BB krem! (Lioele Triple The Solution)

Um daginn fékk ég mjög spennandi sendingu! Ég fékk svolítið sem ég er búin að bíða með að kaupa mér lengi, BB krem, en ég hef í nokkuð marga mánuði verið að ákveða hvaða tegund ég vildi kaupa- og ég endaði á að kaupa vöru sem heitir Lioele Triple The Solution BB cream.

Hvað er BB cream?
BB krem (kallað Blemish balm, Beblesh balm eða Beauty balm) eru "undravara" sem á í senn að vera rakakrem, andlits-primer, meik og sólarvörn með allskonar öðrum fríðindum, er efni sem var fundið upp í Þýskalandi í kringum 1950-1960 og var fyrst um sinn notað fyrir fólk sem hafði gengið undir lítaaðgerðir á andliti eftir slys eða áverka og þurfti krem sem myndi hjálpa til við að græða húðina en á sama tíma lýsa ör og annan mislit í húðinni svo að húðin væri jöfn- ekki var síður mikilvægt að hylja sárin og örin á meðan þau voru að gróa, svo BB kremið hefur líka hyljandi áhrif, eins og meik.
Allskonar BB krem!
Vinsæl kóresk leikkona opinberaði svo að hún væri að nota BB krem. Í kjölfarið trylltist lýðurinn í Kóreu og allir fóru að framleiða, selja og kaupa BB krem!
Hægt og rólega hefur hype-ið ferðast vestur um haf og nú á árunum 2011 og 2012 hafa nokkrir vel þekktir snyrtivörurisar á borð við Clinique, Smashbox, Estée Lauder, Stila, Garnier o.fl. farið að auglýsa til sölu hjá sér hin svokölluðu "BB krem". Leiðandi fyrirtæki á asískum markaði eru fyrirtæki á borð við Missha, Lioele, Skin79 o.fl


BB krem eru aðallega þekkt fyrir að vera eins og ég sagði; rakakrem, andlits-primer, meik og sólarvörn en í þeim flestum er einnig að finna hvíttandi virkni eða sagt er að þau séu "whitening" en það þýðir einfaldlega að húðliturinn jafnast út, t.d. minnkar roði og ör t.d. eftir bólur eða þurrkubletti minnka og húðliturinn jafnast allur. Einnig má finna í sumum BB kremum hrukkubana, eða efni sem á að stuðla að minni hrukkumyndun og jafnvel hjálpa til við að draga aðeins úr þeim hrukkum sem komnar eru.
BB krem eru misþykk, mislituð og bara yfir höfuð mismunandi en flest eiga þau það sameiginlegt að vera bara til  í einum lit (þó eru nokkrar undantekningar) og á liturinn að samlagast húðlitnum manns, því BB kremið bráðnar inn í húðina, þekur oftast vel, en virkar létt eins og maður sé varla með neitt á andlitinu.
-----------------------------------------
Mitt BB krem- Lioele Triple The Solution


Með pumpu- sem er draumur! Ein pumpa dugar á allt andlitið mitt.

Þetta dugar á allt andlitið á mér.

Eftir mikla leit og miklar rannsóknir á málinu ákvað ég að skella mér á þetta BB krem- ég sá að það þekur vel, það fær mjög góða umfjöllun víðsvegar í netheimum og það hafði þessi "whitening"áhrif, en ég er með mjög ójafnan húðlit, roða í kinnum og á höku og svo er ég með ör eða dökka bletti þar sem áður voru þurrkublettir (sem ég fæ mikið af), kremið inniheldur einnig hyaluronic sýru en það hentar mér rosalega vel því ég er með svo þurra húð, ég stal smá um sýruna á vef heilsuhússins til að útskýra hvað hún gerir meðal annars;

Vísindamenn segja þessa fjölsykrusameind eina rakadrægustu sameind náttúrunnar og því er hún skilgreind með réttu sem náttúrulegur rakagjafi.
Af allri hyaluronic-sýru líkamans liggur 50% í húðinni og húðþekjunni. Þegar nóg er til staðar af henni flytur hún næringu til húðarinnar og heldur henni stöðugt rakri. Með aldrinum minnkar hyaluronic-sýran í húðinni og jafnframt næringarupptaka húðarinnar en það er ein af aðalástæðum þess að við eldumst, fáum hrukkur, ellibletti og slappa húð. Það má því fullyrða með góðri samvisku að hyaluronic-sýran sé í eðli sínu hið náttúrulega botox! (http://www.heilsuhusid.is/Frett/14661/)

Með þetta efni í BB kreminu- á kremið að vera að draga alltaf raka úr umhverfinu og inn í húðina svo maður þurrkast ekki upp og á meðan húðin er rök myndast hrukkur síður.
Í þessu Lioele BB kremi er einnig að finna sólarvörn upp á 30, við hötum það ekki, því auðvitað viljum við vera góð við húðina okkar, og á sumrin er maður nú svolítið úti í sólinni en vill kanski ekkert mikið vera að klína einhverri sólarvörn við andlitsfarðann sinn.

