Valentínusarlook dagsins!

Ég fékk, eins og svo oft áður, gríðarlega löngun til að mála mig þegar ég var komin upp í rúm í gærkvöldi og var ekki að ná að sofna svo ég skellti mér bara fram að snyrtivörukommóðunni og ákvað að skella í eitt óhefðbundið og litaglatt look!
Eftir að ég var hálfnuð að mála mig áttaði ég mig á því að í dag er Valentínusardagur og litirnir sem ég valdi voru vægast sagt Valentínusar-legir, svo ég sló tvær flugur í einu höggi og gerði ekki aðeins look dagsins, heldur Valentínusar look dagsins!
Ég reikna þó ekki með að það séu margir það djarfir að skella sér með þetta look á deit, en það er alltaf gaman að dúlla sér við "þema-tengda" augnförðun hvort sem maður fer með hana á meðal fólks eða ekki.

- Ég byrjaði á að setja primer potion frá UD á augnlokin, frá augnhárum að augnbrún.
- Næst setti ég skærbleikan augnskugga á allt augnlokið (bráðvantar núna Milk jumbo blýantinn eða einhvern hvítan grunn, því litirnir gætu verið mun skærari þannig)
- Svo notaði ég blautan glimmer eyeliner til að teikna línu fyrir ofan bleika augnskuggan og meðfram honum út í væng.
- Ofan í eye-linerinn þrýsti ég svo marglituðu glimmeri og vel af því!
- Fyrir ofan glimmerið setti ég svo skær-appelsínurauðan augnskugga sem fór meðfram glimmerinu og út í væng.
- Á neðri augnháralínuna setti ég svo einhverskonar sæ/túrkis-grænan.
- Skellti svo hvítum shimmer skugga undir augabrúnirnar og í innri augnkróka.
-Að lokum skellti ég bara slatta af maskara á augnhárin og smá svörtum eyeliner á efri "vatnslínuna".Náði að fikta í einhverjum stillingum á myndavélinni sem ég er með, og náði litunum aðeins betur á mynd en venjulega.
Skært og krúttlegt look... Verð eiginlega að halda "Crazy-augnmálningar" þema partý í náinni framtíð, þar sem allir koma aðeins meira málaðir en vanalega og í skærum og skemmtilegum litum, þá fær maður tækifæri til að skella í einhverskonar svona look og vera með það heila kvöldstund!

Ég vill endilega biðja ykkur að like-a þær færslur sem ykkur finnst skemmtilegt að skoða, það gefur mér betri tilfinningu fyrir því hverju þið hafið gaman af og hvað ég á að vera duglegri að gera.
Ég get hvergi séð hver like-ar færslurnar, svo þið þurfið ekkert að vera feimin við að smella á like ;)
Það er ótrúlega mikill fjöldi fólks sem skoðar síðuna daglega, og feedbackið engan vegin í samræmi við það, þannig endilega verið dugleg að spyrja, segja ykkar skoðanir eða like-a það sem ykkur lýst vel á :)

Takk fyrir að kíkja!
-Kata :)

2 ummæli :

 1. Hefði verið ógeðslega flott að setja líka svartan eyeliner í væng með, pínu þykkan! En kemur annars vel út :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já það hefði örugglega komið vel út!
   Ég tímdi ekki að skera af þessum bleika svo ég hætti við á síðustu stundu :)

   Eyða