John Frieda Go Blonder

Eins og glöggir lesendur gætu hafa tekið eftir er ég búin að vera sjúk í lýsingaspreyið frá John Frieda og hef notað það grimmt seinasta eina og hálfa mánuðinn eða svo, og vá! Engin smá litamunur á hárinu á mér.-->John Frieda Sheer Blond- Go Blonder (Controlled lightening spray)- Sprey sem lýsir hárið hægt og rólega, hitavirkt. 
Maður spreyar því í hárið eftir sturtu (fyrst þurrkaru það með handklæði)-  getur spreyað á "takmörkuð svæði" til að fá strípu effekt, eða í allt hárið til að lýsa það allt. Eftir að hafa spreyað góðum slatta af því í hárið, notar maður hárblásara til að virkja spreyið, og þurrka  hárið. Best er að nota svo sléttujárn eða krullujárn til að virkja það enn betur, því meiri hiti, því ljósara verður hárið. Árangur sést eftir 3-5 notkanir, en ég sá strax smá eftir 2 notkanir.
Núna er ég langt komin með brúsa númer tvö af þessu spreyi og árángurinn lætur ekki á sér standa:


Fyrir spreyið


Eftir spreyið
Ekkert bestu myndir í heimi, en það sést glögglega munur, og lítur út fyrir að ég hafi hreinlega farið í litun. Svo heldur það bara áfram og áfram að lýsast!
Vildi bara aðeins sýna ykkur sem eruð forvitin, hvernig þetta sprey er að virka :) 

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


1 ummæli :

  1. Snilld snilld snilld! Sá einmitt myndir af þér síðan á árshátíðinni og var að velta fyrir mér hvort þú hafir látið verða að því að lita á þér hárið, enginn smá munur! Algjör blondína :)

    SvaraEyða