Water marble!

Jæja- skammast mín fyrir bloggleysið undanfarið ætla að skella mér í endurtekt í tölfræði (og rústa því auðvitað) og demba svo inn bloggfærslum- (loforð, loforð ég veit!) en ég er enn með listann sem fer enn stækkandi með hverjum deginum svo ég er uppfull af hugmyndum!
Ætlaði núna bara að skella þessu hérna inn því þetta er búið að vera tilbúið frekar lengi en ég hef ekki komið mér í að setja þetta í blogg :)Ég er semsagt búin að fá margar margar beiðnir um að sýna hverni ég geri svona "vatna-marmara-neglur" (veit ekkert hvað má kalla þetta á íslensku) svo ég ákvað að drífa bara í því.
Vídjóið er ekkert frábært- og það eru milljón slík til á youtube sem eru eflaust með betri sjónarhornum og skýrari leiðbeiningum en ég ákvað að skella þessu bara inn samt sem áður!

LYKILATRIÐI:
-Fylla glas eða dollu (ekki með of stóru opi) af STOFUHEITU vatni- mjög mikilvægt atriði! (Ég geymi vatn í flösku yfir nótt til að vera 100% pottþétt (því ég er ekki nógu klár að blanda stofuheitt vatn í krananum).
- Veljiði alla þá naglalakk liti sem ykkur dettur í hug og eins marga og þið viljið og setjið litina aftur og aftur ofan í þar til það kemur þéttur og augljós "regnboga-hringur" í vatnið- ef þið setjið bara einu sinni hvern lit verður þetta bara þunnt og gegnsætt.
- Persónulega myndi ég benda byrjendum á að nota ekki lökk með miklu shimmer eða glimmer í, ég lendi alltaf í veseni með það og það kemur illa út (en það er samt hægt- ég bara kann það ekki almennilega).
- Naglalakkið má ekki vera of gamalt því það verður að dropa hratt úr penslinum (gömul lökk eru oft klístruð og þykk eins og appelsínugula lakkið sem ég nota í vídjóinu og á í stökustu erfiðleikum með)
- Ekki halda penslinum of langt frá vatninu því þá sekkur dropinn.
-Hafið hraðar hendur svo lakkið storkni ekki í vatninu!
- Þetta er subbulegt, svo best er að setja glært límband meðfram öllum nöglum- og ef þú vilt vera extra snyrtileg/ur þá geturðu notað matarfilmu eins og ég gerði í vídjóinu (venjulega nota ég samt bara límband, og nota svo eyrnapinna og aceton til að þrífa það sem fer útfyrir).

Annars skýrir vídjóið þetta allt saman nokkuð vel- í byrjun sést ekki mikið hvað er í gangi en um mitt vídjóið fékk ég hjálparhönd við að sýna ykkur nákvæmlega hvað gerist ofan í glasinu svo ekki gefast upp á að horfa!
Og horfið líka á það hér á youtube til að sjá það í sem bestum gæðum!


-Kata!
P.s. það er MEGA flott að hafa svartan með öllum litunum!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

                                                 Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli