Bömmer og spennandi!!

Hahah frumlegt heiti á bloggi...
Ég er semsagt á bömmer yfir að vera ekki duglegri að blogga! Ótrúlega miklum þar sem ég lofaði meiri virkni.
Er búin að vera að bíða eftir andagiftinni, sem kom svo loksins í dag!
Ákvað að hætta við að hafa febrúar-uppáhalds, því það var nánast nákvæmlega það sama og í janúar, og það verður bara stórt mars-uppáhaldsblogg í staðinn :)

En út af því að ég svík ykkur um það blogg ákvað ég að gera makeup tutorial video! Tók upp litríkt og skemmtilegt lúkk og er í þessum töluðu orðum að klippa og gera vídjóið fínt. Vona að gæðin séu mannsæmandi, þó ég búist ekki við neinum frábærum gæðum, en vonandi eitthvað sem þið hafið gaman af að horfa á.

Ef það fær góðar viðtökur, ykkur finnst gaman að horfa á það og ef það er í ágætis gæðum ætla ég að fara að vera duglegri að gera svoleiðis vídjó- það er aðeins meiri hjálp í þeim heldur en myndunum, þar sem þið getið séð skref fyrir skref hvað ég geri og getið þá endurskapað það með ykkar hætti ef þið hafið áhuga eða getið einfaldlega bara horft, ég veit að ég sjálf elska elska elska að horfa á svona allskonar vídjó- og geri ALLTOF mikið af því! :)

Von á vídjóinu hér inn í kvöld eða á morgun, fer eftir því hvernig mér gengur að koma því saman.
SorrýSorrýSorrý hvað ég er búin að vera slök undanfarið, þetta er allt að koma! ;)-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

2 ummæli :

 1. Sæl.
  Langaði bara að þakka þér fyrir myndbandið og bloggið. Þetta er allt alveg svakalega flott hjá þér! Fylgist með þér í framtíðinni :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk kærlega fyrir það! Æði að fá svona komment :)

   Eyða