Nýtt í safninu: Blandaðir aukahlutir

Jæja, þá er það bara restin!
Svona allskonar nýtt og sniðugt.
Makeup the ultimate guide bókin eftir Rae Morris- elska allt við þessa bók. Get setið stundunum saman og flett í gegn um hana og fengið góðar hugmyndir og leiðbeiningar. Ótrúlega falleg bók og vel upp sett. Rae Morris er líka algjör snillingur!

The Brush Guard- plastnet utan um burstana, til að fara vel með þá og halda þeim hreinum og heilum. Snilld þegar maður er að ferðast og svona. Og algjört möst hjá mér þegar ég þríf þá, svo þeir haldi sinu upprunalega formi og geti staðið á hvolfi á meðan vatnið rennur úr þeim. 

Daglegur sótthreinsandi bursta hreinsir frá e.l.f.- nota þetta alltaf eftir að ég nota burstana mína- sérstaklega þegar ég er að mála aðra með þeim og svona, einnig til að þrífa þá á milli lita, ef ég fer úr einum lit í annan en vantar sama burstan. Þornar á nokkrum sekúndum 

Mjög ánægð með þetta bursta sjampó frá e.l.f.- var búin að vera að gera heimatilbúið burstasjampó sem virkaði líka fínt, en það kom ekki eins góð lykt af burstunum eins og þegar ég notaði þetta. 

e.l.f. Kabuki andlits burstinn- ótrúlega mjúkur og elska að nota hann í High Definition litalausa púðrið svona til að festa allt þegar ég er búin að setja á mig meik, eða hyljara og slíkt. 

BH Cosmetics burstasettið- hluti af verðinu rennur til styrktarsjóðs brjóstakrabbameinssjúkra. (Í BNA). Góðir og mjúkir burstar, blöndunarburstinn í settinu er minn all time uppáhalds.


BH Cosmetics round stippling brush- nota þennan bursta í blautt make- svolítið stífur, en það hjálpar manni bara að blanda farðann extra vel inn í húðina. 
-Kata!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}


Engin ummæli :

Skrifa ummæli