Hár: Ný ást!

Það má vera að það sé full langt gengið að segjast elska dauðan hlut/vöru, en ef maður getur með einhverjum hætti elskað vöru, að þá ber ég slíka ást til nýjasta gripsins í hárvörusafninu  mínu!Ég var fyrir kanski 2 árum (jafnvel meira), með aflitað hár. Splæsti í ódýrasta og eitraðasta aflitunarefnið á markaðnum (ekki að það sé úrval af minna eitruðu aflitunarefni) í Bónus, skellti því í hárið í mun lengri tíma en leiðbeiningarnar leyfðu, og þetta endurtók ég svo annað slagið.
Það er styst frá því að segja að ég brenndi og eyðilagði hárið á mér  svo illa, að ég bjóst ekki við að losna nokkurn tíman undan skemmdum aflitunarinnar (nema í mestalagið með því að raka allt af).
Mánuðir og ár liðu, hárið á mér alltaf jafn þurrt, hætti að vaxa, endar klofnir og slitnir og hárið í raun eins óheilbrigt og það gat orðið. Ég safnað hári í fleiri en eitt ár og fleri en tvö, jafnvel þrjú  án þess að nokkuð gerðist. Jafnvel með særingum á hárgreiðslustofu hlaust ekker af nema bara enn styttra hár sem neitaði enn að vaxa.
Í haust tók það svo smá kipp, enda ekki litað á mér hárið í meira en ár, og farin að hugsa aðeins um vörurnar sem ég nota í það. Endarnir voru þó enn "Frizzy", slitnir, þunnir og ljótir.
Mér fannst bara svo gott að sjá að það óx svo ég var ekki að tíma  að klippa neðan af því.

Ég lét svo verða að því í síðustu viku, eftir að hafa fyrir nokkrum vikum byrjað að nota John Frieda repair hár maskann, sem er búin að veraað gera helling fyrir hárið á mér, ákvað að treysta því að með góðri umhirðu myndi hárið bara halda áfram að vaxa, þrátt fyrir aðég klippti 2-3 cm neðan af því.

Ég les mikið um snyrtivörur og hárvörur og þessháttar og horfi mikið á vídjó um slíkt, og í nokkra mánuði hef ég  ansi oft heyrt um Macadamia olíu-hárvörurnar,endalaust hrós og "kraftaverkatal" og ég veit ekki hvað í sambandi við þessar vörur, svo ég ákvað að kaupa eina vöru úr línunni: Macadamia Healing Oil Treatment.Þýtt af síðunni:

Macadamia Healing Oil Treatment er fullkomin fyrir allar tegundir hárs, og þá  sérstaklega fyrir þurrt
og skemmt hár.
- Mjög mikil næring til að öðlast flækju- og "frizz" laust hár.
- Hárið verður ótrúlega mjúkt, auðvelt að vinna með og glansandi
- Náttúruleg UV vörn, sem lengir t.d. líftíma á lituðu hári.
- Hárið er 40%-50% fljótara að þorna.

Þetta seinasta er vegna þess að olían smýgur strax inn í hárið og ýtir vatninu út úr því, því olían og vatnið eiga ekki "samleið". Og þá er vatnið komið út undir bert loft og þornar hraðar.

Þessir punktar eru bara það sem stendur á síðunni, ég hef lesið mikið um þetta og stelpur eru að tala um að hárið á þeim sé að vaxa mun hraðar (skiljanlegt því þetta gefur hárinu svo mikla næringu og lagar slit og skemmdir).
Hár sem er þurrt og slitið er skiljanlega lengur að vaxa.

Ég er búin að nota þetta í 5 daga og er eins og fyrr segir: Ástfangin!!!
Hárið á mér er eins og silki! Grínlaust... og maður finnur engan veginn fyrir að maður sé með olíu í hárinu, enda smýgur hún hratt inn í hárið.
Hárið á mér er hætt að vera þurrt og "frizzy", og mér finnst ég nú sjá margfalt minna af slitnum endum (hvort sem það er ímyndun eða ekki) og svo skemmir ekki fyrir að lyktin er ótrúlega góð

Ég nota þetta á hverjum degi, maður þarf bara ponsulítið, svo þetta á eftir að endast slatta.
Ég er ekki búin að nota þetta lengi, en ég býst við að koma með update og segja ykkur hvort þetta sé að virka við að hjálpa hárinu að síkka! Ef ekki að þá er ég samt hæstánægð, enda ekki verið með svona heilbrigt ár síðan ég var um 15 ára!

-Kata (Sorrý með laaaanglokuna!)
P.s.-  restin af vörunum úr Macadamia línunni eru klárlega næst á dagskrá!

5 ummæli :

 1. Hvar kaupirru þér svona vörur? Oooog er hárið ekkert fitugt þegar þú notar svona olíu? :)

  SvaraEyða
 2. Keypti þetta á http://oth.strawberrynet.com/main.aspx?region=OTHERS :)

  Og nei það verður ekkert fitugt! Maður setur þetta bara í endana, og í smá stund, á meðan olían er að fara inn í hárið, getur maður séð hana utan á hárinu en svo á kanski 1 eða 2 mínútum fer öll olían inn í hárið á manni og það verður bara ótrúlega mjúkt og geggjað!
  Og hárið á mér verður ekki fljótt skítugt eða neitt, sem er kraftaverk því ég er með svo sjúklega þunnt og slétt hár. :)

  SvaraEyða
 3. Já ókei, þetta virkar algjör snilld. Ég kannski panta mér svona þegar ég á peninng :) Líst vel á þetta!

  SvaraEyða
 4. http://oth.strawberrynet.com/haircare/macadamia-natural-oil/healing-oil-treatment--for-all/102402/ Er þetta rétt ??

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já þetta er það og ég keypti mitt þarna :)

   Eyða