Verri vörurnar

Í þessu bloggi ætla ég að telja upp nokkrar af snyrtivörunum í safninu mínu sem ég sé eftir að hafa keypt eða er ekki nógu ánægð með.
Hafið í huga að þetta eru bara mínar  skoðanir á vörunum, og einnig er mikilvægt að muna að ég gæti bara hafa lent á slæmu eintaki af vörunni, það á það til að gerast.


Urban Decay Deluxe Shadow Box-Ég er eiginlega pínu leið að segja það, þar sem UD er eitt af mínum uppáhalds merkjum, en þessir litir (allir nema þrír neðstu) koma engan vegin eins vel út á augunum og þeir líta út í palettunni. Ég var semi-ánægð með þá til að byrja með, og ef maður er með góðan grunn er svosem hægt að fá fína útkomu, en með tímanum hafa skuggarnir orðið "púðraðir", erfitt að dreifa úr þeim og orðið erfitt ná þeim upp á bursta. Margar aðrar palettur frá UD sem ég hefði frekar viljað eyða peningunum mínum í.

Helena Rubenstein Brilliant Eye  Pencil í litnum Glittery Black- Þessi eyeliner er þurr, hann rispar eiginlega bara á manni húðina, sérstaklega þar sem það er frekar hart glimmer í honum. Það kemst lítill litur framhjá glimmerinu, og það er alls ekki þess virði að reyna að ná almennilegri svartri línu með þessum, því það kostar bæði tíma og sársauka. Gæti verið að minn sé bara þurr, en ég mun ekki kaupa hann aftur. 

E.l.f. Metal Madness naglalakkið- ég var búin að tala um þetta lakk í annari færslu hér á síðunni, formúlan var þykk, erfitt að dreifa úr henni og það kom hellingur af loftbólum undir það þegar það þornaði. Ég prófaði mismunandi aðferðir og sýndi því mikla þolinmæði þar sem ég elska litinn á því en ekkert gekk. Mig langar að gefa því annan  séns ef vera skyldi að ég hafi bara verið óheppin með þessar 2 flöskur sem ég keypti, en í augnablikinu hef ég lítið gott um þetta lakk að segja.

Urban Decay 24/7 Glide-on Shadow Pencil í litnum Midnight Cowboy (þriðji frá vinstri)- þessir blýantar eiga að vera mjúkir og (creamy) og eiga að renna auðveldlega yfir augnlokið og virka sem t.d. grunnur undir aðra augnskugga o.s.frv. Það var ekkert mjúkt og creamy við minn lit, hann var þurr og erfitt að setja hann á, þurfti að þrýsta honum ansi fast á augnlokið og þegar það kom eitthvað var það bara klessa sem var ómögulegt að dreifa úr. Hann var aðeins skárri í byrjun (samt mjög erfitt að koma honum á) en eftir fyrsta skiptið hef ég ekkert getað notað hann. Ég hef aldrei séð neikvæða umfjöllun um hann, svo ég hlýt enn og aftur að hafa lent á þurrum eða gömlum blýanti.

E.l.f. varalitur í litnum Nostalgic- enn og aftur hlýt ég að vera bara svona óheppin, en þessi varalitur var skraufþurr og grjótharður þegar ég fékk hann, ég kom honum engan vegin á varirnar á mér og þegar ég reyndi í fyrsta skipti brotnaði hann. Ég reyndi að hita hann aðeins og mýkja hann en hann var ennþá eiginlega bara eins og vatnslitur. Allir hinir e.l.f. varalitirnir mínir hafa verið frábærir og mjúkir og góðir, svo að þetta kom mér mjög á óvart. Liturinn er heldur ekki eins og hann er á myndinni, hann er húðlitaður og það  litla sem ég kom á varirnar á mér fór mér alls ekki vel og gerði mig frekar "dauða" að sjá. 

