Uppáhalds í Maí!

Þá er enn einn mánuðurinn á enda!
Og ég er með ýmislegt uppáhalds sem var notað nánast daglega þennan seinasta mánuð sem ég ætla að sýna ykkur.

FakeBake Flawless self-tan liquid- Þetta yndislega brúnkusprey er klárlega uppáhalds, sérstaklega svona þegar maður er að koma undan vetri og hefur ekki almennilega náð að tana á fyrstu sólardögum sumarsins en vill samt vera frísklegur! Fínt gervi þegar maður er að bíða eftir raunverulegu tani. (Svo er sólbað ekkert sérstaklega gott fyrir húðina í miklu magni- svo sumir halda sig bara við fake-tanið)
Allavega- ótrúlega náttúruleg og fallega bronzuð brúnka- ekkert appelsínugult, ekkert augljóst og sjúklega auðvelt að setja á með þessum brúna hanska sem fylgir með.

Twilight Woods Shimmer Mist frá Bath and Bodyworks: Ilm/shimmer sprey sem í fyrsta lagi er hreinn unaður í spreybrúsa, lyktin er svo sjúklega góð að manni langar að baða sig í henni og að auki eru svona líka fallegar shimmer-agnir í brúsanum og þetta hefur verið uppáhalds núna í maí því það glampar á mann í sólinni (sérstaklega flott yfir tan!) og ekki svona disco ball glampi- heldur bara svona... Edward Cullen í sólinni shine. (Okei ekki einu sinni svo mikið)
Og vá ég var fyrst núna á meðan ég skrifa þetta að fatta nafnið á spreyinu... haha vá hvað ég er vitlaus- er búin að eiga þetta í ár og var núna að gera mér grein fyrir að þetta tengist því líklega eitthvað að Edward í twilight fór inn í skóg með Bellu og glansaði í sólinni. [Clever bath and bodyworks!] Nema ég sé double-vitlaus og þetta tengist því ekki neitt?

Clean&Clear morning energy shine control daily facial scrub- Búin að nota þetta í hvert skipti sem ég fer í sturtu allan maí, ótrúlega gott til að skrúbba af sér þurrkubletti vetrarins og hafa hemil á húðinni. Að auki er þetta svona últra mega frískandi (á að vekja mann betur á morgnana) og það eiginlega virkar- það er svona mint-fýlingur í þessu sem vekur mann og lætur mann anda að sér frískleika. (Cheesy lýsing ég veit) Svo í lok mánaðarins- svona seinustu vikuna-hætti ég að nota þetta og fékk strax litlar bólur á nebban og ennið og hökuna. Svo þetta hjálpar greinilega til við að halda húðinni hreinni!

Seinustu mánuðir hafa verið "beauty on a budget" mánuðir- ég hef ekki haft efni á að endurnýja dýru rakakremin mín sem kosta í kringum 10.000 kr.- (enda rugl að verlsa svoleiðis á Íslandi!)
En ég varð desperate og kláraði öll krem upp til agna og vantaði nauðsynlega eitthvað ódýrt, og keypti ódýrasta kremið sem ég fann (tæpar 1000 kr.-), svo ég bjóst ekki við miklu af því og var frekar skeptísk, en allt er betra en ekkert svo ég sló til. Í sannleika sagt fann ég engan mun á húðinni milli þess sem ég notaði 10.000 króna rakakrem og 1.000 króna rakakremið, gerði nákvæmlega það sama fyrir mig. Ég hef prófað örugglega milljón týpur af rakakremum og ég var ekki fyrir vonbrigðum með þetta frá Nivea.

