Nýtt í safninu: Restin af líkamanum

Þá færum við okkur yfir í vörur fyrir restina af líkamanum (s.s. ekki andlitið).
Líklega fæstar vörur í þessu bloggi.

Moringa Bodyscrub frá Bodyshop- Ég man ekki hvað þetta blóm heitir á íslensku- en ég veit að lyktin er nákvæmlega eins. Fáránlega frískandi og góð fersk blómalykt. Nammi! Frábær skrúbbur til að losa sig við dauðar húðfrumur og til að örva húðina. 

Mögulega best lyktandi handáburður í heimi!
Grace Cole handáburður með vatnsmelónu og blóðappelsínu lykt! Nammi! Ótrúlega góður fyrir svona þurrar hendur eins og mínar, þá sérstaklega í kuldanum!

Body Butter Duo frá Bodyshop með Macadamia hnetum- tvískipt- dekkri hlutinn er venjulegt bodybutter, en ljósi hlutinn er fyrir extra þurra bletti (olnbogar, hné, hælar o.s.frv.) Snilld fyrir fólk eins og mig sem er með þurrkubletti sem virðast ekki vilja lúta í lægri hlut gegn venjulegu body butteri, þrælvirkar! Lyktin er líka heaven!

Moringa Body Butter frá Bodyshop- lyktin sú sama og af skrúbbnum hér að ofan, tilvalið eftir skrúbb-sturtuna, til að halda sér lyktandi eins og ný útsprungnu blómi all day long!

Sápurnar frá Heitt á Prjónunum!! Á þær í mörgum týpum- jarðaberjasápu með jarðaberjafræjum- gerir mann stanslaust mjúkan og lyktandi eins og ferskur jarðaberja-akur (það er eftirsókarvert, ég er að segja ykkur það!) og svo sápur með lavender fræjum og yndislegri lykt- sápur með höfrum- sápur til að sofa betur- jólasápur- nefdu það! Allt til og allt jafn unaðslega mjúkt og vel lyktandi ;)

Wild Pearl ilmvatnið frá Naomi Campell- eina ilmvatnið sem hefur snert húð mína frá jólum! Love it!
-Kata!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}

1 ummæli :