Uppáhalds í janúar!

Ætla að skella hér inn þeim vörum sem hafa verið í mestu uppáhaldi í janúar og mest notaðar, veit ekki hvort ég fer að gera svona blogg mánaðarlega því ég nota svo mikið bara það sama, en ég ætla að sjá til :)
Þetta eru allavega þær vörur sem stóðu upp úr!

Naglalakkið Smokey Brown frá e.l.f.- elska elska elska þetta naglalakk, nota það líka endalaust! Formúlan endist mér alltaf í minnst viku, og upp á síðkastið hef ég verið að nota það með e.l.f. matte finish top coat og það er æði. 
Natural Radiance Blusher frá e.l.f. í litnum Glow- léttferskjulitaður highlighter sem ég nota daglega á kinnbeinin. Setur fallega birtu á andlitið með örlitlum lit og mér finnst hann ómissandi eftir að ég byrjaði að nota hann!
Næst er það e.l.f. studio under eye concealer and highlighter-- baugafelari og highlighter, ég nota þetta  einnig nánast daglega, og það í ljósasta litnum, því ég er með dökkt svæði undir augunum sem er gott að fela, en birta yfir samtímis. Með ljósari baugafelara  lítur maður út fyrir að vera meira vakandi og ferskur. Highlighterinn nota ég ekki jafn mikið, en þá helst á kinnbeinin og niður eftir nefinu. 
John Frieda Frizz-ease Miraculous Recovery- Strengthening créme masque- Maski í hárið sem minnkar frizzy hár, gerir það fáránlega mjúkt og glansandi og vinnur í að koma í veg fyrir slitna enda og skemmt hár. Hárið á mér er svo ótrúlega þakklátt fyrir þennan maska! Einu sinni í viku þvæ ég hárið með sjampói, kreisti svo úr því mesta vatnið, set maskann í það allt og vef handklæði utan um á meðan ég bíð í 20 mínútur og skola það svo úr. Algjör brandari hvað það verður mjúkt og heilbrigt! Þess á milli nota ég það eftir sjampó læt það vera í í svona 2  mínútur og skola svo úr, gerir gæfumuninn! Harper's Bazaar valdi þetta sem einn af 6 bestu hármöskunum og ég get vel trúað því þrátt fyrir að hafa ekki prófað marga! Must í sturtunni!
John Frieda Sheer Blond- Go Blonder (Controlled lightening spray)- Sprey sem lýsir hárið hægt og rólega, hitavirkt. 
Maður spreyar því í hárið eftir sturtu (fyrst þurrkaru það með handklæði)-  getur spreyað á "takmörkuð svæði" til að fá strípu effekt, eða í allt hárið til að lýsa það allt. Eftir að hafa spreyað góðum slatta af því í hárið, notar maður hárblásara til að virkja spreyið, og þurrka  hárið. Best er að nota svo sléttujárn eða krullujárn til að virkja það enn betur, því meiri hiti, því ljósara verður hárið. Árangur sést eftir 3-5 notkanir, en ég sá strax smá eftir 2 notkanir. Núna (eftir heilan brúsa) er hárið á mér búið að lýsast helling! Held ég fjárfesti í öðrum brúsa, svona til gamans. Þetta þurrkar hárið alveg smá, en þar sem ég nota hármaskann og macadamia olíuna í hárið er það aldre þurrt svo ég finn ekkert fyrir því. 
Biotherm Aquasource rakakrem- nota þetta kvölds og morgna og elska það! Á aðeins viðráðanlegra verði en rakakremið sem ég notaði (og kláraði) fyrir áramót. Ótrúlega frískandi krem, maður þarf bara örlítið af því, það er glært, í raun einskonar gel og tilfinningin er bara eins og að nudda vatni framan í sig. Ótrúlega rakagefandi og gott krem.
Revlon ColorBurst varalitur í litnum Petal-- nýr litur í þessari línu hjá þeim og ég hef notað hann nánast á hverjum degi síðan ég fékk hann (Takk Júlíana! <3). Ótrúlega flottur litur, sem er mjög nálægt náttúrulega litnum á vörunum mínum nema bara betri. Lætur náttúrulegar varir "poppa", án þess að vera of mikið. Oggu ponsu gull shimmer í honum, sem gerir held ég gæfumuninn. Ótrúlega hlutlaus en jafnframt fallegur litur sem er í algjöru uppáhaldi!
Ilmvatn: Wild Pearl frá Naomi Campell-- fékk flösku af þessu í jólagjöf, og þetta er eina ilmvatnið sem ég hef notað í janúar.Ótrúlega sæt og góð lykt, án þess samt að vera of stelpu/sumar/blóma -leg, hún er aðeins þyngri og meira "tælandi" og ég er ekkert lítið sátt með hana!
Þá er það held ég bara komið! Endilega like-ið þessa færslu (facebook-like takk hér fyrir neðan) ef þið viljið sjá mig gera svona færslu fyrir hvern mánuð. Annars bara takk í bili :)

-Kata!


2 ummæli :

 1. i like that nail polish shade! and i also like how pretty that blush is. i currently use the same kind of blush but it's a different shade, i will get that one next time, though. :)

  <3, Mimi
  http://whatmimiwrites.blogspot.com/
  Udderly Smooth Giveaway

  SvaraEyða
  Svör
  1. This blush is my favorite! Use it every day, so I highly recommend it! :)
   Thanks for stopping by (:

   Eyða