e.l.f. makeup mist & set sprey- Sprey sem á að halda málningunni frísklegri og góðri í gegnum daginn og hjálpa henni að endast lengur. Ég hef svosem ekkert átt í erfiðleikum með að láta málninguna endast, en þetta sprey er svo mikil snilld. Ég er farin að nota blautt meik meira, og yfir það set ég svo púður svo allt festist og ég sé ekki klístruð- en maður verður oft svo púðraður og mattur eitthvað þegar maður klárar málninguna með púðri, þessvegna er snilld að spreya þessu yfir- þá "af-púðrast" maður, en samt bara mátulega- maður verður ekki glansandi eins og maður sé sveittur eða olíuborinn, en maður fær svona frísklegt "glow" og málningin verður einhvernveginn náttúrulegri. (Það er viðbjóðsleg moldar-gúrku lykt af þessu, en það er bara rétt á meðan maður spreyar- svo hverfur hún). Búin að nota þetta daglega í maí!

e.l.f. eyelid primer- Þessi augnprimer er svo sjúklega góður! Held ég hafi vanmetið hann í langan tíma, enda sá ég ekki sólina fyrir Primer Potion frá Urban Decay- en þessi er algjörlega jafngóður! Er ekki búin að snerta við Urban Decay primernum seinustu vikur og hef notað þennan frá e.l.f. nánast daglega. Eftir eitt djammið var ég alveg týnd þegar ég kom heim og mér gafst ekki tækifæri til að þrífa af mér málninguna, daginn eftir vaknaði ég og augnmálningin var ennþá 100% eins og ný! Hún hreyfðist ekki- ég vaknaði meira að segja um miðjan dag, fattaði að ég var á leið í afmæliskaffi, rétt náði að klæða mig í föt og hljóp út úr dyrunum með sömu málninguna og fólk trúði ekki að hún væri frá deginum áður. Svo þessi primer hlýtur að vera að gera eitthvað rétt!

Victoria's Secret perfect lipstick í litnum Wish- ótrúlega fallegur ljósbleikur litur, mjúkur og creamy sem getur verið bæði bara rétt smá frísklegur litur á vörunum, en það er einnig hægt að byggja hann upp svo hann verði þéttari og augljósari. Ótrúlega flottur og sumarlegur litur-og hann er svo creamy að varirnar á manni þorna ekki upp. Elska hann- nánast eini sem ég hef notað í maí. 

e.l.f. tone correcting concealer í litnum Ivory- Sko, á sumrin vill ég hafa léttari förðun, ekki of mikið meik, ekki of mikið púður, og ekki of mikið af hyljara. Þess vegna finns mér þessi svo góður, hann er ekkert brjálæðislega þekjandi- en samt svo mátulega, og ég kaupi hann í ljósasta litnum og nota hann undir augun sem baugafelara, og þar sem hann er svona ljós þá birtir hann svo sjúklega yfir augunum á manni og opnar þau og lætur mann virðast meira vakandi. Mér finnst ég miklu frísklegri þegar ég nota hann- og finnst ég eiginlega bara ómöguleg án hans. Sumir vilja meina að of ljós hyljari undir augun undirstriki bara vandamálasvæðin þar- en það finnst mér alls ekki.

e.l.f. powder brush- Þessi bursti er náttúrulega rugl! Hann er svo ótrúlega góður í blautt meik, og ég veit að þetta er mjög algeng skoðun fólks- verst að hann heitir powder brush svo hellingur af fólki er örugglega að missa af því hvað hann er góður í blautt meik. Svo góður til að "klappa" meikinu létt yfir allt andlitið, og svo til að blanda því vel inn í húðina með því að nudda honum í hringi vel yfir allt andlitið. (Endalaus vídjó á youtube  sem sýna hvernig best er að nota hann) Ég nota hann alla daga! Hann er líka frábær í púður.

Make Up Forever Stippling Brush- Notaði þennan lengi vel í blautt meik og finnst hann frábær í það (þangað til ég kynntist e.l.f. púður burstanum) en núna nota ég hann í bronzer og kinnalit og finnst hann algjört möst!
Ég var lengi vel frekar hrædd við kinnaliti, fannst þeir alltaf svo skærir og scary- en með þessum busta er hægt að fá bara flottan og léttan lit, því burstinn pikkar ekki upp of mikið svo maður verði bara eins og maraþonhlaupari- heldur setur hann bara létta umferð af lit, sem er svo hægt að byggja upp að vild.
Einnig er hann frábær til að skyggja andlitið með bronzer/contourpúðri.