Rimmel Sexy Curves maskarinn- Ég var mega spennt að prófa þenna því ég hafi heyrt nokkra af uppáhalds "Beauty-gúrúunum" mínum hrósa honum í bak og fyrir. Formúlan er blaut, sem mér finnst æði,  svo ég fýla hana en bursti er því miður ekki alveg minn tebolli. Kúlurnar gera það að verkum að augnhárin sem lenda á milli þeirra klessast bara öll saman í einhverjum maskarapolli, á meðan hin eru fullkomlega aðskilin. Þau verða eiginlega bara röndótt, klesst-ekki klesst-klesst-ekki klesst... það er alveg hægt að nota bara fremstu kúluna og greiða úr klessunum, en það er full mikið vesen. Ég hefði keypt annan maskara hefði ég vitað af þessu.

Golden Rose style liner, blautur eye liner í litnum black&black- formúlar er einhvernvegin klístruð  og skrítin, svo það er subbulegt að setja hann á, og svo þegar hann þornar þá skrælnar hann einhvernveginn og flagnar af eða það koma sprungur í hann. Eina leiðin fyrir mig til að nota hann t.d. í heila kvöldstund er að hafa hann á mér og vera alltaf að fylla inn í. Sem gengur náttúrulega ekki, svo ég set pass á þennan eyeliner í framtíðinni.

Þetta voru nokkrar af þeim vörum sem ég mun að öllum líkindum ekki kaupa mér aftur, að sjálfsögðu getur þó verið að upplifanir annarra af vörunum geti verið allt aðrar, en þetta  voru svona mínar helstu athugasemdir af mínum eintökum.
Takk í bili!

-Kata(:

10 ummæli :

 1. oj kannast við að lenda í svona! svooo óþolandi að eyða pening í vörum sem virka ekki!
  Fékk t.d einusinni eyeliner í afmælisgjöf sem var tvískiptur, annar endirinn var svartur og hinn turkís blár (ógeðslega flottur litur), svarti endirinn virkar mjööög vel, en blái hefur aldrei virkað, grjótharður og kemur enginn litur! svo mikið svekk

  En ég á sjálf golden rose eye-linerinn og minn er ógeðslega góður.. hef notað hann lengi og er ekkert eins og þú segir að þinn sé.. minn helst á allan daginn og er meirisegja á daginn eftir ef ég sofna óvart með hann á mér :)

  -Bylgja

  SvaraEyða
  Svör
  1. Í alvöru!
   Þá þarf ég kanski að gefa honum annan séns, ég keypti hann nefnilega, og byrjaði svo ekkert að nota hann fyrr en löngu seinna (var samt búin að opna hann þegar ég keyti hann) þannig hann er örugglega bara ónýtur :/

   Eyða
 2. Kannast við leiðindin með HR blýantinn, minn er alveg eins :/

  - Eva Alfr.

  SvaraEyða
 3. Sammála með golden rose eyelinerinn.. Vibbi

  SvaraEyða
 4. Ég á eða ÁTTI svartan eyeliner frá HR, en hann var samt ekki með glimmeri. Vaaaar bara að henda honum í ruslið fyrir svona hálftíma því hann var bara fyrir í snyrtidótinu mínu enda ALGJÖRT drasl, en sú tilviljun :D

  SvaraEyða
 5. HR eyeliner-arnir eru þá bara ekki að meika það greinilega! Skrítið þar sem þetta á að vera voða fínt merki haha!

  Og já Tinna ég hef allavega prufað þá marga betri en Golden Rose :/

  SvaraEyða
 6. Vá ég eeeelska golden rose eyelinerinn minn, finnst hann bara, einn sá besti sem ég hef prófað. Ég á líka blautan frá HR með þessu munstri á, keypti hann dýrum dómum og átti von á e-u geðveiku en nei, mér finnst hann ömurlegur. Skipti beint yfir í golden rose aftur :D

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir feedbackið! Gaman að sjá hvað það eru skiptar skoðanir á vörunum og hvað hlutirnir geta virkað mismunandi fyrir mismunandi fólk :D

   Eyða
 7. ef þú ert hrifinn af maskaranum kauptu þá bara einnota maskara-sprota í MAC(eða where-ever þú kaupir græjurnar þínar). ég nota yfirleitt ekki sprotan úr maskaranum nema hann sé voða góður.

  kv baddi olsen:)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ji ég hugsaði ekki einu sinni út í það! haha.. það er að sjálfsögðu langsniðugast takk :)

   Eyða