Nýtt í safninu: Hár

Er búin að tala um meirihlutan af vörunum í öðrum bloggum, en ég vildi ekki skilja hárvörurnar útundan svo ég skrifaði bara afur um þær.
Þið sleppið þessu bara ef þið munið allt sem ég skrifaði um þessar vörur áður!
P.s.- mér skjátlaðist þegar ég hélt að "body-bloggið" væri með fæstum vörum- þetta er klárlega með færri vörum.

Batist þurrsjampó-lifesaver þegar maður er að reyna að dekra við hárið á sér og vill ekki þrífa það of oft. Sérstaklega fyir mig, er með svo þunnt og slétt hár að það verður skítug nánast um leið og ég stíg út úr sturtunni! hahah. Svo ég nota þetta óspart þegar hárið er á síðasta séns, en ég tími samt ekki að þrífa það. 

Frasinn "silkimjúkt hár" fékk allt aðra meiningu í mínum huga eftir að ég notaði þennan hármaska, sem er fyrir slitið og ónýtt hár. Ef ég gæti ofið náttföt úr hárinu á mér, myndi ég gera það. (Creepy much?)

Macadamia olía til að laga skemmt og þurrt hár. Mmm lyktar svo vel og gerir hárið á mann glansandi og mjúkt án þess þó að manni finnist maður vera með matarolíu í hárinu<3 Einnig mjög krúsjal fyrir hárið á mér á meðan ég er að nota spreyið sem ég tala um hér beint fyrir neðan, því það þurrkar á mér hárið, svo þetta vegur vel á móti.

Lýsingarspreyið frá John Frieda! Jæja,  kláraði heilan brúa á no time og er byrjuð á öðrum. Spreyar-  blæst hárið-sléttar það svo og þá lýsist það meira og meira með hverri notkun. Hárið á mér er búið að lýsast helling! Beint eftir notkun verður hárið á mann svolítið þurrt, og þessvegna er Macadamia olían fullkomin eftir á. Annars er það fljótt að jafna sig, svo olía er ekkert must. 
-Kata!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}

7 ummæli :

 1. Þetta lýsingarsprey er snilld! Lovin it!

  SvaraEyða
 2. Hvar keyptirðu þetta þurrsjampó? Er búin að vera að leita mér að einhverju góðu :)

  SvaraEyða
 3. Alveg sammála, þurrsjampóið er lifesaver!!

  SvaraEyða
 4. Hey! Virkar þetta lýsingarsprey? Sneelld.. langar líka að prófa makademíu olíuna, hljómar vel!!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Virkar MEGA vel! :D Mitt er búið að lýsast helling!

   Eyða