Forest Sunrise look| Myndband

Þegar á manni hvíla ósköpin öll af þungum verkefnum og myrkur prófalesturinn hangir yfir manni eins og skuggi virðist skapast óendanlegur tími til tilgangslausra hluta á borð við að dunda sér við tímafreka og skapandi förðun.
Maður þyrfti að vera oftar á kafi í verkefnum, þá gefast manni svo mörg tækifæri til að klára þá hluti sem skipta minnstu eða engu máli og þá er það bara frá (þó það hafi ekki einu sinni verið á neinum lista)!
En eins og einhver sagði: "Maður vinnur best undir pressu" og ekki bara það verkefni sem maður er undir pressu með, heldur helling af allskonar öðrum hlutum í leiðinni/viðbót! Þvílík lukka!

Andagiftin helltist allavega yfir mig í morgun og ég ákvað að skella í eitthvað litríkt og öðruvísi og útkoman varð sú sem myndirnar hér að neðan sýna:

Mér datt ekkert betra nafn í hug en "Forest Sunrise"--> Hefði líklega frekar átt að vera "Forest Sunset" og svona eftir á að hyggja, eftir nokkrar ferðir framhjá speglinum minnir þetta mig einungis á teiknimynda hamborgara... í vitlausri röð... brauðið í miðjunni, kjötið efst og kálið neðst.... ekki?

Ef þið viljið sjá hvernig ég skapaði þetta lúkk gerði ég vídjó sem má finna hér og það er, þó ég segi sjálf frá, aðeins fagmannlegra uppsett en seinustu vídjóin mín.
Að auki vil ég minna á að ef þið sjáið vídjóið í lélegum gæðum er hægt að stilla upplausnina og horfa á í betri gæðum sem ég mæli að sjálfsögðu með, allir ættu að geta séð allt mjög skýrt og skilmerkilega ef rétt er farið að!
Þannig er nú það elskurnar.
Ýtið líka á 'Subscribe' hnappinn fyrir ofan vídjóið... þá missið þið ALDREI af neinu frá mér! Hversu gaman?!

Bráðum koma páskar. Hversu flippað væri að gera páskalúkk? Er það eitthvað sem maður ætti að kíkja á? Hver veit... EN SPENNANDI. lol.

-KATA!

{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Ekki missa af nýjustu færslunum- eltu mig á bloglovin' til að vera alltaf updated!

Follow Glimmer&Gleði!

1 ummæli :

  1. that is so cool i love this makeup look    http://makeupbyelysa.blogspot.co.uk/

    SvaraEyða