Smá nýtt í safninu!

Svona svo þið gleymið mér ekki.
Lítið og sætt blogg.

Þessi algjörlega random mynd er bara hérna svo það komi mynd við hliðina á fyrirsögninni á blogginu- á forsíðunni.
Glerglas fullt af kiwi, klökum og vatni er ekki nýtt í safninu í þetta skiptið. 


Elskuleg tengdamóðir mín kom frá Finnlandi í vikunni og það má segja að hún hafi lesið hugsanir mínar því hún kom færandi hendi með body lotion (sem ég safna og elska!), bodyscrub (sem ég á aldrei nóg af og vantaði sárlega núna!) og fjaðra eyrnalokka með sætu hauskúpunum sem mér finnst vera á öllu skarti í dag. (Kanski því ég er asos sjúk og það eru til allskonar skartgripir með þessari kúpu á, sem mér finnst æðislega sæt!
Bodylotion-ið (sem kallar sig bodybutter, en það er lygi) ilmar dásamlega og virkar, eins og flest bodylotion, vel til að gera húðina mjúka, vel raka og vel lyktandi.
Bodyscrub-ið er mátulega rough eins og það á að vera, en ekki of (svo þú ert ekkert að raspa af þér mikilvæga líkamshluta eða neitt).
Eyrnalokkarnir eru bara eins og eyrnalokkar-> Sætir og góðir í eyrun!Jæja- ég vildi bara skella inn einu laufléttu til að minna á að ég er enn meðal manna- annars er fyrsta lokaprófið búið og þá eru bara fjögur eftir! (:
Eftir það fara vonandi að hrynja inn nýjar og spennandi færslur- endilega verið dugleg að senda mér póst á katamaja@simnet.is eða komment hér eða message á facebook ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða séróskir um blogg, það er ekkert víst að þið hafið endalaust gaman af mínum takmarkaða hugarheimi.

Þar til næst!
Ást&Hamingja!

-Kata

2 ummæli :