Ég hef verið að nota kremið í rúmar 2 vikur núna- og ég get sagt að ég held ég gefi meik-notkun að mestu upp á bátinn, allavega í bili. Ég fæ nánast aldrei lengur litlar bólur á ennið og á og í kringum nefið, þurrkublettirnir mínir eru á undanhaldi, auk þess þekur þetta ótrúlega vel, og ég nota þetta sem hyljara líka- það hverfa baugarnir mínir, allur mislitur og svo er eins og ég sé ekki með neitt framan í mér. Það á svo eftir að koma í ljós hvort að þetta breyti einhverju til frambúðar og hvort örin mín lýsist eða kinnarnar mínar og hakan fari að verða jafnlitar restinni af andlitinu (ég verð þó að segja að mér finnst roðinn strax vera á undanhaldi, og húðin á mér hefur aldrei verið svona slétt, mjúk og góð!)
Ég set þetta á með puttunum, því BB krem eiga að bráðna inn í húðina og hitinn frá fingrunum er mikilvægur til að hjálpa til við það, sérstaklega í þessu kremi því það er mjög þykkt fyrst þegar maður byrjar að nudda því framan í sig. Svo eftir um 3-4 mínútur aðlagast það húðlitnum og verður svo ótrúlega náttúrulegt og fallegt (er oft mjög ljóst fyrst eftir að maður setur það á, áður en það aðlagast)

Hér eru myndir með og án BB kremsins:

Vinstri er með ekkert á andlitinu og hægri er með bara BB kremið á andlitinu.
Þetta er ein pumpa af BB kreminu, það er vel hægt að setja meira af því til að þekja meira- og í raun endalaust hægt að bæta ofan á án þess að það sé eins og maður sé með steypu framan í sér.
Ef maður vill svo t.d. hylja bauga betur eða einhverja rauða flekki/bletti- er snilld að taka bara örlítið meira af BB kreminu og nota það eins og hyljara- bara á þessa nokkru bletti :)

Vinstri er bara með BB kreminu og á hægri er ég búin að bæta "glæru" HD púðri frá e.l.f., bronzer og kinnalit. Einng er BB kremið búið að aðlagast  húðinni betur og er ekki jafn ljóst eins og það er fyrst þegar maður setur það á :)

Elska þetta krem!
Það á eftir að endast mér lengi því maður þarf svo lítið- og þegar það klárast held ég að það sé  alveg klárt mál að ég panti það aftur :)
Ég pantaði mitt hér. Einnig til önnur útgáfa sem heitir Beyond the solution en triple the solution eins og ég á er í raun nýrri og endurbættari útgáfa af sama kreminu og eru flestir sammála um að það sé betra á flestan hátt. (Fer eftir fólki samt auðvitað)
P.s.! Varist eftirlíkingar, t.d. þegar pantað er á ebay eða amazon o.s.frv. mikið um svoleiðis!

-Kata!
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest
8 ummæli :

 1. úú ég þarf að prófa þetta! :)

  SvaraEyða
 2. Úúhh! ég verð að prófa þetta!
  er sjálf með góða húð, engar bólur eða neitt neeema ég er með mislita húð, rosalega rauðar kinnar! :D

  -Bylgja

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já ég mæli 100% með þessu!
   Og svo er líka bara svo frábært að geta notað þetta í staðinn fyrir meik líka ef maður er með góða húð því þá er maður ekki að taka neina sénsa ef húðin skyldi allt í einu fara að bregðast við öllu sem maður spaslar á hana :D

   Eyða
 3. Hvað kostaði þetta krem hingað komið? Eru ekki fleiri litir? Hefuru prófað fleiri bb krem?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Minnir að þetta hafi kostað á milli 5000-6000 krónur. Endist rosa lengi, miðað við meik allavega og nei ég hef ekki prófað nein önnur, þetta var frumraunin eftir að ég var búin að kynna mér þetta í marga mánuði :D
   Þetta BB krem kemur bara í einum lit, og flest eru bara með einn lit sem á að henta flestum, en það eru þó til fyrirtæki sem gefa út nokkra liti :)

   Eyða
 4. Þetta svaraði spurningunni minni :) -V

  SvaraEyða