Neglur dagsins (á Elísabetu Ósk)

Ég var að dunda mér við að gera neglurnar á Elísabetu Ósk fínar í gærkvöldi, og það kom líka svona bara fínt út :)

Ég byrjaði á að lakka allar neglurnar rauðar, og notaði svo svamp til að setja bleikt og svo loks fjólublátt, þannig að hver nögl var þrískipt á ská með þessum þremur litum.
Ofan á það notaði ég svo Konad nagla stimpillinn, setti svart lakk í blettatígra mynstrið á stimpilplötunni, og stimplaði því yfir þrílita lakkið.
Nokkuð einfalt, en samt öðruvísi og töff!
Ég vill að lokum þakka fáránlega góðar viðtökur seinustu daga! Fjöldi heimsókna hefur aukist órúlega mikið svo ég þakka ykkur fyrir að like-a og deila með því síðunni og bara takk fyrir að vera dugleg að kíkja :)

-Kata!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli