Nýtt í safninu!

Pantaði mér frá e.l.f bæði fyrir rúmum tveimur vikum minnir mig og svo aftur núna- svo ég ákvað að sýna ykkur hvað ég keypti plús smá bland :)

e.l.f. studio blush í litnum Mellow Mauve- ótrúlega sætur svona ferskju/laxableikur léttur og fallegur litur. 

e.l.f. eyebrow treat and tame- einhverskonar blautt litað gums sem maður á að greiða í gegnum augabrúnirnar- virkar ekki fyrir mínar, því þær eru svo hárlausar eitthvað. Treat hlutinn (glæra gelið) á að hjálpa augabrúnunum að vaxa og ég hef verið að setja það á mig áður en ég fer að sofa því ég er bara með hálfar augabrúnir og vantar sárlega enda á þær- þetta er held ég alveg pínu að virka, en kanski of mikið í kringum augabrúnirnar þar sem ég vill ekki að hárin séu að vaxa hraðar haha :) 

e.l.f. zit zapper- á að koma í veg fyrir bólur rauða bletti og er ótrúlega oft uppsellt því þetta virkar víst rosa vel- og ég er búin að heyra rosa margar góðar sögur af þessari vöru. Ég er ekki vön að fá mikið af bólum svo ég get ekki sagt mikið um þetta sjálf- en ég hef prófað þetta á fjölskyldu og vinum og þetta virðist virka stórvel! Um leið og þú finnur að bóla er að myndast, skvettiru þessu á og hún ætti að hætta snarlega við að koma. 

e.l.f. liquid eyeliner- svo ótrúlega einfalt og þæginlegt þegar maður er á hraðferð! Þegar ég nenni ekki að taka upp burstann og kremeyelinerinn og vill bara klára að mála mig asap er þessi blauti eyeliner algjör snilld! Helst vel á og er auðveldur í notkun. Var búin að heyra helling af góðum hlutum um þessa vöru svo ég sló til. Ég veit ekki hvort það er svoleiðis á öllum en það var einhversskonar hnútur framan á penslinum hjá mér, hann var ekki oddmjór að framan heldur einhvern veginn breiður og flatur og skrítinn- en ég náði samt sem áður að láta þetta virka fyrir mig, þó það sé líklega þæginlegra að hafa oddmjóann enda. Overall mjög ánægð með þessa vöru. Finnst hann samt klárast megafljótt!

e.l.f. volume plumping mascara- maskari sem á að gera augnhárin manns þykk og "lush" eins og stóð á síðunni. Neibb- hann gerir nákvæmlega ekkert fyrir augnhárin mín, rétt litar þau en annað ekki. Ég næ einhverjum pínu volume út úr honum ef ég nota tvær umferðir af öðrum maskara undir og set þennan yfir- en   hingað til hefur hann ekki unnið aðdáun mína. 

e.l.f. tone correcting concealer- hef áður talað um þennan hyljara á bloginu, átti hann í Ivory og elskaði hann sem baugahyljara- þessi er hins vegar of dökkur fyrir minn smekk, hef verið að nota hann á rauða bletti og bólur sem er svona allt í lagi- en þarf hann ekki lengur (kemur í ljós í komandi bloggi afhverju)

e.l.f. natural lashes- elskaði dramatic augnhárin sem ég keypti um daginn svo mikið að ég ákvað að prufa natural líka- hef enn ekki prófað samt, vona að þau bregðist mér ekki :)

e.l.f. dramatic lashes- keypti annað par af þessum elskum.

e.l.f. stipple brush- verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan bursta. Ég á einn slíkan frá Make up forever og elska hann svo mikið mikið, hef bæði notað hann mikið í blautt meik, svo bronzer og  loks kinnalit og elska hann í allt saman. Þessi er hinsvegar svo þunnur og aumingjalegur, voða lítið hægt að gera með honum. Ég allavega fýla hann ekki, reyni stundum að nota hann í kinnalit en hann er eiginlega ekki nógu þykkur til að varan blandist almennilega á húðina. 

Keypti mér Ardell augnháralím á ebay bara til að prufa eitthvað nýtt fyrst ég er orðinn augnhárasjúk! Á eftir a prufa.

Svo tvennt í lokin sem er ekki snyrtivörutengt en er óhemju krúttaralegt samt- hulstur á símann minn.Má maður aðeins vera fimm ára í friði!

-Kata
(P.s. ég fékk helling af andlits-maska-grímum um daginn, hugsa að ég geri sér blogg um þær allar)
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli