Komdu sumar!

Jæja.. nú er eitt próf eftir! Svo það fer að sjá fyrir endan á þessu öllu saman (:
Bíð svo ótrúlega ótrúlega spennt eftir að þetta sé búið svo ég geti farið að blogga almennilega, er búin að skrifa niður 9 mismunandi hugmyndir af skemmtilegum bloggum og listinn lengist bara með hverjum deginum! Svo margt sem mig langar að fjalla um! :)
Var einnig að láta mér detta í hug að gera svona Q&A blogg- þar sem ég svara spurningum ef þið eruð forvitin um eitthvað (ekki samt spyrja mig ef þið viljið vita eitthvað gáfulegt, eins og eitthvað tengt stærðfræði eða efnafræði eða eðlisfræði  o.s.frv. ég er ekki rétta manneskjan í það). Ef ykkur líst á það getið þið sent mér nafnlausar spurningar á Tumblr-bloggið mitt (linkur á það neðst hérna í blogginu) Þar ýtiði einfaldlega á litla bleika Ask hnappinn sem er efst á síðunni, veljið hvort þið viljið koma undir nafni eða ekki og sendið mér spurningu/spurningar ef þið viljið vita eitthvað eða spyrja að einhverju :)
Annars var tilgangurinn með þessu bloggi aðallega sá að losna við þessa hræðilegu mynd sem fylgdi blogginu á undan þessu! Hahah :)

Önnur Kiwimynd (gegnir s.s. sama tilgangi og  seinasta Kiwimyndin)


Mæli með að þið kíkið á linkana hér neðst í blogginu og einnig vill
ég láta vita að ég er á instagram: @catrinazero ! Kíkið á það!
Góðar stundir!

-Kata


                            Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli