Hlébarða Makeup| Myndband

Stundum er hreinlega málið að nýta lærdómspásurnar til hins ítrasta!
Ég gerði það um helgina og tók upp heil fjögur vídjó- misgóð og misskemmtileg samt.
Meðal þeirra var þetta vídjó þar sem ég mála hlébarðamynstur á augun á mér- ég veit ekki hvað hljóp í mig, líklega einhver hlébarði... (lol Katrín).

Annars var þetta ótrúlegea skemmtilegt, og ekki endilega eitthvað sem maður sér á hverjum degin- en þetta er ótrúlega auðvelt, engin tækni á bakvið þetta- einfaldlega hellingur af þolinmæði, þá sérstaklega þegar maður er að taka upp því þá getur maður bara notað eina hönd, því hin heldur á örlitlum spegli. (Ekki það að maður þurfi margar hendur í þetta).

Svona kom þetta allavega út:


Og hér er vídjóið sem ég mæli með að þið smellið á og horfið á á youtube! (Og endilega breyta upplausn í 720p HD svo allt sé í góðum gæðum:

Endilega like-ið!
-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

1 ummæli :