Nýtt í safninu: Augu

Ég var búin að lofa setja hér inn það nýjasta í safninu hjá mér, en er búin að draga það svo endalaust lengi að það er orðið allt of mikið til að hafa í einu bloggi. Þetta er bæði frá jólum (gjafir), og svo janúar, eitthvað sem átti að vera löngu komið inn.
Bjarta hliðin er þó sú að nú er ég búin að fá tækifæri til að nota þessar vörur og get sagt ykkur hvernig þær eru að virka fyrir mig í leiðinni, sem er fínt.
En vegna þess að þetta er svona mikið ætla ég að skipta þessu niður í 6 blogg: Augu, Andlit, Body, Hár, Varir og svo blandaðir "aukahlutir". Er ennþá að gera það upp við mig hvort ég eigi að setja inn eitt blogg á dag, þar til þau eru öll komin upp eða hvort ég eigi að vera með önnur í bland og setja þessi bara annað slagið.
Endilega kommentið ef þið hafið skoðun á því- það er hægt að kommenta án þess að segja til nafns ;) Og munið líka að ég sé ekki hver like-ar, ég sé bara hversu margir like-a.

88 lita matta palettan frá BHcosmetics- elska meirihlutan af litunum, en sumir eru ekki nógu litríkir (sjást ekki vel á augnlokum)- hef heyrt að það sé algengt með 88lita palettur, en 120 lita palettan er ekki svoleiðis.

Keypti þessi augnhár fyrir mjög lítinn pening hjá ARboutique Keflavík á facebook,  keypti nokkrar tegundir og er mjög ánægð með þau.

Augnháralím frá ARboutique- fáránlega gott! Vá... á eftir að halda mig við þetta svo lengi sem það verður til sölu (Mæli með að þið kíkið á ARboutique Keflavík á facebook, allskonar bæði snyrtidót, skart og bara allt- á frábæru verði.

NYX jumbo blýantur í Black Bean- mér gengur mun betur að gera smokey eftir að ég fékk þennan,  svartur  creamy  blýantur til að nota sem grunn undir aðra augnskugga. 

NYX jumbo blýantur í Cottage Cheese- silfraður cremy blýanur til að setja undir t.d. silfraða augnskugga eða í raun hvað sem er, ég nota hann mjög mikið. 

Fékk þessi líka hjá ARboutique, og svo önnur svipuð nema með "demöntum" við rótina. 

ARboutique glimmer- fékk mér gull og multicolor.

Sleek Makeup paletta í Me, Myself and Eye- special edition- einhverjir bestu augnskuggar sem ég hef notað.

Sleek Makeup paletta í Oh So Special, elska þessa liti! 

e.l.f. augnskugga "quad" í litnum Punk Funk- litirnir eru miklu skærari og flottari, með glimmeri í raunveruleikanum. Ótrúlega flottir.

Telescopic maskarinn frá L'Oréal- Þessi verður alltaf ofarlega á uppáhalds listanum er það ekki? Að mínu mati að minnsta kosti. 

NYX ultra pearl mania í litnum walnut- Bronzlitaður duft augnskuggi, kemur ótrúlega vel út þegar maður bleytir í honum og skellir á augnlokið- hreyfist heldur ekki ögn það sem eftir er dags. 


Ég áttaði mig á því þegar ég var búin að skrifa bloggið að ég gleymdi slatta af vörum- en þetta er alveg nóg, efast um að þið nennið að lesa mikið lengri blogg, svo ég sleppi þeim í bili- enda ekkert merkilegir hlutir fyrst ég gleymdi þeim.

-Kata!
(Endliega kommentið og segið mér hvort ég á að setja inn eitt á dag og klára þetta bara, eða setja önnur á milli?)
Og ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.10 ummæli :

 1. Vá! hvað þessi litir í oh so special skuggunum eru flottir!! Ég elska svona brúna jarðliti, nammi!

  SvaraEyða
 2. Ég hef einmitt keypt frá arboutique, bæði lím og steina (í hárið) og það er algjör snilld. Ekkert smá ódýrt og mjög gott! :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Snilld! Mig langaði einmitt að prufa einhverja steina til að líma kanski í andlitið og svona, þarf að kíkja á þá hjá henni :)

   Eyða
 3. Vá, ég haaaaata þetta lím, ég hlýt að hafa fengið e-ð gallað eða e-ð.

  SvaraEyða
 4. En mér finnst samt augnhárin alveg mega fín. Á alveg 12 pör frá þessu merki.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já þau er mjúk og góð!
   Og skrítið með límið, mér finnst það svo frábært :D
   Reyndar þornar það rosa fljótt í túpunni, sem er svona eini gallinn finnst mér.

   Eyða
 5. komdu með öll þessi blogg! gaman að sjá hvað þú átt nýtt 8)

  SvaraEyða
 6. Hvar var palettan frá BHcosmetics keypt?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hún er keypt á http://www.bhcosmetics.com/ ótrúlega margt fallegt á þessari síðu og alltaf einhver útsala svo þetta er á frábæru verði líka :)

   Eyða