Búið og að klárast!

"Products I've hit pan on" er þekkt fyrirbæri hjá hinum fjölmörgu bjútýbloggurum og "bjútýgúrúum" heimsins- en það lýsir sér þannig að þá sýna þeir þær vörur sem eru svo mikið notaðar að það er fari að sjást í botninn á ílátinu sem geymir þær.
Ég ákvað að gera einsskonar útgáfu af slíku bloggi- þar sem ég sýni þær vörur sem eru einmitt það útþynntar að það er farið að sjást í botninn, og einnig þær vörur sem eru algjörlega tómar. Þetta eru venjulega vörur sem maður hafði á einhverjum tímapunkti mikið dálæti á- svo ég get þá sagt ykkur í leiðinni hvað ég elskaði við hverja og eina vöru eða bara hvað mér finnst um vöruna.
Vona að þið fýlið þetta ;)

e.l.f. pressed powder í buff- mjúkt og fínt púður sem gerir nákvæmlega það sem ég vill, mattar og er með ágætt cover- ég tími ekki að vera að kaupa eitthvað dýrt púður (var vön að nota alltaf CEE cosmetics púður, sem sést hér neðar) svo mér finnst frábært að geta keypt ódýrt púður sem gerir það sama og þetta dýra. Kaupi alltaf nýtt ef það klárast.

e.l.f. eyebrow kit í dark- ég geri mér grein fyrir að bloggin mín einkennast af e.l.f. vörum, enda eru þær snilld ef maður er on a budget. Þetta er augnbrúnagel og púður- ef ég er að drífa mig nota ég bara púðrið og gelið bara rétt í endana því ég er með allt of stuttar augabrúnir. Ef ég er að fara t.d. á djammið þá nota ég gelið til að fylla þær inn og set svo púðrið yfir til að festa allt saman. Frábært fyrir fólk eins og mig sem skortir sárlega hár í brúnirnar eða er með of stuttar. Kaupi þetta alltaf aftur.

Nars Laguna Bronzer- einfalt mál að útskýra afhverju þessi er svona langt kominn; er búin að nota hann nánast daglega í ár (ótrúlega endingargóður finnst mér miðað við hvað ég nota hann mikið)- því hann er frábær til að skyggja og bara gefa andlitinu dýpt og smá lit. Kvíði fyrir deginum sem hann klárast því hann fæst bara úti og hann kostar alveg slatta pening. Mun samt örugglega ekki geta lifað án hans, svo ég mun pottþétt kaupa hann aftur.

CEE cosmetics púður- ég notaði þetta alltaf áður en ég prófaði e.l.f. púðrið, þetta er ótrúlega gott púður sem má nota bæði blautt eða þurtt. Ég keypti mörgum sinnum svona dósir, og það var alltaf frekar sárt fyrir budduna- svo ég var mjög fegin þegar ég fann e.l.f. púðrið. Ég myndi þó líklega kaupa mér þessa týpu ef ég væri rík- því maður fær aðeins meira af púðri.

Bodyshop bronzer eða sólarpúður- fyrsta sólarpúðrið sem ég keypti mér- ég kunni ekkert að nota það neitt sérstaklega, það kláraðist mjög hratt því ég notaði það bara einhvernveginn útum allt og kunni ekkert á það. Finnst þetta samt hið fínasta sólarpúður núna, en leiðinlegt að vinna með það svona brotið.

Bodyshop augnskuggi- held ég sé a segja satt þegar ég segji að þetta sé fyrsti augnskugginn minn, sem ég keypti þegar ég kunni ekkert að mála mig (og ég vill taka fram að ég byrjaði bara að læra að mála mig fyrir rétt rúmu ári síðan- svona fyrir utan maskara og smá púður)- ég notaði þennan s.s. í augabrúnir (ekki fögur sjón) hann er alltof dökkur og ég kunni ekkert að fylla inn í augabrúnirnar. Notaði hann samt lengi sem útskýrir dældina í honum, ég mun líklega ekki kaupa þetta aftur. 

e.l.f. fjórskuggapaletta í Brownstone- úr fyrstu sendingunni sem ég pantaði frá e.l.f. (maí 2011) og þetta voru fyrstu augnskuggarnir sem ég keypti í þeim tilgangi að setja á augun á mér. Ég keypti hana s.s. rétt fyrir útskrift, þegar ég var nýbyrjuð að horfa á youtube "bjútý-gúrúa" og mig langaði að mála mig sjálf fyrir útskriftardaginn. Brúni er mest notaður því ég notaði hann lengi til að fylla inn augabrúnirnar mínar.

Tigi Bed Head Big Fat Fun Eyeliner- extra mjúkur og kremaður (í áferð) eyeliner, sem móðir mín átti nú lengi vel þar til ég stal honum (óvart), sjúúklega góður til að smudge-a t.d. í smokey lúkki. Besti eyeliner sem ég hef komist í kynni við- sem útskýrir afhverju hann er orðinn minni en lokið á hann. Myndi kaupa aftur ef ég finn hann einhversstaðar. 

Urban Decay Primer potion- tvær tómar dollur af þessu, einföld útskýring; ótrúlega góður augnprimer, lætur skuggana haldast rosalega vel og lengi og gerir þá bara flottari yfir höfuð. Á ennþá stóra túpu af þessu svo ég þarf ekki að kaupa nýja á næstunni- en e.l.f. primerinn sem kostar 400.- er ekkert verri svo ég verð svosem ekkert sár ef allt klárast hjá mér. Samt fínt að eiga þetta til. 

e.l.f. under eye concealer&highlighter- er búin að smyrja hverja einustu örðu innan úr concealer hlutanum. Örugglega til margir betri hyljarar, en þessi er ódýr og virkar fínt fyrir rauða bletti eða bauga. Er búin að reyna að kaupa hann aftur, en minn litur er aldrei til á síðunni þeirra.

e.l.f. tone correcting concealer- algjörlega búinn, keypti hann í Ivory sem er rosalega ljós en ég fýla það til að fela bauga og birta um leið yfir andlitinu mínu, fínt þegar maður er þreyttur yfir prófum t.d. haha! Er búin að kaupa annan, en keypti hann í dekkri lit og er ekki að fýla það eins vel- sá er fínn á rauða bletti í andlitinu, en ekki eins flottur yfir bauga. Mun kaupa þennan ljósa aftur.

Clinique dramatically different moisturizing lotion- var uppáhalds rakakremið mitt lengi, þar til það kláraðist og ég var ekki tilbúin til að eyða tæpum 10.000 kalli til að kaupa það aftur.

Nivea noruishing day care rakakremið- keypti þetta því ég átti lítinn pening, kláraði það því ég fýlaði það vel. Er búin að komast að því í gegnum tíðina að það skiptir ekkert of miklu máli hvaða rakakrem ég nota, eina sem losar mig við þurrkubletti í andlitinu er að vera dugleg að drekka vatn því þá hverfa þeir- ekkert krem nær að losa mig alveg við það. Rakakrem eru samt mikilvægt til að næra og halda húðinni rakri og góðri. Ég myndi alveg kaupa þetta rakakrem aftur- en keypti samt annað frá Nivea núna síðast bara til að prófa. 

Biotherm Aquasoruce rakakremið- Já ég er rakakremsjúklingur, enda með mjög þurra húð. Var mjög ánægð með þessa týpu, svo ótrúlega fljótt að fara inn í húðina og létt. Ekki svona þungt þannig að maður finni fyrir því á húðinni- hafði líka svona nokkuð ágæta stjórn á þurrkublettum (en eins og ég segi mun ekkert losna við þá alveg nema að drekka nóg vatn). Mun líklega ekki kaupa þetta aftur sjálf því þetta kostar aðeins meira en ég er tilbúin að eyða í rakakrem. 

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli