Andlitsmaskar/grímur

Ég pantaði um daginn frá Pretty and Cute ( sama síða og ég keypti BB kremið af) slatta af andlitsmöskum af allskonar gerðum, flestir frá merkinu Holika Holika, og hef verið að gera vel við mig undanfarið með þessum yndislegu grímum.
Þetta eru allt svona eins konar tuskugrímur, með götum fyrir augu, munn og nef sem maður leggur yfir andlitið í 15-20 mínútur og tekur svo af (maður þrífur andlitið áður en gríman fer á, en ekki eftir að maður tekur hana af).

Þær lýta nokkurveginn svona út og eru rennandi blautar. 


Húðin mín er að öllu gríni slepptu eins og barnsrass eftir allt þetta dekur, og er orðin svo góð- sem ég held að sé bæði útaf BB kreminu sem ég er ástfangin af og svo reglulegri notkun á þessum grímum.
Kærastinn minn er einmitt alltaf að furða sig á því hvað húðin á mér virðist slétt og hrein og mjúk hahah ( og hann er ekki týpan til að veita svona hlutum eftirtekt, tekur varla eftir því hvort ég sé máluð eða ekki) enda gefa þessar grímur ótrúlegan raka og mýkt svo það er erfitt að líta framhjá frískleikanum.

En áður en ég drep ykkur úr leiðindum með einhverjum ótrúlegum sjálfselsku ræðum um húðina á sjálfri mér þá ætla ég að sýna ykkur hvaða grímur ég keypti, hvaða hlutverki þær gegna og hvernig mér lýst á þér ef ég hef prufað þær :) Ég biðst fyrirfram afsökunar á illa þýddum texta- þegar ég er að reyna að yfirfæra upplýsingar um grímurnar af ensku yfir á íslensku.

Caviar&Gold frá ElishaCoy- Þessi gríma á að:
- næra húðina
-gefa húðinni raka
-auka collagen framleiðslu í húðinni (minnkar hrukkur,húðin verður teygjanlegri (sem er gott))
-gera húðina stinnari.
-Gríman er umhverfisvæn og auðveld í notkun.
Það eru caviar extracs í grímunni en þau efni hafa örvandi áhrif á t.d. framleiðslu collagens í húðinni og hefur yfir höfuð aukandi áhrif á jákvæða starfsemi í húðfrumunum, um leið gefur efnið góðan raka sem hefur að sjálfsögðu góð áhrif og hjálpar til að vinna gegn öldrun húðarinnar. Að auki er alvöru gull í henni (hvað sem það þýðir eða hvernig sem það lýsir sér)
Ég hef ekki notað þessa ennþá, er að spara hana einhverra hlutavegna (líklega útaf gullinu hahah) en hún lofar góðu!

Aloe Essence frá Holika Holika- Þessi gríma á að:
- Mýkja húðina
- Gefa húðinni góðann raka
- Draga úr roða
- Kæla
- Vinna gegn bólum
- Og jafna húðlitinn

Aloe Vera er auðvitað frábært fyrir húðina, það er bakteríudrepandi og er þessvegna gott til þess að vinna gegn bólum og koma í veg fyrir þær, hjálpar til við jafna húðlitinn og minnka roða og að auki er Aloe Vera mjög rakagefandi og inniheldur efni sem halda rakanum inni í húðinni.
Ég notaði þessa um daginn eftir að ég var búin að vera svolítið mikið í sólinni og að fara í göngutúra og svitna og var svona ekkert mega frískleg í húðinni. Er ótrúlega ánægð með hvernig hún virkaði, gaf húðinni hellings raka og varð bara miklu "hreinni" og frísklegri. Maður finnur það alltaf mun á sér eftir notkun á grímunum, hvort sem það er langvarandi eða ekki- og það er alltaf gaman að vera með mjúka og frísklega húð!


Cucumber Essence frá Holika Holika- Þessi gríma á að:
- Gefa góðan raka
- Hafa "yngjandi" áhrif á húðina
- Bæta yfirbragð húðarinnar og gera hana jafnari.

Andoxunarefnin og önnur efni í gúrkunni hjálpa til við að "yngja" húðina, gefa henni hellings raka og fríska mann upp.
Ég hef sjálf ekki notað þessa ennþá en hlakka til að prufa!

