! HVAÐ! Meira að segja ódýrara en Makeup Geek sem mér fannst ótrúlega ódýrir!
Jább þetta kosta skuggarnir í Ameríku:

-MAC augnskuggi án umbúða (bara í silfurdollu)= 1350.- krónur
-Make up Geek augnskuggi án umbúða (bara í silfurdollu)= 770.- krónur
-Hot Pots frá Coastal Scents 
augnskuggi án umbúða (bara í silfurdollu)= 255.- krónur!!

Uuu! Hot Pots kostna næstum 1100 krónum minna en MAC skuggarnir, samt eru þeir jafnstórir og jafnþungir.
Þá var mál að skoða, eru þetta bara drasl augnskuggar eða er eitthvað varið í þá? (Augljóslega treystir maður ekki alveg svona ódýrum skuggum við fyrstu sýn).
Ég skoðaði þetta fram og til baka, skoðaði umfjallanir og blogg og hitt og þetta og komst að því á endanum að flestir voru sammála um að mikið af skuggunum stæðust auðveldlega samanburð við MAC, inn á milli voru meira að segja "dupes" fyrir nokkra af þeim MAC skuggum sem til eru og einhverjir af Hot Pots skuggunum (ekkert brjálæðislega margir) voru meira að segja taldir betri en MAC skugginn af sama lit.
Aftur á mótir var fólk líka sammála um að sumir skuggarnir væri hreint og beint glataðir, of púðraðir, eða bara alls ekki nógu þekjandi, og það er eitthvað sem maður lendi nú ekki oft í með MAC held ég.
Skuggarnir sem voru hvað lélegastir voru venjulega möttu skærlituðu Hot Pots skuggarnir ... sem gefur auga leið, ég meina... það er krefjandi verkefni að búa til fullkomna og góða matta skæra liti.


En ég hugsaði með mér: Ef ég get keypt helling af augnskuggum hræódýrt og meirihlutinn af þeim eru ótrúlega góðir augnskuggar er mér í raun slétt sama þó einn og einn standist ekki væntingar- þetta er samt allan tíman þess virði! Svo ég skellti mér á nokkra, og keypti tvær tómar 12 skugga palettur með til að setja skuggana í.
Ég valdi bara allskonar random skugga til að prófa og ætla svo bara að panta aftur, en hér eru þeir sem ég pantaði (Biðst fyrirfram afsökunar á lélegum myndum)


Skildi eftir nokkur laus pláss til að fylla upp í seinna meir :)

Fyrstu fjórir (byrja á efri röð til hægri, svo efri röð vinstri, svo neðri röð hægri, neðri röð vinstri)
Cloud White, Reef Sand, Copper Pot og Frosty Taupe. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Án flass og með flassi. Mjög ánægð með þessa alla nema Cloud White, þennan hvíta. Hann er púðraður og ekki nógu þekjandi finnst mér, þetta eru margar umferðir af honum en samt er hann frekar glær. Hina skuggana elska ég, mjúkir og þekjandi og flottir. Reef Sand og Copper Pot eru tveir af mínum uppáhalds augnskuggum frá þeim. 

Næstu fjórir: Peach Silver, 18 Karat Gold, Gypsy Stone og Gypsy Silver. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Án flass og með flassi. Skuggarnir í sömu röð og að ofan. Allir ótrúlega fallegir og mjúkir, Gypsy Stone mætti vera aðeins meira þekjandi, en hann er samt ekkert lélegur. 18 Karat Gold er sjúúklega fallegur, svona foiled skuggi, eins og maður sé með gulllitaðan álpappír á augnlokinu (já það er töff). 

Gypsy Gold, Dark Golden Olive og Gypsy Night.[Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Gypsy Gold (lengst til vinstri) er ekki alveg nógu þekjandi fyrir minn smekk, en hinir tveir eru mjúkir og góðir og vel þekjandi :) Mjög ánægð með þá.

Vibrant Plum, Perfect Plum, Coral Rose og Redwood. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Án flass og með flassi. Elska alla þessa skugga svo mikið! Eru allir í algjöru uppáhaldi og allir nákvæmlega eins og þeir eiga að vera. Mjúkir, þekjandi og ótrúlega gaman að nota þá í lúkk!

Tyrian Purple, Rustic Maroon, Tangerina og Coral Pink. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Án flass og með flassi. Elska þessa alla líka, mjúkir og þekjandi og undanfarið er ég sjúk í fjólubláa, bleika og coral liti! 

Síðasti! DeepViridian. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]


Án flass og með flassi. Ahh elska þennan lit! Svo sumarlegur og fallegur- örugglega sjúkur með svörtu í smokey look. 

Overall er ég ótrúlega ánægð með augnskuggana!
Næst ætla ég að eyða aðeins meiri tíma í að velja liti, því ég valdi allt of mikið af svipuðum dökkum litum, langar í fleiri skæra liti en þorði bara ekki að panta þá því flest review sem ég horfði á sögðu að skæru litirnir væru ekki að standast skoðun. Ég var hinsvegar ánægð með þá skæru sem ég pantaði svo ég ætla að taka séns á fleirum.
Af öllum sem ég pantaði voru bara tveir sem mér fannst nokkuð slakir- þannig að það var mjög gáfuleg ákvörðun hjá mér að panta frá Coastal Scents- sit uppi með helling af ótrúlega góðum og fallegum augnskuggum og peningaveskið mitt grætur ekki!
Hlakka til að skella mér í "málningarvinnu".

Séð aftan á einn af "Heitu Pottunum".


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr PinterestEngin ummæli :

Skrifa ummæli