Sem dregur okkur að næsta uppáhaldi. E.l.f. Contouring Blush & Bronzing Powder (sem á að vera dupe fyrir kinnalitinn í Orgasm frá Nars og bronzerinn í Laguna frá Narz) og þeir eru nokkuð nálægt!
Ég er búin að vera að nota þetta allan maí (aðallega contour púðrið (þetta brúna)) því ég er að verða búin með Laguna bronzerinn minn frá Nars :( Og ég tími ekki að klára hann strax, svo þessi bronzer er flottur til að hvíla hinn- ég nota hann til að skyggja andlitið- undir kinnbein, gagnaugun, kjálkan, nefið o.s.frv.

Sleek Makeup palettan í Oh So Special- er búin að nota þessa óspart í maí og þá sérstaklega í "sumarlúkkið" sem er í blogginu hérna fyrir neðan, en það lúkk er ég búin að vera með í marga marga marga daga í maí! Bleiku/ferskju litirnir eru litirnir sem hafa verið notaðir hvað mest.

Naked2 frá Urban Decay- er hægt og rólega að vera agjörlega ástfangin af þessari palettu, enda yndisfagrir augnskuggar í henni! Fyrsta Naked palettan er nánast búin að liggja óhreyfð í maí því þessi hefur alltaf verið tekin fram í staðinn. Upp á síðkastið er ég mest a nota ljósu litina (með sumarförðuninni úr síðasta bloggi) og kopar og gull litina líka- er aðeins að detta inn í heitu litina fyrir sumarið. Palettan býður líka bara upp á svo ótrúlega marga möguleika af allskonar lúkkum!

e.l.f. natural radiance blusher í litnum Flushed- Uppáhalds kinnalitur númer 1,2 og 3! Er búin að nota hann ALLA daga í maí ALLTAF! Elska Elska Elska þennan lit- gerir mann svo ótrúlega frísklegan og gerir bara svo mikið fyrir heildarlúkkið. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég yrði kinnalita manneskja, en ég er sjúk í hann! Oftast er talað um hann sem dupe fyrir hinn sívinsæla MAC kinnalit í litnum Dollymix- nema þessi er örlítið mattari. Ég vildi að hann kæmi í stærri pakkningum því ég hef á tilfinningunni að ég eigi eftir að fara í gegnum þónokkrar svona dollur (kostar samt bara 400 kr.- svo það er í lagi).

Vaselín- hahah... basic að hafa vaselín í uppáhalds snyrtivörunum! En vaselín er bara svo mikið möst, ég get ekki notað varalit nema vera búin að setja á mig vaselín áður- varirnar verða svo mjúkar og djúsí og þá þurrkar varaliturinn þær síður upp. Að auki set ég þetta á augnhárin á mér á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa til að halda þeim rökum og mjúkum (og hvort sem þið trúið því eða ekki, þá hjálpaði þetta augnhárunum mínum að vaxa helling). Það virkar víst svoleiðis fyrir suma, og það virkaði fyrir mig- sem meikar sens því ef augnhárin á manni eru þurr og skorpin detta þau frekar af og eru hreinlega ekki jafn heilbrig- svo það er kanski ekkert svo ótrúlegt ef þau eru fallegri eða vaxa frekar á meðan þau eru rök og mjúk. Og já ég glimmerlakkaði dolluna til að gera hana meira aðlaðandi!

Síðast en ekki síst e.l.f. dramatic lashes- er ekki búin að eiga þessi augnhár allan maí- en seinustu tvær vikur er ég búin að nota þetta sama par 7 sinnum- og þau eru ennþá eins og ný. Mér finnst það frábær ending og mér finnst þessi augnhár líka bara rosa flott. Límið gerir ekki mikið fyrir mig svo ég nota annarskonar lím- en augnhárin eru frábær!


-Kata!
Ég er á instagram @catrinazero (lúkk dagsins, neglur dagsins o.s.frv. koma stundum þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                              Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli