Nýtt í safninu: Varir

Þá er komið að vara-vörunum sem eru nýjar í safninu (frá jólum-út janúar).
Er farin að nota t.d. varaliti mun meira en áður, og þá er ekki leiðinlegt að eiga t.d. fín gloss með og svona.

e.l.f. lip stain í litnum Bombshell- ótrúlega sætur litur  og svo glært gloss með til að setja yfir. Helst ótrúlega vel á vörunum, jafnvel þó maður fái sér að borða eins og einu sinni, eða sé að drekka. Það er stór kostur. 

Örugglega uppáhalds liturinn minn frá e.l.f. essentials línunni- skær rauður, notaði hann mikið um jólin, mjúkur og helst vel á- auk þess kostar hann bara 490 kr.- og þurrkar ekki á mér varirnar eins og margir varalitir. 

Stila varalitur í litnum Miranda- ótrúlega fallegur litur, sem ég fýla vel á mér, en það er sterk vaxlykt af varalitnum (eins og vaxlitur bara) og hann stingur í varirnar þegar ég set hann á- svo ég hef ekki verið að nota hann mikið enda augljóslega annað hvort gallaður eða ég með ofnæmi fyrir honum. 

Revlon Colorstay Overtime Lipcolor í litnum Neverending Nude- elska þennan lit,  hann helst margfalt lengur á vörunum en allar aðrar vara-vörur sem ég á. Og liturinn er svona: liturinn á manns eigin vörum plús smá extra- ef þið skiljið. 

e.l.f. essential varalitur í litnum Nostalgic- var búin að tala um þennan lit í "versu vörurnar". Hata allt við hann, þurr, harður, erfitt að ná lit úr honum, brotnar auðveldlega- og ég var eins og lík þegar mér tókst að setja hann á- eini varaliturinn frá e.l.f. sem ég hef ekki fýlað. 

Revlon colorburst lipstick í litnum Petal- elska þennan lit, mjúkur og creamy, og látlaus svo maður getur notað hann daglega t.d. í skólann eða vinnuna án þess að það sé of áberandi (ef maður er óvanur að nota varalit t.d.). Smá svona golden shimmer í honum sem gerir hann enn flottari 

Rasperry bleikrauður litur með glimmeri í- hann er bleikur en  t.d. þar sem er ekki mjög bjart sýnist hann rauður (t.d. á skemmtistöðum o.s.frv.) Mjög flottur- pínu harður, en það er líka til þess að hann helst rosa vel á. 
Burt's Bees Bývax varasalvi- órúlega góð piparmintu-nammi lykt og þetta er einn af þeim varasölvum sem maður finnur að virkar um leið og maður setur hann á sig. Í augnablikinu eina sem virkar til lengri tíma fyrir varirnar mínar.

-Kata!
Þið verðið að kíkja á eyeslipsface.is til að fá ódýra og flotta varaliti og gloss!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}

4 ummæli :

 1. Ertu ekki komin á einhvern samning við Elf? Ef ekki þá mæli ég alveg með því að þú gerir það. :D

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha já ætti að krefjast þess! Panta nánast vikulega frá þeim og auglýsi þá villt og galið haha :)

   Eyða
 2. Þú verður að prófa líka nýju litina frá YSL, Vernis Á Lévres! þvílíkt léttir og mjúkir en gefa ótrúlega mikinn og góðan lit og haldast endalaust á!
  Svo eru Rouge Coco Shine frá Chanel líka mjög góðir! Svona léttir varalitir með glossáferð, mjög mjúkir og þæginlegir!

  mæli með þessum!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Úhh þarf að tékka á þessu :)
   Lýst mega vel á YSL litina!

   Eyða