Umfjöllun: Flawless Fake Bake

Jæja, nú er daginn farið að lengja og það er ekki laust við að maður sé alveg komin með smá sumarfiðring í magann og því fylgir í mínu tilfelli allavega leiði á glæru vetrarhúðinni- sem virðist líflaus og gegnsæ eftir sólarleysið í vetur.
Við vitum einnig öll hvað ljósabekkir eru slæmir fyrir okkur en á sama tíma virðist það svo einföld lausn, sérstaklega þegar fake tan lotion, þurrkur og sprey eru ekkert allt of auðveld að vinna með.
Við þekkjum öll appelsínugula fake-tanið, heltönuðu lófana og misjafna tanið sem eru gildrur sem er auðvelt að lenda í með hinum ýmsu týpum af gervibrúnnku.
Ég var eiginlega búin að gefa "fake tan" upp á bátinn þegar ég sá einn af mínum uppáhalds bjútý-vídjó bloggurum á youtube tala um Flawless Fake Bake.


Þetta er semsagt gervibrúnka í vökvaförmi sem er ótrúlega auðveld í ásetningu, og gerir mann ekki appelsínugulan eða með einhver skrítin för eða misjafna brúnnku. Að auki er ekki þessi sterka og vonda lykt sem er svo oft af svona vörum, það er meira svona tropical/coconut lykt af þessu (þó það sé auðvitað alltaf örlítil fake-tan lykt, en hún fer af í fyrstu sturtuferðinni).
Með í pakkanum fylgir spreystútur, latex hanskar og vettlingur sem maður notar til að setja vöruna á.
Latex hanskarnir eru til öryggis, því vökvinn getur komist í gegnum vettlinginn.
Í leiðbeiningum er talað um að spreya á vettlinginn og nudda honum svo í hringi á þá staði sem maður vill hafa "sólbrúna" en mér finnst árangurinn bestur ef ég spreya beint á líkamann og nudda vökvanum svo í hringi þar til hann er orðin jafn og flottur allstaðar (Vökvinn er mjög dökkur þegar maður spreyar fyrst, sem auðveldar manni að sjá hvort maður hafi blandað hann vel út).
Þegar maður gerir hendurnar fyrir neðan úlnlið og andlitið (ef maður kýs það) er best að spreya bara beint á vettlinginn, því það er erfiðara að blanda brúnkuna út á þessum stöðum.
Athugið að ef þið eruð með þurrkubletti t.d. í andlitinu er ekki æskilegt að spreya þessu þar, því tanið sest í þessa þurrkubletti og þeir verða dökk-dökk brúnir.Eins og með alla gervibrúnku, fær maður lang fallegasta útkomu ef maður skrúbbar líkamann (losar sig við dauðar húðfrumur) í einhverja daga áður en maður byrjar að nota vöruna, og notar gott bodylotion (t.d. bodybutter frá bodyshop) eftir hverja einustu sturtu.
Svo þegar þú ætlar að byrja að nota vöruna, verðuru að vera alveg hrein/n, mátt ekki vera með nein lotion eða ilmvötn eða neitt slíkt á þer (skolar það bara af í sturtunni).
6 tímum síðar ferðu í sturtu til að skola af þér spreyið og þá verður eftir litur á húðinni, maður ætti að gera þetta svona 4 daga í röð til að byrja með (fer eftir því hversu brún/brúnn þú vilt verða) og eftir það er nóg að viðhalda taninu, með því að nota spreyið svona einu sinni í viku (oftar ef þú sækist eftir Betty Crocker Devil's  Cake tani).
Spreyið þornar um leið og maður er búin að nudda því á sig, og maður getur farið strax í föt, einnig er það ekki dökkt á litinn eftir að því er blandað á húðina, svo maður getur verið á meðal fólks þó maður eigi eftir að skola sig eftir ásetningu.

Ég hef ekki lent í veseni með að þetta liti út frá sér (t.d. föt, rúmlök o.s.frv.) en ef það gerist er þetta vara sem næst auðveldlega úr fötum og slíku bara í þvottavélinni :)
Fyrirtækið prófar vörurnar ekki á dýrum og vörurnar innihalda ekki paraben.

Þetta sprey stendur algjörlega undir væntingum, lætur mann fá þetta "golden-bronze" tan sem maður fær eftir legu á sólarströndum og tekur svona 10 mínútur að setja á sig (jafnvel styttri tíma).
Mæli með þessu fyrir alla sem vilja frísklegt tan án þess að skaða húðina í ljósabekkjum eða sólbaði!
Ég keypti mitt á Amazon, en það fæst hér ódýrara og síðan sendir frítt til Íslands ;)

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Ekki missa af nýjustu færslunum- eltu mig á bloglovin' til að vera alltaf updated!

Follow Glimmer&Gleði!

2 ummæli :

  1. Þetta er svo vel skrifað hjá þér að það eina sem ég get sagt er 'Shut up and take my money!'.
    Snillingur! ;);*

    SvaraEyða