Honey Essence frá Holika Holika- Þessi gríma á að:
- Gefa góðan raka
- Hafa nærandi áhrif
- Vinna gegn hrukkumyndun

Það er vitað mál að hunang hefur ótrúlega góða rakagefandi eiginleika, og er yfir höfuð gott fyrir húðina. En hinsvegar eftir að hafa verið með þessa grímu á mér í svona 40 sekúndur fór mig að svíða bara eins og motherf***er (gangstahh ég veit) og ég þurfti að hlaupa inn á baðherbergi og skola á mér andlitið með köldu vatni því mér fannst þetta vera að brenna húðina mína. Greinilega eitthvað í grímunni sem andlitið á mér höndlaði ekki, en ég prófa að setja hana á lærið á mér í smá stund eftir að ég tók hana af, og get sagt að lærið á mér var mjög mjúkt og vel nært á þessum litla bletti sem gríman huldi haha!
Mun ekki kaupa þessa aftur.

Hyaluronic Acid frá Holika Holika
Ég talaði um Hyaluronic sýru í blogginu mínu um BB kremið, og sagði hvaða hlutverki sú sýra gegnir, mæli með að þið kíkið á það til að fá betri upplýsingar um fríðindi þessarar sýru. Ég var mega spennt fyrir þessari grímu því ég er með mjög þurra húð og Hyaluronic sýran á að hjálpa til við að sjúga raka inn í húðina og halda honum þar.
Ég elskaði þessa grímu! Ég nota rakakrem kvöld og morgna, vel af því og það má aldrei gleymast því þá fæ ég strax þurrkubletti. En ég ákvað að gera tilraun eftir að ég notaði þessa grímu, til að sjá hversu lengi áhrifin hennar héldust, og ég notaði ekkert rakakrem í 5 sólahringa (met fyrir mig) og fékk ekki einn einasta þurrkublett. Get ekki annað en verið himinlifandi með þessa grímu.


Moisture frá SKIN79- Þessi gríma á að:
- Næra húðina
- Gefa góðan raka
- Vernda húðina
Mjög ánægð með þessa líka, gerði húðina ótrúlega mjúka og gaf mjöög góðan raka. Allar þessar grímur voru að gera ótrúlega góða hluti, og maður fann augljósan mun fyrir og eftir notkun. 

Pearl Essence frá Holika Holika-Þessi gríma á að:
- Minnka roða/Jafna húðlit
- Gefa góðan raka
- Gefa ljóma/ Birta yfir húðinni

Ég keypti tvær svona grímur því ég hafði prófa þessa áður og fannst hún svo ótrúlega góð! Hún gerir húðina undramjúka, en mér fannst best hvað ég sá augljóslega mun á roðanum í andlitinu á mér fyrir og eftir notkun. Minnkaði roðan þannig það sást vel munur. Ótrúlega ánægð með þessa grímu. 

Pomegranate Essence frá Holika Holika- Þessi gríma á að:
- Vinna gegn bólum og bólumyndun
- Hafa jákvæð áhrif á collagenframleiðslu
- Hafa jákvæð áhrif á elastínframleiðslu
- Mýkja og laga ójafna eða sára/skemmda húð.

Ég notaði þessa í gærkvöldi því ég er búin að vera lasin og ekki búin að vera mjög dugleg að hirða um húðina mína seinustu tvær vikurnar svo ég var aftur komin með rauða deppla/bólur í kringum nefið og húðin var orðin svona "bumpy" og ekki mjög frískleg.
Þessvegna vildi ég prófa þessa grímu til að sjá hvort hún myndi ekki fríska upp á mig, sem hún gerði svo sannarlega. Fékk engar nýjar "bólur" og depplum og roða hafa farið minnkandi.

Veit ekki hvað hljóp í mig sem gerði mig svona grímusjúka allt í einu- en ég elska að hugsa um húðina mína og fór að pæla sérstaklega mikið í því eftir að ég fékk svona mikinn áhuga á förðun, því það er jú krúsjal að hugsa vel um húðina þegar maður er að klína svona mikið af málningu á hana.
Er sátt með þessar grímur, fínt til að gera sér dagamun og dekra aðeins við sig annað slagið. Svo eru þær hræódýrar. Fást hér í allskonar gerðum og með mismunandi virkni.

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli