Uppáhalds í mars!

Getum við vinsamlegast hundsað þá staðreynd að það er hálfur mánuður síðan mars kláraðist og ég er því frekar mikið á eftir áætlun?
Takk!
Í staðinn mun þessi færsla innihalda uppáhalds vörurnar í mars og hálfan apríl- yeah!

Fyrsta uppáhalds er reyndar sjónvarpsþáttur, en það má alveg (: Hann heitir Face Off og að sjálfsögðu snýst hann um förðun, reyndar fantasíu og svona bíómynda og búningaförðun... en oh my hvað þetta er skemmtilegt fyrir svona fólk eins og mig! Mæli með!

Næst eru það bækur--> Hunger Games trílógían, þar sem ég er fanntasíu/ævintýra - bóka sjúk að þá kolféll ég fyrir þessari snilld! 
VEI! Þá eru það snyrtivörur! Uppáhalds varaliturinn minn, sem hefur fengið að njóta sín nokkuð oft þennan mánuðinn er Victoria's Secret Perfect Lipstick í litnum Wish- ljósbleikur, sætur og sumarlegur (ekkert líkur myndinni eiginlega), er að detta í snemmbúið sumar hérnamegin!
e.l.f. kinnalitur í litnum Flushed- svona dekkri bleikur, ótrúlega fallegur litur og nafnið gefur þetta eiginlega allt til kynna: hann lætur mann líta svona "flushed" út, ekkert áberandi, en samt gott touch af frískleika eftir að maður hefur spaslað andlitið á sér í einum og sama meik-litnum.

Fyrir ekki alllöngu sat meikið mitt oftast ofan í skúffu óhreyft að mestu, líklega sökum þess hve dökkt það er. Nú hef ég legið í tan-spreyinu mínu undanfarið og hef því getað notað þetta yndislega meik, sem er svo fallegt og fínt og gott! Ég fékk alltaf strax útbrot af því hérna í denn, en með góðum primer og eðlilegu magni af því er húðin á mér alveg gulls í gildi. (I said it!)

BAAAAAAAAH
Get ekki sagt nógu mikið fallegt um þennan púður bursta- notaði hann alltaf í púðrið mitt- og elskaði hann! Og nota hann núna í blauta meikið, og elska hann svo miklu meira! Vá, hef aldrei notað svona góðan bursta í blautt meik, og hef prófað alveg þónokkrar týpur :) Ætla að kaupa fleiri svona, enda örugglega á að nota þá í varalitinn líka (elska'nn bara svona mikið!) hahah

NAKED 2- (eða bílnúmera platan, eins og mörgum sýndist á facebook þegar ég póstaði fyrst mynd af henni)
Held ég hafi notað þessa palettu á hverjum einasta degi sem ég hef málað mig, frá því ég fékk hana! Svo fallegir litir- svo margar samsetningar, og svo húkkt Katrín María! 

Primer- möst í að halda húðinni á mér góðri eftir að ég fór að nota blautt meik meira,  gerir fésið á mann ready fyrir þunga leðjuna sem kemur svo yfir primerinn- og gerir allt flawless og auðblandanlegt (hötum harðar línur og illa blanda bletti er það ekki?) 

Rimmel Sexy Curves Mascara- Stundum að éta ofan í sig fyrri umsagnir! Hafði þennan í verri vörunum og rakkaði hann niður um daginn, en eftir að hafa leyft honum að "anda" örlítið og þorna og eftir að hafa komið mér upp ágætis aðferð við að beita þessum stórfurðulega bursta- þá er hann að gera góða hluti og ég hef notað hann í hvert skipti sem ég málaði mig seinasta mánuðinn. 

e.l.f. hyljari- þegar ég nenni ekki blautu meiki er tilvalið að skvetta þessu á rauða bletti, bauga og rjóðar kinnar og toppa allt heila klabbið svo með lituðu púðri- fljótlegt, einfalt og ...fljótlegt.... aðallega.

NARS bronzer í litnum Laguna- keypti hann núna fyrir nánast svona ári, er búin að nota hann daglega í nánast svona ár- er búin að elska hann daglega í nánast svona ár og ætla mér að halda áfram að tilbiðja hann þar til hann hverfur af yfirborði jarðar. Frískar mann upp- gefur manni svona tanað "glow" og er líka fínn sem skyggjari ef maður er fölur og frár eins og ég á það til að vera.

Að lokum!
Makeup setting sprey- sem er til þess gert að spreya yfir allan farða eftir að honum hefur verið smurt vandlega á andlit- og með því á farðinn að haldast fallegur og haldast á manni vel og lengi lengi. Mér finnst spreyið aðallega gott því eftir að hafa pakkað á mig meiki, púðri, kinnalit, bronzer- þá er maður svolítið púðraður eitthvað og þá er tilvalið að spreya bara slatta af gusum af þessu yfir allt saman- og þá fær maður svona smá glans (en þó ekki of mikið) svo maður sé ekki eins og marmarakaka- og samt ekki eins og maður hafi smurt matarolíu yfir heildarlúkkið.
Það er svo bara bónus ef meiköppið helst lengur á manni ;)

Næstu vikur verð ég á kafi í lokaprófslærdómi og verkefnaskilum og allskonar óbjóði- svo ég verð ekkert aktívasta peran í séríunni- ef þið skiljið hvað ég er að fara. En ekki gleyma mér, ég verð hér enn- og kem sterk til baka, mega spennt fyrir komandi sumri- með komandi sumarförðunum og sumarvörum og dúlleríi!
Takk fyrir að vera svona dugleg að kíkja hingað- þið eruð best!
Ættla svo að detta í "give-away" þar sem einhver heppin fær gjöf líklega í maí :)
(Mun nú samt alveg henda inn einni og einni léttri færslu þangað til)

-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

1 ummæli :

  1. haha ég bara elska færslurnar þínar! snillingur! <3

    SvaraEyða