Hvernig þríf ég burstana mína?

Ég hef fengið þessa spurningu þó nokkrum sinnum- og í framhaldi af því oftar en einu sinni verið beðin um að gera blogg um það.
Ég veit fyrir víst að fæstir eru svo duglegir, en það er talað um að það sé gott að þrífa alla burstana sína með vatni og sjampói minnst einu sinni í viku- og helst þrífa þá með sótthreinsandi burstaspreyi daglega eftir notkun- þetta á sérstaklega við um burstana sem eru notaðir í blautar vörur eins og krem eyeliner, meik eða hyljara og þess háttar, því bakteríurnar elska að synda í því sulli og halda partý.
Þetta er í raun allt saman voða basic en það eru nokkur krúsjal atriði sem þarf  að hafa á hreinu áður en farið er í að þrífa burstana:
- Ekki þvo þá upp úr heitu vatni heldur volgu
- Ekki láta hárin standa upp í loftið þegar þú lætur þá þorna
-Reyndu að bleyta bara hárin- ekki handfangið
-Snúðu burstanum alltaf niður svo vatn komist ekki í járnhólkin sem heldur hárunum. Með tímanum geta hárin losnað ef vatn nær til límsins, og það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að plokka hárin af andlitinu eftir að maður hefur sett á sig meik/púður/bronzer o.s.frv með hárlosandi bursta.Best er að nota milt sjampó- einhversskonar burstasjampó (mitt er frá elf) eða t.d. barnasjampó því þau eru mildari en venjuleg sjampó.
Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati er samt að nota sótthreinsandi uppþvottalög í bland við extra virgin ólífu olíu- það nær allri drullu burt á no time (ekki alveg litnum samt)- en mér hefur enn ekki tekist að finna uppþvottalög sem lætur burstana mína ekki lykta viðbjóðslega svo ég held mig við sjampóið í bili.
- En þegar mér finnst extra erfitt að þrífa burstann (t.d. burstinn sem ég nota í blautt meik) þá nota ég smá ólífu-olíu í bland við burstasjampóið og þá flýgur drullan af (burstinn verður líka sjúklega mjúkur) maður verður bara að muna að skola rosalega vel!

Ég gerði smá vídjó til að sýna ykkur hvernig prósessið er hjá mér þegar ég þríf þá:

http://www.youtube.com/watch?v=aodkA55kzB0&feature=g-upl

Þetta er bara aðferðin sem mér finnst best að nota! Endalaust af vídjóum og bloggum til um það hvernig best sé að þrífa burstana sína ;)

-Kata
(Ég er á instagram @catrinazero)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

1 ummæli :