Fallegt frá MAC

Er búin að vera að fylgjast með þrem línum frá MAC upp á síðkastið (Reel Sexy, Tres Cheek og In Extra Dimension) sem komu út í byrjun apríl og verða eitthvað fram í maí (meirihlutinn seldist upp á no time úti) og finnst bara svo margt fallegt! Ætla að sýna ykkur hvað greip svona mesta athygli hjá mér úr hverri línu, stundum ætti maður að vinna í lottó til að geta leyft sér smá!

Reel Sexy:
Reel Sexy línan inniheldur helling af allskonar fallegum vörum en ef ég ætti að velja eitthvað úr til að eiga væru það klárlega tveir af varalitunum; Reel Sexy og Watch Me Simmer:
Reel Sexy

Watch Me Simmer
Hérna eru prufurnar, Watch Me Simmer til vinstri og Reel Sexy til hægri- ekkert smá sætir og sumarlegir litir! (Er mega veik fyrir svona appelsínu-coral litum eins og Reel Sexy er)
Tres Cheek:
Þessi lína innihélt 6 ótrúlega fallega kinnaliti, en þeir sem stóðu mest upp úr að mínu mati voru eftirfarandi:

Frá vinstri: Lovecloud, Peony Petal og Modern Mandarin
Elska þessa liti! Er sérstaklega hrifin af Modern Mandarin (þar sem ég er appelsínu- og coral-lita sjúk! eins og áður kom fram)- en hann er mjög appelsínugulur, og líklega enn meira en myndin sýnir, en það er annar litur í þessari línu sem er líka coral-byggður en hann er miklu miklu ljósari og líklega auðveldari að vinna með ef maður er ekki mikið að nota kinnaliti dagsdaglega, hann heitir Immortal Flower og er ótrúlega sætur.

In Extra Dimension:
Þessi lína inniheldur 10 undursamlega augnskugga og þrjú highlighter skinfinish púður.
Nafnið á línunni er líklega dregið af því hversu fallega grafiskar vörurnar eru í umbúðunum, skuggarnir og púðrið eru að hluta til upphleypt sem gerir það að verkum að vörurnar eru einstaklega mikið augnakonfekt.
Úr þessari línu myndi ég helst vilja eignast eftirfarandi:
Superb higlighter sem er lengst til vinstri á þessari mynd (fínt að sjá í samanburði við hina tvo)
Havana- ótrúlega fallegur bronzaður skuggi, einhverra hluta vegna er ég
alltaf veik fyrir þessum litum, þó ég eigi meira en nóg af þeim!

Rich Core- ótrúlega fallegur litur, sem ég veit eiginlega ekki hvernig á að lýsa-  einhversskonar mauve vínrauð-fjólublár frosty skuggi- bara ótrúlega fallegur, sérstaklega eftir að hafa skoðað swatches af honum. 
Þetta er svona það helsta á óskalistanum um þessar mundir!
Ég mæli með að þið kíkið á restina af þessum línum, það er allt morandi í umfjöllunum og sýnum af þessum línum á netinu- svo mikið fallegt!

Gleðilegan Laugardag!
-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}3 ummæli :

  1. Ahh er svo varalita og kinnalita sjúk þessa dagana! Mac klikkar sko aldrei :) Ótrúlega flott umfjöllun!

    SvaraEyða