Sumar förðun!

Með hækkandi sól fylgir einhver fiðringur- það kemur litur á allan gróðurinn, fólk fer að leyfa sér skærari litaðan klæðnað, drykkir, naglalökk, skór- allt dettur einhvern veginn úr því að vera í dökkum og látlausum litum yfir veturinn og yfir í að vera í allskonar skemmtilegum og lifandi litum yfir sumarið.
Það er því ekki laust við að mann langi að draga fram lituðu augnskuggana og reyna að innleiða smá litagleði í förðunina líka!
En litir eru ekki allra tegund af skyri- og því ákvað ég að skella í einfalda og nokkuð látlausa förðun- sem er með sumarlegum lit en fer ekki yfir strikið. Förðunin geeetur ekki farið úrskeiðis ef þú notar bara einn lit- og innleiðir hann í einfalda dagsförðun- í meðfylgjandi vídjói  (sem ég mæli enn og aftur með að þið horfið á á youtube í betri gæðum) má sjá hugmynd af slíku lúkki. Ég er búin að vera með þetta á augunum núna stanslaust í 2 vikur! Er búin að veera í svo miklu sumarskapi!


Vörur notaðar:
Andlit:
- Nivea nourishing day care moisturizer
- e.l.f. face primer
- e.l.f. brightening concealer
- Revlon ColorStay foundation í Sand Beige
- e.l.f. pressed powder í Buff
- e.l.f. makeup mist and set sprey
- e.l.f. eyebrow kit í Dark

Augu:
- e.l.f. eyelid primer
- Foxy úr Naked2 frá Urban Decay (ljósrjómaður mattur litur)
- Ljós (nánast hvítur) ferskjulitur frá Sleek Makeup
- Skær ferskjulitaður/bleikur frá Sleek Makeup
- Tease úr Naked2 frá Urban Decay (fjólugrár mattur litur)
- Ljósbleikur glimmerskuggi frá Sleek Makeup
- Bootycall úr Naked2 frá Urban Decay (highligt litur/kampavíns-shimmer)
- e.l.f. liquid liner í svörtu
- e.l.f. cream eyeliner í svörtu
- Rimmel Sexy Curves mascara
- e.l.d. Dramatic Lash Kit- gerviaugnhár-Kata!
P.s. ég er á instagram! @catrinazero (þar koma inn svona neglur dagsins/förðun dagsins annað slagi og svona)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest


Engin ummæli :

Skrifa ummæli